Hvetur Íslendinga til að minnast Sarkic sem var í fríi með íslenskri konu Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 11:03 Matija Sarkic í síðasta landsleik sínum fyrir Svartfjallaland, þar sem hann var maður leiksins í tapi gegn Belgum. Getty/Alex Gottschalk Svartfellingar mæta Íslendingum á Laugardalsvelli á föstudaginn í sínum fyrsta leik eftir andlát markvarðar liðsins, Matija Sarkic, sem lést í júní 26 ára að aldri. Leikurinn á föstudag er í fyrstu umferð Þjóðadeildar karla í fótbolta og kom íslenska liðið saman til æfinga í Reykjavík í gær. Gestirnir frá Svartfjallalandi eru svo væntanlegir en þeir verða án Sarkic sem hafði verið besti maður liðsins í síðasta landsleik sem hann spilaði, 2-0 tapi gegn stórliði Belga 5. júní. Tíu dögum eftir þann leik lést Sarkic en hann var þá í sumarfríi með kærustu sinni Phoebe, gömlum liðsfélaga úr Aston Villa, Oscar Borg (fyrrverandi leikmanni Stjörnunnar og Hauka), og íslenskri kærustu Borgs, Þórhildi Björgvinsdóttur, í bænum Budva í Svartfjallalandi. Fjölskyldu hans var tjáð að hann hefði fengið skyndilega hjartabilun. Blaðamaðurinn Vladimir Novak skrifar grein um svartfellska liðið í Morgunblaðinu í dag og hvetur þar Knattspyrnusamband Íslands til þess að minnast Sarkic. „Á heimaleiknum gegn Wales næsta mánudag verður einnar mínútu þögn, eða einnar mínútu klapp, til heiðurs Matija Sarkic. Ég þekki ekki reglur UEFA um slíkt en það yrði fallega gert af Knattspyrnusambandi Íslands ef það hefði mínútu þögn til heiðurs Matija Sarkic á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið,“ skrifar Novak. Leikmenn Wolves og Chelsea heiðruðu minningu Matija Sarkic fyrir leik sinn í ensku úrvalsdeildinni á dögunum, en Sarkic var á sínum tíma leikmaður Wolves.Getty/Malcolm Couzens Sarkic var leikmaður Millwall á Englandi þegar hann lést, en hafði áður verið á mála hjá bæði Wolves og Aston Villa og farið víða um England sem lánsmaður. Hans var því víða minnst á leikvöngum á Englandi þegar leiktíðin þar hófst í ágúst. Jovetic enn stærsta stjarna liðsins Novak bendir á að nokkra leikmenn vanti í svartfellska hópinn vegna meiðsla og að óvissa ríki um miðvörðinn þekkta Stefan Savic, sem lengi lék í vörn Atlético Madrid, en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hann er nú orðinn leikmaður Trabzonspor í Tyrklandi. Stærsta stjarna Svartfjallalands sé hins vegar enn Stevan Jovetic, sem verður 35 ára í haust. Hann er án félags eftir að hafa síðast leikið með Olympiacos, en lék áður með liðum á borð við Fiorentina, Manchester City, Inter og Monaco. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Leikurinn á föstudag er í fyrstu umferð Þjóðadeildar karla í fótbolta og kom íslenska liðið saman til æfinga í Reykjavík í gær. Gestirnir frá Svartfjallalandi eru svo væntanlegir en þeir verða án Sarkic sem hafði verið besti maður liðsins í síðasta landsleik sem hann spilaði, 2-0 tapi gegn stórliði Belga 5. júní. Tíu dögum eftir þann leik lést Sarkic en hann var þá í sumarfríi með kærustu sinni Phoebe, gömlum liðsfélaga úr Aston Villa, Oscar Borg (fyrrverandi leikmanni Stjörnunnar og Hauka), og íslenskri kærustu Borgs, Þórhildi Björgvinsdóttur, í bænum Budva í Svartfjallalandi. Fjölskyldu hans var tjáð að hann hefði fengið skyndilega hjartabilun. Blaðamaðurinn Vladimir Novak skrifar grein um svartfellska liðið í Morgunblaðinu í dag og hvetur þar Knattspyrnusamband Íslands til þess að minnast Sarkic. „Á heimaleiknum gegn Wales næsta mánudag verður einnar mínútu þögn, eða einnar mínútu klapp, til heiðurs Matija Sarkic. Ég þekki ekki reglur UEFA um slíkt en það yrði fallega gert af Knattspyrnusambandi Íslands ef það hefði mínútu þögn til heiðurs Matija Sarkic á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið,“ skrifar Novak. Leikmenn Wolves og Chelsea heiðruðu minningu Matija Sarkic fyrir leik sinn í ensku úrvalsdeildinni á dögunum, en Sarkic var á sínum tíma leikmaður Wolves.Getty/Malcolm Couzens Sarkic var leikmaður Millwall á Englandi þegar hann lést, en hafði áður verið á mála hjá bæði Wolves og Aston Villa og farið víða um England sem lánsmaður. Hans var því víða minnst á leikvöngum á Englandi þegar leiktíðin þar hófst í ágúst. Jovetic enn stærsta stjarna liðsins Novak bendir á að nokkra leikmenn vanti í svartfellska hópinn vegna meiðsla og að óvissa ríki um miðvörðinn þekkta Stefan Savic, sem lengi lék í vörn Atlético Madrid, en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hann er nú orðinn leikmaður Trabzonspor í Tyrklandi. Stærsta stjarna Svartfjallalands sé hins vegar enn Stevan Jovetic, sem verður 35 ára í haust. Hann er án félags eftir að hafa síðast leikið með Olympiacos, en lék áður með liðum á borð við Fiorentina, Manchester City, Inter og Monaco.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira