Bjóða Sindra hjartanlega velkominn í vottað hlaup Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 08:02 Sindri Karl Sigurjónsson getur hlaupið frítt í Hjartadagshlaupinu sem haldið er árlega. UMSB/Hjartadagshlaup Eftir að hafa slegið 24 ára gamalt aldursflokkamet hlauparans mikla Kára Steins Karlssonar, en ekki fengið það skráð, hefur hinn 15 ára gamli Sindri Karl Sigurjónsson verið boðinn sérstaklega velkominn í Hjartadagshlaupið í ár. Sindri kom langfyrstur í mark í flokki 15 ára og yngri í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í síðasta mánuði, á 35:49 mínútum. Það er 17 sekúndum betri tími en aldursflokkamet Kára Steins. Met Kára Steins stendur hins vegar enn vegna þess að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins var ekki vottað, heldur aðeins hálfmaraþonið og maraþonið. Deilur hafa verið á milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið, og langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, um kostnað við vottun hlaupsins. Samkvæmt þeim reglum sem langhlaupanefnd hefur sett þá kostar það 150 krónur fyrir hvern keppanda að fá hlaup vottað, og er ætlast til að hlaupahaldarar hafi þann kostnað inni í skráningargjaldi. Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, sagði í Bítinu í gærmorgun að þó að félagið hafi viljað fá vottun þá hafi þótt óeðlilegt að greiða 900.000 krónur fyrir það. Upphæðin er svo há vegna fjölda keppenda í hlaupinu. Gæti hlaupið frítt í Kópavogi En þó að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins hafi ekki verið vottað þá er enn tími til stefnu fyrir Sindra til að slá aldursflokkamet áður en hann verður of gamall. Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Hjartadagshlaupsins, segir til að mynda að í ljósi þess að hlaupið sé nú í fyrsta sinn vottað þá vilji aðstandendur þess bjóða Sindra velkominn í hlaupið. Hægt er að velja á milli 5 og 10 kílómetra hlaups. Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, hefur hlaupið í Hjartadagshlaupinu síðustu ár.@hjartadagshlaup Þar sem Sindri er 15 ára þarf hann ekki að greiða fyrir þátttöku því ókeypis er fyrir börn 15 ára og yngri. Hjartadagshlaupið fer fram 21. september og er ræsing á Kópavogsvelli, en um árlegt hlaup er að ræða sem er forvarnarhlaup Hjartaverndar. Á meðal þátttakenda síðustu ár hafa verið þeir Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, og hlaupameistarinn Arnar Pétursson. Nánar má lesa um Hjartadagshlaupið hér. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Sindri kom langfyrstur í mark í flokki 15 ára og yngri í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í síðasta mánuði, á 35:49 mínútum. Það er 17 sekúndum betri tími en aldursflokkamet Kára Steins. Met Kára Steins stendur hins vegar enn vegna þess að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins var ekki vottað, heldur aðeins hálfmaraþonið og maraþonið. Deilur hafa verið á milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið, og langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, um kostnað við vottun hlaupsins. Samkvæmt þeim reglum sem langhlaupanefnd hefur sett þá kostar það 150 krónur fyrir hvern keppanda að fá hlaup vottað, og er ætlast til að hlaupahaldarar hafi þann kostnað inni í skráningargjaldi. Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, sagði í Bítinu í gærmorgun að þó að félagið hafi viljað fá vottun þá hafi þótt óeðlilegt að greiða 900.000 krónur fyrir það. Upphæðin er svo há vegna fjölda keppenda í hlaupinu. Gæti hlaupið frítt í Kópavogi En þó að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins hafi ekki verið vottað þá er enn tími til stefnu fyrir Sindra til að slá aldursflokkamet áður en hann verður of gamall. Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Hjartadagshlaupsins, segir til að mynda að í ljósi þess að hlaupið sé nú í fyrsta sinn vottað þá vilji aðstandendur þess bjóða Sindra velkominn í hlaupið. Hægt er að velja á milli 5 og 10 kílómetra hlaups. Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, hefur hlaupið í Hjartadagshlaupinu síðustu ár.@hjartadagshlaup Þar sem Sindri er 15 ára þarf hann ekki að greiða fyrir þátttöku því ókeypis er fyrir börn 15 ára og yngri. Hjartadagshlaupið fer fram 21. september og er ræsing á Kópavogsvelli, en um árlegt hlaup er að ræða sem er forvarnarhlaup Hjartaverndar. Á meðal þátttakenda síðustu ár hafa verið þeir Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, og hlaupameistarinn Arnar Pétursson. Nánar má lesa um Hjartadagshlaupið hér.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti