„Það er komið að þessu, litli klúbburinn er orðinn stór“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2024 20:17 Helgi Már var vel til hafður á Ölveri áðan. stöð 2 Víkingur er á leið í Sambandsdeild Evrópu eftir 5-0 sigur gegn UE Santa Coloma. Stuðningsmenn liðsins hópuðu sig saman á Ölveri og fögnuðu sigrinum. Víkingur leikur eftir afrek Breiðabliks síðan í fyrra og er annað íslenska liðið sem nær þessum áfanga. Eftir 5-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum gegn Santa Coloma var svo gott sem búið að tryggja sætið í Sambandsdeildinni. Stuðningsmenn liðsins voru því þegar farnir að gleðjast þegar fréttastofu bar að í hálfleik. Stemningin að ná hápunkti eftir frábært sumar. „Alveg geggjuð [stemning í sumar]. Stemningin búin að vera ótrúlega góð í Víkingi síðustu árin og mun vera það áfram þegar við erum að standa okkur svona vel. Geggjað lið, geggjaður þjálfari, geggjaður mannskapur, geggjuð stjórn, við erum alveg geggjuð,“ sagði Helgi Már Erlingsson, einn harðasti stuðningsmaður Víkings og með þeim allra best klæddu. Litli klúbburinn orðinn stór Víkingur hefur fagnað frábæru gengi undanfarin ár eftir töluverðan lægðartíma þar á undan. „Maður hefði varla trúað því. Sem uppalinn Víkingur, þá er maður bara vá: Það er komið að þessu, litli klúbburinn er orðinn stór. Við erum stór og höfum gaman að því.“ Mögulegir mótherjar Nú þegar sæti í Sambandsdeildinni er tryggt er ekkert úr vegi að spyrja hverjum Helgi vildi helst mæta þegar dregið verður í deildarkeppnina á morgun. „Menn eru að tala um að fara á Stamford Bridge, sjá Chelsea. Fiorentina, fá Gumma Ben út [föður Alberts Guðmundssonar, leikmanns liðsins]. Real Betis, Gent, FCK og svo framvegis, þetta gæti orðið geggjað. Sjáum dráttinn á morgun og vonum að það verði allt með okkur, fáum geggjaðan drátt og höldum áfram þessu partýi.“ Víkingur vann 5-0 samanlagðan sigur gegn Santa Coloma.víkingur Víkingar í vetur Helgi var í góðum hópi Víkinga á Ölveri, þeir hafa hist reglulega og horft á leiki liðsins og ætla að halda því áfram í allan vetur. „Það er búið að vera ótrúlega góð stemning hérna á Ölveri undanfarið, höfum verið að hittast hérna eða farið út á leiki. Núna þurfa bara allir Íslendingar að stíga upp, vera Víkingar í vetur og koma íslenskum fótbolta hærra,“ sagði Helgi að lokum en innslagið úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Fleiri fréttir Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira
Víkingur leikur eftir afrek Breiðabliks síðan í fyrra og er annað íslenska liðið sem nær þessum áfanga. Eftir 5-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum gegn Santa Coloma var svo gott sem búið að tryggja sætið í Sambandsdeildinni. Stuðningsmenn liðsins voru því þegar farnir að gleðjast þegar fréttastofu bar að í hálfleik. Stemningin að ná hápunkti eftir frábært sumar. „Alveg geggjuð [stemning í sumar]. Stemningin búin að vera ótrúlega góð í Víkingi síðustu árin og mun vera það áfram þegar við erum að standa okkur svona vel. Geggjað lið, geggjaður þjálfari, geggjaður mannskapur, geggjuð stjórn, við erum alveg geggjuð,“ sagði Helgi Már Erlingsson, einn harðasti stuðningsmaður Víkings og með þeim allra best klæddu. Litli klúbburinn orðinn stór Víkingur hefur fagnað frábæru gengi undanfarin ár eftir töluverðan lægðartíma þar á undan. „Maður hefði varla trúað því. Sem uppalinn Víkingur, þá er maður bara vá: Það er komið að þessu, litli klúbburinn er orðinn stór. Við erum stór og höfum gaman að því.“ Mögulegir mótherjar Nú þegar sæti í Sambandsdeildinni er tryggt er ekkert úr vegi að spyrja hverjum Helgi vildi helst mæta þegar dregið verður í deildarkeppnina á morgun. „Menn eru að tala um að fara á Stamford Bridge, sjá Chelsea. Fiorentina, fá Gumma Ben út [föður Alberts Guðmundssonar, leikmanns liðsins]. Real Betis, Gent, FCK og svo framvegis, þetta gæti orðið geggjað. Sjáum dráttinn á morgun og vonum að það verði allt með okkur, fáum geggjaðan drátt og höldum áfram þessu partýi.“ Víkingur vann 5-0 samanlagðan sigur gegn Santa Coloma.víkingur Víkingar í vetur Helgi var í góðum hópi Víkinga á Ölveri, þeir hafa hist reglulega og horft á leiki liðsins og ætla að halda því áfram í allan vetur. „Það er búið að vera ótrúlega góð stemning hérna á Ölveri undanfarið, höfum verið að hittast hérna eða farið út á leiki. Núna þurfa bara allir Íslendingar að stíga upp, vera Víkingar í vetur og koma íslenskum fótbolta hærra,“ sagði Helgi að lokum en innslagið úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér fyrir neðan. Dregið verður í deildarkeppni Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Fleiri fréttir Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira