Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2024 23:51 Kamala Harris hýr á brá á ferð í Savannah í Georgíu. Viðtalið við CNN var tekið upp þar. AP/Jacquelyn Martin Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, sátu fyrir svörum hjá CNN-sjónvarpsstöðinni. Brot úr viðtalinu hafa verið birt. Í viðtalinu hét Harris því að útnefna repúblikana í ráðuneyti sitt. Það endurspeglaði að hún væri opin fyrir ólíkum sjónarmiðum. „Ég tel að það sé mikilvægt að að hafa fólk við borðið sem hafa ólíkar skoðanir, ólíka reynslu, þegar sumar veigamestu ákvarðanirnar eru teknar. Og ég tel að það gagnaðist bandarískum almenningi að hafa repúblikana í ríkisstjórn minni,“ sagði Harris. Washington Post segir að það hafi lengi tíðkast að forsetar skipi fólk úr andstæðum flokki í ráðuneyti sitt. Hvorki Donald Trump né Joe Biden hafa þó gert það. Biden hélt engu að síður Christopher Wray sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Wray er repúblikani. Harris nefndi ekki neinn ákveðinn repúblikana sem hún gæti séð fyrir sér í ríkisstjórn sinni. In an exclusive interview with CNN's Dana Bash, Democratic presidential nominee Kamala Harris said she would be open to putting a Republican in her cabinet. The full interview will air at 9 p.m. ET Thursday on CNN's "The First Interview: Harris & Walz, A CNN Exclusive."… pic.twitter.com/9nRzSA7RYb— CNN Politics (@CNNPolitics) August 29, 2024 „Næsta spurning, takk“ Spyrill CNN spurði Harris út í ummæli Trump um kynþátt hennar. Faðir Harris var svartur en móður hennar indversk. Trump hefur logið því að Harris hafi aðeins nýlega byrjað að skilgreina sig sem svarta í pólitískum tilgangi. „Sama gamla, þreytta tuggan. Næsta spurning, takk,“ svaraði Harris. Litlu munar á Harris og Trump í skoðanakönnunum. Hún hefur mælst með meira fylgi á landsvísu en það hefur litla raunverulega þýðingu fyrir úrslit kosninganna. Þau ráðast af nokkrum lykilríkjum en þar hefur Trump haft yfirhöndina en verulega hefur dregið saman með þeim Harris eftir að hún tók við forsetaframboðinu af Joe Biden í sumar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Tengdar fréttir Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. 1. ágúst 2024 06:55 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, sátu fyrir svörum hjá CNN-sjónvarpsstöðinni. Brot úr viðtalinu hafa verið birt. Í viðtalinu hét Harris því að útnefna repúblikana í ráðuneyti sitt. Það endurspeglaði að hún væri opin fyrir ólíkum sjónarmiðum. „Ég tel að það sé mikilvægt að að hafa fólk við borðið sem hafa ólíkar skoðanir, ólíka reynslu, þegar sumar veigamestu ákvarðanirnar eru teknar. Og ég tel að það gagnaðist bandarískum almenningi að hafa repúblikana í ríkisstjórn minni,“ sagði Harris. Washington Post segir að það hafi lengi tíðkast að forsetar skipi fólk úr andstæðum flokki í ráðuneyti sitt. Hvorki Donald Trump né Joe Biden hafa þó gert það. Biden hélt engu að síður Christopher Wray sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Wray er repúblikani. Harris nefndi ekki neinn ákveðinn repúblikana sem hún gæti séð fyrir sér í ríkisstjórn sinni. In an exclusive interview with CNN's Dana Bash, Democratic presidential nominee Kamala Harris said she would be open to putting a Republican in her cabinet. The full interview will air at 9 p.m. ET Thursday on CNN's "The First Interview: Harris & Walz, A CNN Exclusive."… pic.twitter.com/9nRzSA7RYb— CNN Politics (@CNNPolitics) August 29, 2024 „Næsta spurning, takk“ Spyrill CNN spurði Harris út í ummæli Trump um kynþátt hennar. Faðir Harris var svartur en móður hennar indversk. Trump hefur logið því að Harris hafi aðeins nýlega byrjað að skilgreina sig sem svarta í pólitískum tilgangi. „Sama gamla, þreytta tuggan. Næsta spurning, takk,“ svaraði Harris. Litlu munar á Harris og Trump í skoðanakönnunum. Hún hefur mælst með meira fylgi á landsvísu en það hefur litla raunverulega þýðingu fyrir úrslit kosninganna. Þau ráðast af nokkrum lykilríkjum en þar hefur Trump haft yfirhöndina en verulega hefur dregið saman með þeim Harris eftir að hún tók við forsetaframboðinu af Joe Biden í sumar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Tengdar fréttir Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. 1. ágúst 2024 06:55 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Sjá meira
Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. 1. ágúst 2024 06:55