Taka höndum saman gegn hnífaburði: „Þú ert aumingi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. september 2024 13:18 Sindri Geir, Aron Kristinn og Villi Neto eru á meðal þeirra sem senda ungmennum sem kjósa að bera hnífa skýr skilaboð. vísir Skýr skilaboð berast frá samfélagsmiðlastjörnum þessa dagana vegna fréttaflutnings og umræðu um aukinn hnífaburð ungmenna og þess skaða sem hann veldur: þeir sem bera hnífa úti á lífinu eru aumingjar og eiga sér engar málsbætur. Fjallað hefur verið um fjöldamörg dæmi hnífaburðar ungmenna síðustu daga. 17 ára stúlka sem stungin var með hnífi í miðborginni lét lífið fyrir helgi. Um helgina voru tveir stungnir í gistiskýlinu Granda og lögregla greindi frá því í morgun að hnífi hafi verið beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Forsætisráðherra kallar eftir auknum sýnileika lögreglu. Afbrotafræðingur segir útköllum vegna vopnaburðar ungmenna hafa fjölgað verulega en flest segjast ungmennin ganga með hníf til að verja sig. Klippa: Taka höndum saman gegn hnífaburði „Slepptu því“ Á samfélagsmiðlum er nú mikið rætt um hnífaburð og margir þjóðþekktir einstaklingar sem hafa tekið höndum saman gegn þessu samfélagsmeini. Tiktok-myndband tónlistarmannsins Arons Kristins Jónassonar, þar sem hann ræðir stunguárásina við Skúlagötu, hefur til að mynda fengið um 120 þúsund áhorf. „Ef þú ert lítill strákur og ert eitthvað „hmm ætti ég að taka hnífinn með mér“, gaur, slepptu því. Það er enginn að fara að stinga neinn, þú ert ekki að fara að stinga neinn. Ef þú ert með hníf á þér þá ættirðu að skammast þín. Þú ert aumingi, Guð blessi þig.“ @aronkristinn47 hræðilegt ástand #fyrirþig #íslenskt ♬ original sound - aron kristinn Villi Neto skemmtikraftur tekur í sama streng. „Þetta er bara ömurlegt, þetta er ógeðslegt. Ekki vera að taka hníf með ykkur.“ @villineto #stitch með @aron kristinn ♬ original sound - Villineto Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri er vinsæll á samfélagsmiðlinum TikTok. Hann lætur málið sig varða. „Sumt sem við gerum er hægt að taka aftur, en ef við tökum líf, þá er ekki hægt að taka það aftur,“ segir Sindri Geir. „Mér er alveg sama hvaða rök þú heldur að þú hafir fyrir því að taka hníf eitthvert. Það er bara kjaftæði, svo skildu hann eftir heima. Hentu honum, eyðileggðu hann og ekki leyfa vinum þínum að komast upp með að mæta vopnaðir eitthvert.“ @serasindri Sumt er ekki hægt að taka aftur. Guð blessi fjölskyldu hennar. ♬ original sound - Séra Sindri Geir Sævar Breki Einarsson meðlimur poppsveitarinnar Nussun hefur sambærileg skilaboð. „Ekki taka ákvörðun sem getur eyðilagt bæði líf þitt og annarra.“ @saevarbreki Ekki taka ákvörðun sem eyðileggur líf #fyrirþig #fyp #foryou ♬ original sound - Sævar Breki Jón Már Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður veltir fyrir sér ástæðum þess að ungt fólk beri hnífa almennt. „Er þetta accessory eins og gullkeðja eða úr? Er þetta eitthvað sem er töff að vera með? Því ég á erfitt með að trúa því að heil kynslóð sé komin á þann stað að öll átök séu upp á líf og dauða, ég á líka erfitt með að trúa því að fólk upplifi sig í það mikilli hættu við að fara niður í bæ, að það vopnist.“ „Við þurfum að standa saman gegn þessu. Ekki vera með hníf, ekki umgangast fólk sem er með hníf. Tökum skýra og sterka afstöðu: enga hnífa í kringum mig, út með þig.“ @marsupli #islensktiktok #islenskt #engahnífa ♬ original sound - Jón Már 🇮🇸 „Ekki vera aumingi með hníf,“ eru sömuleiðis skilaboðin á mynd sem gengið hefur um samfélagsmiðla. Þið vitið hverjir þið eruð pic.twitter.com/voKH72u8Nc— * Ronni TÜRBO Gonni * (@ronniturbogonni) August 25, 2024 Lögreglumál Samfélagsmiðlar Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Hnífi beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima Lögreglan var með mikinn viðbúnað í gær og í nótt vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ. Hnífi var beitt í líkamsárás á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið slapp við áverka. Gerandi er þó enn ófundinn og hefur lögregla ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. 1. september 2024 08:16 Tveir stungnir í gistiskýlinu Granda Tveir urðu fyrir stunguárás í gistiskýlinu á Granda í dag. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar hinna stungnu var sendur á slysadeild til aðhlynningar. Stuttu síðar var grunaður árásarmaður handtekinn skammt frá vettvangi þar sem hann hafði falið sig undir bifreið. 31. ágúst 2024 17:49 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Fjallað hefur verið um fjöldamörg dæmi hnífaburðar ungmenna síðustu daga. 17 ára stúlka sem stungin var með hnífi í miðborginni lét lífið fyrir helgi. Um helgina voru tveir stungnir í gistiskýlinu Granda og lögregla greindi frá því í morgun að hnífi hafi verið beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Forsætisráðherra kallar eftir auknum sýnileika lögreglu. Afbrotafræðingur segir útköllum vegna vopnaburðar ungmenna hafa fjölgað verulega en flest segjast ungmennin ganga með hníf til að verja sig. Klippa: Taka höndum saman gegn hnífaburði „Slepptu því“ Á samfélagsmiðlum er nú mikið rætt um hnífaburð og margir þjóðþekktir einstaklingar sem hafa tekið höndum saman gegn þessu samfélagsmeini. Tiktok-myndband tónlistarmannsins Arons Kristins Jónassonar, þar sem hann ræðir stunguárásina við Skúlagötu, hefur til að mynda fengið um 120 þúsund áhorf. „Ef þú ert lítill strákur og ert eitthvað „hmm ætti ég að taka hnífinn með mér“, gaur, slepptu því. Það er enginn að fara að stinga neinn, þú ert ekki að fara að stinga neinn. Ef þú ert með hníf á þér þá ættirðu að skammast þín. Þú ert aumingi, Guð blessi þig.“ @aronkristinn47 hræðilegt ástand #fyrirþig #íslenskt ♬ original sound - aron kristinn Villi Neto skemmtikraftur tekur í sama streng. „Þetta er bara ömurlegt, þetta er ógeðslegt. Ekki vera að taka hníf með ykkur.“ @villineto #stitch með @aron kristinn ♬ original sound - Villineto Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri er vinsæll á samfélagsmiðlinum TikTok. Hann lætur málið sig varða. „Sumt sem við gerum er hægt að taka aftur, en ef við tökum líf, þá er ekki hægt að taka það aftur,“ segir Sindri Geir. „Mér er alveg sama hvaða rök þú heldur að þú hafir fyrir því að taka hníf eitthvert. Það er bara kjaftæði, svo skildu hann eftir heima. Hentu honum, eyðileggðu hann og ekki leyfa vinum þínum að komast upp með að mæta vopnaðir eitthvert.“ @serasindri Sumt er ekki hægt að taka aftur. Guð blessi fjölskyldu hennar. ♬ original sound - Séra Sindri Geir Sævar Breki Einarsson meðlimur poppsveitarinnar Nussun hefur sambærileg skilaboð. „Ekki taka ákvörðun sem getur eyðilagt bæði líf þitt og annarra.“ @saevarbreki Ekki taka ákvörðun sem eyðileggur líf #fyrirþig #fyp #foryou ♬ original sound - Sævar Breki Jón Már Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður veltir fyrir sér ástæðum þess að ungt fólk beri hnífa almennt. „Er þetta accessory eins og gullkeðja eða úr? Er þetta eitthvað sem er töff að vera með? Því ég á erfitt með að trúa því að heil kynslóð sé komin á þann stað að öll átök séu upp á líf og dauða, ég á líka erfitt með að trúa því að fólk upplifi sig í það mikilli hættu við að fara niður í bæ, að það vopnist.“ „Við þurfum að standa saman gegn þessu. Ekki vera með hníf, ekki umgangast fólk sem er með hníf. Tökum skýra og sterka afstöðu: enga hnífa í kringum mig, út með þig.“ @marsupli #islensktiktok #islenskt #engahnífa ♬ original sound - Jón Már 🇮🇸 „Ekki vera aumingi með hníf,“ eru sömuleiðis skilaboðin á mynd sem gengið hefur um samfélagsmiðla. Þið vitið hverjir þið eruð pic.twitter.com/voKH72u8Nc— * Ronni TÜRBO Gonni * (@ronniturbogonni) August 25, 2024
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Hnífi beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima Lögreglan var með mikinn viðbúnað í gær og í nótt vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ. Hnífi var beitt í líkamsárás á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið slapp við áverka. Gerandi er þó enn ófundinn og hefur lögregla ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. 1. september 2024 08:16 Tveir stungnir í gistiskýlinu Granda Tveir urðu fyrir stunguárás í gistiskýlinu á Granda í dag. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar hinna stungnu var sendur á slysadeild til aðhlynningar. Stuttu síðar var grunaður árásarmaður handtekinn skammt frá vettvangi þar sem hann hafði falið sig undir bifreið. 31. ágúst 2024 17:49 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Hnífi beitt á bæjarhátíðinni Í túninu heima Lögreglan var með mikinn viðbúnað í gær og í nótt vegna bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ. Hnífi var beitt í líkamsárás á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið slapp við áverka. Gerandi er þó enn ófundinn og hefur lögregla ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. 1. september 2024 08:16
Tveir stungnir í gistiskýlinu Granda Tveir urðu fyrir stunguárás í gistiskýlinu á Granda í dag. Hvorugur hlaut alvarlega áverka en annar hinna stungnu var sendur á slysadeild til aðhlynningar. Stuttu síðar var grunaður árásarmaður handtekinn skammt frá vettvangi þar sem hann hafði falið sig undir bifreið. 31. ágúst 2024 17:49