Fáheyrð umræða komin á yfirborðið Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 16:03 Það er ekki að ástæðulausu að ég fagna því nær undantekningarlaust í hvert skipti sem við ræðum menntamál á Alþingi. Því við gerum það of sjaldan. Það er raunar mín skoðun að of lítið hefur verið um skoðanaskipti um stöðu skólakerfisins meðal stjórnmálamanna á undanförnum árum. Að marka stefnuna hefur verið eftirlátið öðrum en þeim sem setja lögin og samþykkja fjármögnun skólakerfisins og þar af leiðandi veigra stjórnmálamenn sér við því að taka ábyrgð á stöðunni eins og hún blasir við í dag. Í sumar hefur hávær umræða loksins komist upp á yfirborðið um stöðu menntamála hérlendis. Því fagna ég henni ákaft og vona að henni ljúki ekki þó haustið hafi hraustlega bankað á dyr, hið minnsta mun ég hér eftir sem hingað til vekja athygli á ýmsum atriðum sem betur má fara í skólakerfinu okkar. Þá hefur menntamálaráðherra kynnt stórar lagabreytingar í samráðsgátt og vænti ég þess að á þinginu verði miklar umræður um málið. En mörgu er enn ósvarað í þeim áætlunum. Hver er stefnan? Þær breytingar sem farið hefur verið í og kynntar eru til leiks nú bera því miður ekki með sér að í brennidepli séu aukin gæði menntunar. Gæði skóla og gæði kennara eru mikilvægustu þættirnir í umbótum á skólakerfinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð haft skýra sýn á menntakerfið. Það er samkvæmt stefnu okkar eitt mikilvægasta tólið til að tryggja öllum jöfn tækifæri. Skólinn á að vera öruggur fyrir öll börn, til að blómstra á eigin forsendum. Það má vera samkeppni, samanburður og einna helst ætti að tryggja valfrelsi foreldra um skóla með betri hætti en nú er gert. Skólinn er jú fyrst og fremst fyrir börnin og frumforsenda á úrbótum á skólakerfinu er meiri metnaður í að auka gæði menntunar, t.a.m. með afnámi ríkiseinokunar á útgáfu námsgagna og beturumbætur á menntun kennara. Til að ala upp barn þarf heilt þorp til Ef fram heldur sem horfir verður aðkoma foreldra að menntun barna sinna nær engin, þá bita fyrir bita minnkar þorpið utan um barnið. Til að nefna dæmi eru einkunnaspjöld barna orðin það flókin að heyrst hefur að foreldrar skilji jafnvel ekki hvað þar stendur og geta því ekki áttað sig á því hver staða barns síns er. Nú er stefnan sú að innleiða matsferil, sem örðugt virðist hafa verið fyrir menntayfirvöld að útskýra hvernig nákvæmlega eigi að virka, og með því hefur á fyrstu skrefum þess skapast verulegar efasemdir um nýja verkfærið. Foreldrar veita mikilvægt aðhald í skólakerfinu, en ef við flækjum kerfið um of missum við tengsl heimilis og skóla. Líkt og tími er til kominn að stjórnmálamenn ræði af fullri alvöru um menntamál þá þarf að valdefla foreldra svo heyrist megi í rödd þeirra í umræðunni svo bæta megi aðkomu þeirra að menntun barna sinna. Tími aðgerða Eitt ár í lífi barns er langur tími. Því fleiri börn sem útskrifast úr grunnskólum landsins með litla sem enga lestrarfærni því stærri verður vandinn þegar þau fara lengra inn í lífið. Tækifæri glatast og samfélagið missir af hæfileikum hvers og eins einstaklings. Þekkt er slæm staða drengja innan skólakerfisins en einnig berast okkur fregnir af skekkju meðal nemenda höfuðborgarsvæðisins og nemenda á landsbyggðinni, það er óásættanlegt að ekkert sé aðhafst í þeim efnum. Við bregðumst börnunum og framtíðarkynslóðum ef ekki er gripið til alvöru umbóta, ábyrgðin er mikil og tími aðgerða er löngu kominn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skóla- og menntamál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu að ég fagna því nær undantekningarlaust í hvert skipti sem við ræðum menntamál á Alþingi. Því við gerum það of sjaldan. Það er raunar mín skoðun að of lítið hefur verið um skoðanaskipti um stöðu skólakerfisins meðal stjórnmálamanna á undanförnum árum. Að marka stefnuna hefur verið eftirlátið öðrum en þeim sem setja lögin og samþykkja fjármögnun skólakerfisins og þar af leiðandi veigra stjórnmálamenn sér við því að taka ábyrgð á stöðunni eins og hún blasir við í dag. Í sumar hefur hávær umræða loksins komist upp á yfirborðið um stöðu menntamála hérlendis. Því fagna ég henni ákaft og vona að henni ljúki ekki þó haustið hafi hraustlega bankað á dyr, hið minnsta mun ég hér eftir sem hingað til vekja athygli á ýmsum atriðum sem betur má fara í skólakerfinu okkar. Þá hefur menntamálaráðherra kynnt stórar lagabreytingar í samráðsgátt og vænti ég þess að á þinginu verði miklar umræður um málið. En mörgu er enn ósvarað í þeim áætlunum. Hver er stefnan? Þær breytingar sem farið hefur verið í og kynntar eru til leiks nú bera því miður ekki með sér að í brennidepli séu aukin gæði menntunar. Gæði skóla og gæði kennara eru mikilvægustu þættirnir í umbótum á skólakerfinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð haft skýra sýn á menntakerfið. Það er samkvæmt stefnu okkar eitt mikilvægasta tólið til að tryggja öllum jöfn tækifæri. Skólinn á að vera öruggur fyrir öll börn, til að blómstra á eigin forsendum. Það má vera samkeppni, samanburður og einna helst ætti að tryggja valfrelsi foreldra um skóla með betri hætti en nú er gert. Skólinn er jú fyrst og fremst fyrir börnin og frumforsenda á úrbótum á skólakerfinu er meiri metnaður í að auka gæði menntunar, t.a.m. með afnámi ríkiseinokunar á útgáfu námsgagna og beturumbætur á menntun kennara. Til að ala upp barn þarf heilt þorp til Ef fram heldur sem horfir verður aðkoma foreldra að menntun barna sinna nær engin, þá bita fyrir bita minnkar þorpið utan um barnið. Til að nefna dæmi eru einkunnaspjöld barna orðin það flókin að heyrst hefur að foreldrar skilji jafnvel ekki hvað þar stendur og geta því ekki áttað sig á því hver staða barns síns er. Nú er stefnan sú að innleiða matsferil, sem örðugt virðist hafa verið fyrir menntayfirvöld að útskýra hvernig nákvæmlega eigi að virka, og með því hefur á fyrstu skrefum þess skapast verulegar efasemdir um nýja verkfærið. Foreldrar veita mikilvægt aðhald í skólakerfinu, en ef við flækjum kerfið um of missum við tengsl heimilis og skóla. Líkt og tími er til kominn að stjórnmálamenn ræði af fullri alvöru um menntamál þá þarf að valdefla foreldra svo heyrist megi í rödd þeirra í umræðunni svo bæta megi aðkomu þeirra að menntun barna sinna. Tími aðgerða Eitt ár í lífi barns er langur tími. Því fleiri börn sem útskrifast úr grunnskólum landsins með litla sem enga lestrarfærni því stærri verður vandinn þegar þau fara lengra inn í lífið. Tækifæri glatast og samfélagið missir af hæfileikum hvers og eins einstaklings. Þekkt er slæm staða drengja innan skólakerfisins en einnig berast okkur fregnir af skekkju meðal nemenda höfuðborgarsvæðisins og nemenda á landsbyggðinni, það er óásættanlegt að ekkert sé aðhafst í þeim efnum. Við bregðumst börnunum og framtíðarkynslóðum ef ekki er gripið til alvöru umbóta, ábyrgðin er mikil og tími aðgerða er löngu kominn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun