Dyraverðir vilja fá að nota handjárn: „Það er orðið svo mikið ofbeldi niðri í bæ“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. september 2024 16:01 Bjarnar Þór Jónsson stendur fyrir undirskriftasöfnun sem fjallar um rétt dyravarða til að nota handjárn við störf sín. Facebook/Getty Dyraverðir kalla eftir því að fá heimild til að nota handjárn í þágu aukins öryggis. Dyravörður sem stendur fyrir undirskriftasöfnun þess efnis segir aukið ofbeldi í miðborginni kalla á breytingar á lögum sem heimili dyravörðum, með skilyrðum, að bera og beita handjárnum. Sjálfur hafi hann í tvígang lent í því á undanförnum mánuðum að ráðist var að honum með eggvopni. „Okkur dyravörðum finnst vera löngu kominn tími til þess að breyta lögum og að við megum nota annað hvort beisli eða handjárn, það er orðið svo mikið af ofbeldi niðri í bæ. Skilyrðin yrðu þá að þú þyrftir að fara á námsskeið hjá lögreglu og ef þú þyrftir að nota handjárnin þá yrðir þú að gefa skýrslu til lögreglu um af hverju þú þurftir að nota þau. Síðan eru allir dyraverðir sem eru með réttindi með dyravarðanúmer og þá yrðu handjárnin merkt á einstaklinginn,“ segir dyravörðurinn Bjarnar Þór Jónsson sem fer fyrir undirskriftasöfnuninni. Þegar þetta er skrifað hafa ríflega sextíu manns sett nafn sitt við undirskriftasöfnunina sem hleypt var af stokkunum í dag. Í 30. grein vopnalaga segir um handjárn að „öðrum en lögreglu er óheimilt að flytja til landsins, framleiða eða eignast handjárn og fótajárn úr málmi eða öðru efni. [Sama gildir um úðavopn, svo sem gasvopn og táragasvopn.]” Flestir dyraverðir í stunguvesti Bjarnar vill meina að öryggisumhverfið í Reykjavík hafi farið versnandi á undanförnum árum sem kalli á breytingar. „Borgin er náttúrlega orðin allt önnur en hún var hérna fyrir fimm, sex árum síðan. Það eru flest allir dyraverðir byrjaðir að ganga í hnífastunguvesti fyrir tveimur árum síðan. Það er ekki staðalbúnaður, en flest allir dyraverðir eru byrjaðir að ganga í því,“ segir Bjarnar, en sjálfur hefur hann starfað við dyravörslu í um átta ár og rekur öryggisfyrirtækið Luxury ehf. „Á seinasta hálfa ári var bæði reynt að stinga mig og ráðast á okkur með exi. Ég hef aldrei áður lent í því að einhver reyni að ráðast á mig með hníf eða exi. Við erum nokkrir dyraverðir niðri í bæ og okkur finnst að það sé löngu kominn tími á að þetta breytist,“ segir Bjarnar sem vill meina að það tíðkist erlendis að dyraverðir beri handjárn, meðal annars á Norðurlöndum. Segir sumum treystandi en öðrum ekki En handjárn eru auðvitað valdbeitingartæki, er sjálfsagt að aðrir en lögregla fái að beita slíku? „Mér finnst það já, en mér finnst líka að löggan eigi að hafa eftirlit með því. Hverjir eru að nota þetta og líka að þau þurfi að biðja um skýrslu hjá viðkomandi um af hverju við þurftum að nota þetta. Það er pottþétt hellingur af dyravörðum sem ætti alls ekki að hafa þetta, en síðan er líka hellingur af dyravörðum er alveg hundrað prósent treystandi að vera með þetta,“ svarar Bjarnar. Hann segir tilganginn með undirskriftasöfnuninni fyrst og fremst vera að kanna viðhorf almennings til þess að dyraverðir fái að nota handjárn, með það fyrir augum að afhenda listann til lögreglu eða Alþingis í framhaldinu. „Það eru alveg nokkrir búnir að skrifa undir en síðan hafa líka nokkrir komið með leiðindakomment. Sem er kannski alveg skiljanlegt,“ segir Bjarnar. Hann setur það í samhengi við að margir hafi haft uppi gagnrýni þegar umræða var uppi um hvort lögregla ætti að bera rafbyssur. Nú sé það engu að síður orðið að veruleika. Reykjavík Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Okkur dyravörðum finnst vera löngu kominn tími til þess að breyta lögum og að við megum nota annað hvort beisli eða handjárn, það er orðið svo mikið af ofbeldi niðri í bæ. Skilyrðin yrðu þá að þú þyrftir að fara á námsskeið hjá lögreglu og ef þú þyrftir að nota handjárnin þá yrðir þú að gefa skýrslu til lögreglu um af hverju þú þurftir að nota þau. Síðan eru allir dyraverðir sem eru með réttindi með dyravarðanúmer og þá yrðu handjárnin merkt á einstaklinginn,“ segir dyravörðurinn Bjarnar Þór Jónsson sem fer fyrir undirskriftasöfnuninni. Þegar þetta er skrifað hafa ríflega sextíu manns sett nafn sitt við undirskriftasöfnunina sem hleypt var af stokkunum í dag. Í 30. grein vopnalaga segir um handjárn að „öðrum en lögreglu er óheimilt að flytja til landsins, framleiða eða eignast handjárn og fótajárn úr málmi eða öðru efni. [Sama gildir um úðavopn, svo sem gasvopn og táragasvopn.]” Flestir dyraverðir í stunguvesti Bjarnar vill meina að öryggisumhverfið í Reykjavík hafi farið versnandi á undanförnum árum sem kalli á breytingar. „Borgin er náttúrlega orðin allt önnur en hún var hérna fyrir fimm, sex árum síðan. Það eru flest allir dyraverðir byrjaðir að ganga í hnífastunguvesti fyrir tveimur árum síðan. Það er ekki staðalbúnaður, en flest allir dyraverðir eru byrjaðir að ganga í því,“ segir Bjarnar, en sjálfur hefur hann starfað við dyravörslu í um átta ár og rekur öryggisfyrirtækið Luxury ehf. „Á seinasta hálfa ári var bæði reynt að stinga mig og ráðast á okkur með exi. Ég hef aldrei áður lent í því að einhver reyni að ráðast á mig með hníf eða exi. Við erum nokkrir dyraverðir niðri í bæ og okkur finnst að það sé löngu kominn tími á að þetta breytist,“ segir Bjarnar sem vill meina að það tíðkist erlendis að dyraverðir beri handjárn, meðal annars á Norðurlöndum. Segir sumum treystandi en öðrum ekki En handjárn eru auðvitað valdbeitingartæki, er sjálfsagt að aðrir en lögregla fái að beita slíku? „Mér finnst það já, en mér finnst líka að löggan eigi að hafa eftirlit með því. Hverjir eru að nota þetta og líka að þau þurfi að biðja um skýrslu hjá viðkomandi um af hverju við þurftum að nota þetta. Það er pottþétt hellingur af dyravörðum sem ætti alls ekki að hafa þetta, en síðan er líka hellingur af dyravörðum er alveg hundrað prósent treystandi að vera með þetta,“ svarar Bjarnar. Hann segir tilganginn með undirskriftasöfnuninni fyrst og fremst vera að kanna viðhorf almennings til þess að dyraverðir fái að nota handjárn, með það fyrir augum að afhenda listann til lögreglu eða Alþingis í framhaldinu. „Það eru alveg nokkrir búnir að skrifa undir en síðan hafa líka nokkrir komið með leiðindakomment. Sem er kannski alveg skiljanlegt,“ segir Bjarnar. Hann setur það í samhengi við að margir hafi haft uppi gagnrýni þegar umræða var uppi um hvort lögregla ætti að bera rafbyssur. Nú sé það engu að síður orðið að veruleika.
Reykjavík Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira