„Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn“ Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 16:15 Viðar Örn Kjartansson er kominn í gang og það gæti reynst KA dýrmætt nú þegar styttist í bikarúrslitaleik. vísir/Diego Viðar Örn Kjartansson hefur verið að gera góða hluti með KA undanfarið og skorað fimm mörk í Bestu deildinni í fótbolta á rétt rúmum mánuði. Hann var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í vikunni. Viðar samdi nokkuð óvænt við KA í vor eftir langan og fjölbreyttan atvinnumannaferil, þá nýorðinn 34 ára gamall. Hann þurfti að bíða fram til 28. júní eftir fyrsta deildarleiknum í byrjunarliði KA en hefur nú náð átta byrjunarliðsleikjum, og er farinn að raða inn mörkum. Hann skoraði tvö lagleg mörk gegn Breiðabliki um helgina en KA varð þó að sætta sig við 3-2 tap, sitt fyrsta tap síðan í júní. Tapið þýðir að KA mun spila í neðri hluta Bestu deildarinnar þegar henni verður skipt upp síðar í þessum mánuði, en liðið á einnig fyrir höndum bikarúrslitaleik við Víkinga. „Stóra planið hjá KA sé bikarúrslitaleikurinn“ „Viðar er búinn að finna skotskóna, kominn í það stand þar sem Haddi [Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA] treystir honum til að spila leikina. Tvö mjög góð mörk [gegn Breiðabliki],“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Viðar Örn í stuði „KA er að fara að spila í neðri hlutanum, gegn lélegri liðunum í deildinni, og Viðar ætti því svo sannarlega að geta fundið mörkin sín í þessum síðustu sex leikjum sem eftir eru hjá KA, og í bikarúrslitaleiknum sem er handan við hornið. Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn,“ sagði Guðmundur og Atli Viðar Björnsson tók við boltanum: „Mér hefur fundist það aðeins undanfarið að stóra planið hjá KA sé bikarúrslitaleikurinn. Þetta snýst allt um að vera með liðið á sem bestum stað þá. Ég held að það sé ekki neitt annað að fara að gerast hjá KA næstu vikur en að vera klárir 21. september, þegar bikarúrslitaleikurinn fer fram. Þar á meðal að hafa þennan mann í sem bestu standi,“ sagði Atli Viðar. Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir „Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. 3. september 2024 10:03 Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02 Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Viðar samdi nokkuð óvænt við KA í vor eftir langan og fjölbreyttan atvinnumannaferil, þá nýorðinn 34 ára gamall. Hann þurfti að bíða fram til 28. júní eftir fyrsta deildarleiknum í byrjunarliði KA en hefur nú náð átta byrjunarliðsleikjum, og er farinn að raða inn mörkum. Hann skoraði tvö lagleg mörk gegn Breiðabliki um helgina en KA varð þó að sætta sig við 3-2 tap, sitt fyrsta tap síðan í júní. Tapið þýðir að KA mun spila í neðri hluta Bestu deildarinnar þegar henni verður skipt upp síðar í þessum mánuði, en liðið á einnig fyrir höndum bikarúrslitaleik við Víkinga. „Stóra planið hjá KA sé bikarúrslitaleikurinn“ „Viðar er búinn að finna skotskóna, kominn í það stand þar sem Haddi [Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA] treystir honum til að spila leikina. Tvö mjög góð mörk [gegn Breiðabliki],“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Viðar Örn í stuði „KA er að fara að spila í neðri hlutanum, gegn lélegri liðunum í deildinni, og Viðar ætti því svo sannarlega að geta fundið mörkin sín í þessum síðustu sex leikjum sem eftir eru hjá KA, og í bikarúrslitaleiknum sem er handan við hornið. Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn,“ sagði Guðmundur og Atli Viðar Björnsson tók við boltanum: „Mér hefur fundist það aðeins undanfarið að stóra planið hjá KA sé bikarúrslitaleikurinn. Þetta snýst allt um að vera með liðið á sem bestum stað þá. Ég held að það sé ekki neitt annað að fara að gerast hjá KA næstu vikur en að vera klárir 21. september, þegar bikarúrslitaleikurinn fer fram. Þar á meðal að hafa þennan mann í sem bestu standi,“ sagði Atli Viðar.
Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir „Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. 3. september 2024 10:03 Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02 Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
„Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni. 3. september 2024 10:03
Gummi fékk olnbogaskot og kýldi Bödda: „Mér er svo misboðið“ „Þarna gerðust hlutir sem við eigum ekki að sjá,“ segir Guðmundur Benediktsson um átök þeirra Guðmundar Kristjánssonar og Böðvars Böðvarssonar í Kaplakrika í gær. Báðir eiga svo sannarlega skilið leikbann að mati Stúkunnar. 2. september 2024 11:02
Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Tveir af þremur meðlimum síðasta þáttar Stúkunnar töldu að annar af aðstoðardómurum leiks KR og ÍA í Bestu deild karla hafi rænt Benóný Breka Andrésson marki. 2. september 2024 22:02
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki