Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. september 2024 11:45 Nemendur Verzlunarskóla Íslands mættu í bleiku í skólann í dag, uppáhaldslit Bryndísar Klöru sem lést á föstudag. Þeir vildu heiðra minningu hennar. Aðsend Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. Bryndís Klara var nemandi við Verslunarskóla Íslands og í blóma lífsins. Þjóðin er slegin vegna málsins og samnemendur Bryndísar og kennarar skólans eru eðli málsins samkvæmt í sárum. Kári Einarsson, forseti nemendafélags Verslunarskólans, segir að nemendurnir hafi viljað gera eitthvað fallegt í minningu Bryndísar Klöru. Úr Verzlunarskólanum fyrr í dag.Aðsend „Við sendum þau skilaboð út í Facebook hóp skólans og nemendafélagsins í gærkvöldi, eftir minningarathöfnina, og báðum alla um að mæta bleika í skólann í dag. Ástæðan fyrir því er sú að bestu vinkonur hennar mættu í bleiku í minningarathöfnina í gær, og sögðu að þetta hefði verið uppáhaldsliturinn hennar og að hún hefði elskað allt bleikt,“ segir Kári en á samtalinu mátti heyra og finna hversu mjög þetta skelfingarmál hefur fengið á hann. Nemendur skólans vildu heiðra Bryndísi Klöru og senda frá sér kærleiksrík skilaboð á þessum erfiðu tímum.Aðsend Og það var greinilegt á göngum skólans í dag að nemendurnir vilja heiðra minningu Bryndísar Klöru. „Já, ég er á þriðja ári og forseti nemendafélagsins og ég hef aldrei séð jafn marga í þema. Er það ekki bara lýsandi fyrir það hversu svakalega elskuð Bryndís Klara var? „Algjörlega, hundrað prósent.“ Kári segir að andrúmsloftið í skólanum sé eðlilega afar þungt. Allir séu í sárum. „Maður sér alveg á kennurunum, þeir eru líka foreldrar, þetta snertir alla. En það er bara svo gott að senda falleg skilaboð með þessu, taka höndum saman og bæta samfélagið okkar.“ Nemendur klæddust bleiku til minningar um Bryndísi Klöru.Aðsend Nú þurfi að auka fræðslu til muna Þegar Kári var spurður hvað hann og samnemendur hans myndu vilja sjá gerast í kjölfar þessara hræðilegu atburða stóð ekki á svörum. „Það þarf náttúrulega að auka fræðslu, númer eitt, tvö og þrjú. Við erum búin að sjá þetta í samfélaginu í nokkur ár að það sé eitthvað í gangi og að unglingar séu miklu meira hlynntir ofbeldi og finnist það miklu eðlilegra en nú þarf bara fræðslu, fræðslu á landsvísu.“ Kári vildi fá að vitna í orð foreldra Bryndísar. „Og segja bara: Við ætlum öll að gerast riddarar og gera kærleikann að eina vopninu,“ sagði Kári. Ofbeldi gegn börnum Framhaldsskólar Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Tengdar fréttir Stúlkan er látin Stúlkan sem var stungin með hnífi í miðborginni síðastliðið laugardagskvöld er látin. Hún lést af sárum sínum á Landspítalanum í gærkvöld. Hún hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára. 31. ágúst 2024 12:57 „Hún var hjartahlýjasta og saklausasta mannveran“ „Hún var hjartahlýjasta og saklausasta mannveran sem hefur stigið á þessari jörð. Hún var of góð, trúði engu slæmu upp á aðra og var ljósberi fyrir alla sem henni kynntust.” Þetta skrifar Birgir Karl Óskarsson, faðir hinnar sautján ára gömlu Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum síðastliðið föstudagskvöld eftir að hafa orðið fyrir stunguárás í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt. 1. september 2024 00:15 Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. 1. september 2024 20:03 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Bryndís Klara var nemandi við Verslunarskóla Íslands og í blóma lífsins. Þjóðin er slegin vegna málsins og samnemendur Bryndísar og kennarar skólans eru eðli málsins samkvæmt í sárum. Kári Einarsson, forseti nemendafélags Verslunarskólans, segir að nemendurnir hafi viljað gera eitthvað fallegt í minningu Bryndísar Klöru. Úr Verzlunarskólanum fyrr í dag.Aðsend „Við sendum þau skilaboð út í Facebook hóp skólans og nemendafélagsins í gærkvöldi, eftir minningarathöfnina, og báðum alla um að mæta bleika í skólann í dag. Ástæðan fyrir því er sú að bestu vinkonur hennar mættu í bleiku í minningarathöfnina í gær, og sögðu að þetta hefði verið uppáhaldsliturinn hennar og að hún hefði elskað allt bleikt,“ segir Kári en á samtalinu mátti heyra og finna hversu mjög þetta skelfingarmál hefur fengið á hann. Nemendur skólans vildu heiðra Bryndísi Klöru og senda frá sér kærleiksrík skilaboð á þessum erfiðu tímum.Aðsend Og það var greinilegt á göngum skólans í dag að nemendurnir vilja heiðra minningu Bryndísar Klöru. „Já, ég er á þriðja ári og forseti nemendafélagsins og ég hef aldrei séð jafn marga í þema. Er það ekki bara lýsandi fyrir það hversu svakalega elskuð Bryndís Klara var? „Algjörlega, hundrað prósent.“ Kári segir að andrúmsloftið í skólanum sé eðlilega afar þungt. Allir séu í sárum. „Maður sér alveg á kennurunum, þeir eru líka foreldrar, þetta snertir alla. En það er bara svo gott að senda falleg skilaboð með þessu, taka höndum saman og bæta samfélagið okkar.“ Nemendur klæddust bleiku til minningar um Bryndísi Klöru.Aðsend Nú þurfi að auka fræðslu til muna Þegar Kári var spurður hvað hann og samnemendur hans myndu vilja sjá gerast í kjölfar þessara hræðilegu atburða stóð ekki á svörum. „Það þarf náttúrulega að auka fræðslu, númer eitt, tvö og þrjú. Við erum búin að sjá þetta í samfélaginu í nokkur ár að það sé eitthvað í gangi og að unglingar séu miklu meira hlynntir ofbeldi og finnist það miklu eðlilegra en nú þarf bara fræðslu, fræðslu á landsvísu.“ Kári vildi fá að vitna í orð foreldra Bryndísar. „Og segja bara: Við ætlum öll að gerast riddarar og gera kærleikann að eina vopninu,“ sagði Kári.
Ofbeldi gegn börnum Framhaldsskólar Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Tengdar fréttir Stúlkan er látin Stúlkan sem var stungin með hnífi í miðborginni síðastliðið laugardagskvöld er látin. Hún lést af sárum sínum á Landspítalanum í gærkvöld. Hún hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára. 31. ágúst 2024 12:57 „Hún var hjartahlýjasta og saklausasta mannveran“ „Hún var hjartahlýjasta og saklausasta mannveran sem hefur stigið á þessari jörð. Hún var of góð, trúði engu slæmu upp á aðra og var ljósberi fyrir alla sem henni kynntust.” Þetta skrifar Birgir Karl Óskarsson, faðir hinnar sautján ára gömlu Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum síðastliðið föstudagskvöld eftir að hafa orðið fyrir stunguárás í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt. 1. september 2024 00:15 Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. 1. september 2024 20:03 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Stúlkan er látin Stúlkan sem var stungin með hnífi í miðborginni síðastliðið laugardagskvöld er látin. Hún lést af sárum sínum á Landspítalanum í gærkvöld. Hún hét Bryndís Klara Birgisdóttir og var 17 ára. 31. ágúst 2024 12:57
„Hún var hjartahlýjasta og saklausasta mannveran“ „Hún var hjartahlýjasta og saklausasta mannveran sem hefur stigið á þessari jörð. Hún var of góð, trúði engu slæmu upp á aðra og var ljósberi fyrir alla sem henni kynntust.” Þetta skrifar Birgir Karl Óskarsson, faðir hinnar sautján ára gömlu Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum síðastliðið föstudagskvöld eftir að hafa orðið fyrir stunguárás í miðborg Reykjavíkur á Menningarnótt. 1. september 2024 00:15
Leggja aukinn þunga í að rannsaka ásetning hins grunaða Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. 1. september 2024 20:03