Vildarpunktarnir eru runnir út Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 2. september 2024 08:03 Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina og er eitt sem stendur upp úr að fundi loknum. Vildarpunktar forystu Sjálfstæðisflokksins eru runnir út. Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? Talað var um að opin umræða myndi eiga sér stað þar sem fundargestum gæfist færi á því að spyrja forystuna út í stöðu flokksins. Sú umræða hefur greinilega átt sér stað í lokuðu herbergi utan fundarins þar sem að eini maðurinn sem tók á móti spurningum var Óli Björn Kárason, fyrrverandi formaður þingflokksins. Það tengdist breytingartillögum vegna stjórnmálaályktunar. Ungir sjálfstæðismenn fengu ekki að taka til máls í pontu á fundinum en fengu þó klukkutíma pláss í beinni útsendingu á Youtube-rás flokksins. Sjálfur ætlaði ég að taka viðtal við sveitarstjórnarmenn um stöðu flokksins og hvaða breytingar þeir teldu að þyrfti að eiga sér stað til að endurheimta fylgi flokksins. Valhöll fékk sendar upplýsingar um umræðuefni og viðmælendur og ekki leið á löngu þar til að Valhöll hafði samband til baka og greindi frá því að að flokkurinn vildi ekki að staða flokksins yrði rædd út á við. Því þyrfti að taka fyrir annað umræðuefni. Þess í stað lagði starfsmaður Valhallar góðlátlega til að við myndum ræða fasteignamarkaðinn. Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem státar sig af því að hafa fært Íslendingum frjálst útvarp stundi ritskoðun á sínum eigin fjölmiðlavettvangi. Stórir flokkar með skýra hugsjón - eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem ég skráði mig í var - eiga ekki að óttast opinskáar umræður um hvað megi betur fara. Það var óþægileg spenna í loftinu þar sem að menn biðu örvæntingarfullir eftir því að sjá hver viðbrögð forystu flokksins yrðu við könnun Maskínu, þar sem að Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Formaður flokksins reyndi þó að bæta fyrir ábyrgðarleysið, sem borið hefur á undanfarin ár, með því að segja að staðan sé að mestu leyti honum sjálfum að kenna. Hann notaði einnig þá myndlíkingu að Sjálfstæðisflokkurinn væri eins og íþróttalið sem má ekki bara leggjast í jörðina og grenja, heldur verður hann að standa af sér strauminn og þétta raðirnar til að ná betri árangri. Ef líkja á Sjálfstæðisflokknum við íþróttalið þá myndu allir íþróttasérfræðingar landsins vera sammála mér í því að „liðið“ þarf hreinlega að skipta um þjálfara. Ef þjálfarinn er ekki tilbúinn að láta af störfum þá er eðlilegt fyrir aðdáendur að krefjast þess að hann skipti um leikplan eða að leikmönnum sé skipt út. Það þarf allavega mikið að gerast ef að liðið á að komast á verðlaunapall þegar að leiktíðinni er lokið. Ungir sjálfstæðismenn leigðu út skilti þar sem stóð „13,9% - Hvað er planið?“. Niðurstaða fundarins bendir til þess að planið sé að vonast eftir því að Bjarni verði vinsæll eða að syndakladdi flokksins þurrkist út þegar að Bjarni fer. Það er álíka bjartsýnt og að bíða eftir því að Sigmundur Davíð eldi hakkið sitt. Staðan er einfaldlega sú að vildarpunktarnir eru runnir út og við erum á leið í næsta flug. Ef eitthvað á að breytast fyrir kosningar þá þurfa sjálfstæðismenn að vera samstíga í því að hreinsa húsið þannig hægt sé að taka á móti nýjum gestum. Fyrsta skrefið við að leysa vandamál er að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandamálið sem er fyrir hendi. Við getum ekki lengur lifað í búbblu Valhallar. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn um helgina og er eitt sem stendur upp úr að fundi loknum. Vildarpunktar forystu Sjálfstæðisflokksins eru runnir út. Markmið fundarins var að ræða stöðu flokksins við forystuna. Ég spyr þá: Hvar átti sú umræða sér stað? Talað var um að opin umræða myndi eiga sér stað þar sem fundargestum gæfist færi á því að spyrja forystuna út í stöðu flokksins. Sú umræða hefur greinilega átt sér stað í lokuðu herbergi utan fundarins þar sem að eini maðurinn sem tók á móti spurningum var Óli Björn Kárason, fyrrverandi formaður þingflokksins. Það tengdist breytingartillögum vegna stjórnmálaályktunar. Ungir sjálfstæðismenn fengu ekki að taka til máls í pontu á fundinum en fengu þó klukkutíma pláss í beinni útsendingu á Youtube-rás flokksins. Sjálfur ætlaði ég að taka viðtal við sveitarstjórnarmenn um stöðu flokksins og hvaða breytingar þeir teldu að þyrfti að eiga sér stað til að endurheimta fylgi flokksins. Valhöll fékk sendar upplýsingar um umræðuefni og viðmælendur og ekki leið á löngu þar til að Valhöll hafði samband til baka og greindi frá því að að flokkurinn vildi ekki að staða flokksins yrði rædd út á við. Því þyrfti að taka fyrir annað umræðuefni. Þess í stað lagði starfsmaður Valhallar góðlátlega til að við myndum ræða fasteignamarkaðinn. Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem státar sig af því að hafa fært Íslendingum frjálst útvarp stundi ritskoðun á sínum eigin fjölmiðlavettvangi. Stórir flokkar með skýra hugsjón - eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem ég skráði mig í var - eiga ekki að óttast opinskáar umræður um hvað megi betur fara. Það var óþægileg spenna í loftinu þar sem að menn biðu örvæntingarfullir eftir því að sjá hver viðbrögð forystu flokksins yrðu við könnun Maskínu, þar sem að Miðflokkurinn mældist með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Formaður flokksins reyndi þó að bæta fyrir ábyrgðarleysið, sem borið hefur á undanfarin ár, með því að segja að staðan sé að mestu leyti honum sjálfum að kenna. Hann notaði einnig þá myndlíkingu að Sjálfstæðisflokkurinn væri eins og íþróttalið sem má ekki bara leggjast í jörðina og grenja, heldur verður hann að standa af sér strauminn og þétta raðirnar til að ná betri árangri. Ef líkja á Sjálfstæðisflokknum við íþróttalið þá myndu allir íþróttasérfræðingar landsins vera sammála mér í því að „liðið“ þarf hreinlega að skipta um þjálfara. Ef þjálfarinn er ekki tilbúinn að láta af störfum þá er eðlilegt fyrir aðdáendur að krefjast þess að hann skipti um leikplan eða að leikmönnum sé skipt út. Það þarf allavega mikið að gerast ef að liðið á að komast á verðlaunapall þegar að leiktíðinni er lokið. Ungir sjálfstæðismenn leigðu út skilti þar sem stóð „13,9% - Hvað er planið?“. Niðurstaða fundarins bendir til þess að planið sé að vonast eftir því að Bjarni verði vinsæll eða að syndakladdi flokksins þurrkist út þegar að Bjarni fer. Það er álíka bjartsýnt og að bíða eftir því að Sigmundur Davíð eldi hakkið sitt. Staðan er einfaldlega sú að vildarpunktarnir eru runnir út og við erum á leið í næsta flug. Ef eitthvað á að breytast fyrir kosningar þá þurfa sjálfstæðismenn að vera samstíga í því að hreinsa húsið þannig hægt sé að taka á móti nýjum gestum. Fyrsta skrefið við að leysa vandamál er að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandamálið sem er fyrir hendi. Við getum ekki lengur lifað í búbblu Valhallar. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun