„Það verður ný og skrýtin tilfinning“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. september 2024 09:02 Þórir Guðmundur Þorbjarnarson lék síðast með KR veturinn 2021-22. Nú snýr hann aftur sem elsti Íslendingurinn í liðinu. VÍSIR/BÁRA KR hefur borist mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök í Bónusdeild karla í körfubolta. Landsliðsmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er kominn heim í Vesturbæ. Þórir er uppalinn í KR og vann með liðinu þrjá Íslandsmeistaratitla á árunum 2015 til 2017. Hann var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar síðasta árið. Eftir dvöl í háskólabolta vestanhafs og tvö tímabil í Evrópu sneri hann heim á klakann til að leika með Tindastóli síðasta vetur en í sumar hefur legið í loftinu að hann snúi heim. „Þetta er svona týpískt sumar þar sem maður veltir fyrir sér hvað maður ætli að gera. Það er ekkert launungarmál að ég er mikill KR-ingur og það var alltaf mjög líklegt að ég endaði í Vesturbænum. Ég er mjög ánægður með þá ákvörðun og bara spenntur,“ segir Þórir en viðtalið vði hann má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst mikill KR-ingur“ Þórir naut sín vel fyrir norðan og kveður með söknuði. „Það var gert allt í góðu og ég óska þeim [Sauðkrækingum] alls hins besta. En ég er náttúrulega fyrst og fremst mikill KR-ingur og ólst upp hérna hinu megin við götuna, og hef alltaf verið hér að spila körfubolta. Mér líður best hér, og hlakka til að koma og taka þátt í þessum mikla uppgangi sem er að eiga sér stað núna. Sterkt lið af uppöldum KR-ingum og Jakob með mjög skýra sýn á framhaldið. Ég get ekki beðið eftir að taka þátt í því og hjálpa til.“ KR vann 1. deild karla síðasta vetur og kemur upp í Bónusdeildina ásamt ÍR. Deildin hefur sjaldan verið eins sterk. „Það er mikið af sterkum liðum í deildinni og við ætlum að sjálfsögðu að vera með í þeirri baráttu, eins og stefnan er alltaf í KR. Alveg sama þó að við séum nýliðar í ár þá vitum við fyrir hvað við stöndum og ætlum að gera alvöru atlögu að þessu,“ segir Þórir. Elsti Íslendingurinn í liðinu Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, fagnar heimkomu landsliðsmannsins. „Að fá Þóri núna er risastórt fyrir okkur, og mikilvægt. Þórir hefur sýnt það, og sýndi í fyrra með Tindastóli, að hann er mjög fjölhæfur leikmaður. Einn af betri leikmönnum í deildinni. Þetta er klárlega stórt og mun hjálpa okkur mikið,“ segir Jakob. Þórir verður þá í heldur frábrugðnu hlutverki frá því hann var síðast hjá um skamma hríð árið 2021. „Ég er líklegast elsti Íslendingurinn í liðinu, eins og staðan er núna. Það verður ný og skrýtin tilfinning. En ég tek því ábyrgðarhlutverki og ætla að gera mitt besta til að ná sem bestum árangri með þessu liði.“ KR Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
Þórir er uppalinn í KR og vann með liðinu þrjá Íslandsmeistaratitla á árunum 2015 til 2017. Hann var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar síðasta árið. Eftir dvöl í háskólabolta vestanhafs og tvö tímabil í Evrópu sneri hann heim á klakann til að leika með Tindastóli síðasta vetur en í sumar hefur legið í loftinu að hann snúi heim. „Þetta er svona týpískt sumar þar sem maður veltir fyrir sér hvað maður ætli að gera. Það er ekkert launungarmál að ég er mikill KR-ingur og það var alltaf mjög líklegt að ég endaði í Vesturbænum. Ég er mjög ánægður með þá ákvörðun og bara spenntur,“ segir Þórir en viðtalið vði hann má sjá hér að neðan. „Fyrst og fremst mikill KR-ingur“ Þórir naut sín vel fyrir norðan og kveður með söknuði. „Það var gert allt í góðu og ég óska þeim [Sauðkrækingum] alls hins besta. En ég er náttúrulega fyrst og fremst mikill KR-ingur og ólst upp hérna hinu megin við götuna, og hef alltaf verið hér að spila körfubolta. Mér líður best hér, og hlakka til að koma og taka þátt í þessum mikla uppgangi sem er að eiga sér stað núna. Sterkt lið af uppöldum KR-ingum og Jakob með mjög skýra sýn á framhaldið. Ég get ekki beðið eftir að taka þátt í því og hjálpa til.“ KR vann 1. deild karla síðasta vetur og kemur upp í Bónusdeildina ásamt ÍR. Deildin hefur sjaldan verið eins sterk. „Það er mikið af sterkum liðum í deildinni og við ætlum að sjálfsögðu að vera með í þeirri baráttu, eins og stefnan er alltaf í KR. Alveg sama þó að við séum nýliðar í ár þá vitum við fyrir hvað við stöndum og ætlum að gera alvöru atlögu að þessu,“ segir Þórir. Elsti Íslendingurinn í liðinu Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, fagnar heimkomu landsliðsmannsins. „Að fá Þóri núna er risastórt fyrir okkur, og mikilvægt. Þórir hefur sýnt það, og sýndi í fyrra með Tindastóli, að hann er mjög fjölhæfur leikmaður. Einn af betri leikmönnum í deildinni. Þetta er klárlega stórt og mun hjálpa okkur mikið,“ segir Jakob. Þórir verður þá í heldur frábrugðnu hlutverki frá því hann var síðast hjá um skamma hríð árið 2021. „Ég er líklegast elsti Íslendingurinn í liðinu, eins og staðan er núna. Það verður ný og skrýtin tilfinning. En ég tek því ábyrgðarhlutverki og ætla að gera mitt besta til að ná sem bestum árangri með þessu liði.“
KR Subway-deild karla Körfubolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira