Nota málmleitartæki á busaballi MR Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. september 2024 16:57 Um þúsund ungmenni verða á busaballinu, og eins og tíðkast hefur er nýnemum skólans gert að blása í áfengismæli áður en farið er inn á ballið. Vísir/Vilhelm Notast verður við málmleitartæki í öryggisgæslu á busaballi Menntaskólans í Reykjavík sem fer fram á fimmtudag. Rektor skólans segir viðbótina gerða til að ungmenni á ballinu upplifi sig örugg. Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor Menntaskólans í Reykjavík tilkynnti þetta á foreldrafundi nýnema í MR í gærkvöldi. Hún ræddi breytinguna í viðtali á Samstöðinni. Hún sagði fyrirtækið sem sér um öryggisgæslu á dansleikjum menntaskólans hafa lagt til að notast yrði við málmleitartæki á ballinu á fimmtudaginn og hvert ungmenni sem það sækir þurfi að ganga í gegn um slíkt tæki áður en komið er inn á ballið. Umrætt fyrirtæki er GO öryggi, en samkvæmt upplýsingum frá GO hefur tækið áður verið notað í öryggisgæslu. Forsvarsmaður fyrirtækisins staðfestir að notkun tækisins sé viðbragð við auknum vopnaburði ungmenna. Ekki gert til að vekja upp hræðslu Í samtali við fréttastofu segir Sólveig busaballið það stærsta sem haldið er á árinu og að um þúsund ungmenni komi til með að sækja það. Þar sem nemendur menntaskólans eru rétt rúmlega sjö hundruð verði drjúgur hluti gesta utan skóla. „Ungmennin eru að koma inn á ball til að geta skemmt sér fallega. Við þurfum að geta tryggt öryggi allra,“ segir Sólveig. Leitartækið sé notað vegna ráðlegginga sérfræðinga í öryggisgæslu. Hún ítrekar að málmleitartækinu sé ekki beitt til að vekja upp hræðslu hjá ungmennunum heldur öryggistilfinningu. Margir séu á leið á sitt fyrsta menntaskólaball og hún vonist til að breytingarnar veki upp samtal foreldra við börnin sín. Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Skóla- og menntamál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. 3. september 2024 15:01 Fundaði með ráðherrum vegna vopnaburðs ungmenna Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að setja aukinn kraft í aðgerðir og forvarnir til að sporna gegn aukinni ofbeldishegðun og vopnaburði barna sem vart hefur orðið við að undanförnu. Sigríður fundaði með ráðherrum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem kynntar voru tillögur að frekari aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. 3. september 2024 13:12 „Við þurfum að læra af öðrum þjóðum“ Hlynur Snorrason, formaður félags yfirlögregluþjóna, segir það ekki of seint að bregðast við ógnvænlegri þróun þar sem ungmenni beita vopnum í auknum mæli og að allt samfélagið þurfi að leggjast á eitt til að sporna gegn þessu. Mikilvægt sé að draga lærdóm frá öðrum þjóðum. 2. september 2024 22:03 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor Menntaskólans í Reykjavík tilkynnti þetta á foreldrafundi nýnema í MR í gærkvöldi. Hún ræddi breytinguna í viðtali á Samstöðinni. Hún sagði fyrirtækið sem sér um öryggisgæslu á dansleikjum menntaskólans hafa lagt til að notast yrði við málmleitartæki á ballinu á fimmtudaginn og hvert ungmenni sem það sækir þurfi að ganga í gegn um slíkt tæki áður en komið er inn á ballið. Umrætt fyrirtæki er GO öryggi, en samkvæmt upplýsingum frá GO hefur tækið áður verið notað í öryggisgæslu. Forsvarsmaður fyrirtækisins staðfestir að notkun tækisins sé viðbragð við auknum vopnaburði ungmenna. Ekki gert til að vekja upp hræðslu Í samtali við fréttastofu segir Sólveig busaballið það stærsta sem haldið er á árinu og að um þúsund ungmenni komi til með að sækja það. Þar sem nemendur menntaskólans eru rétt rúmlega sjö hundruð verði drjúgur hluti gesta utan skóla. „Ungmennin eru að koma inn á ball til að geta skemmt sér fallega. Við þurfum að geta tryggt öryggi allra,“ segir Sólveig. Leitartækið sé notað vegna ráðlegginga sérfræðinga í öryggisgæslu. Hún ítrekar að málmleitartækinu sé ekki beitt til að vekja upp hræðslu hjá ungmennunum heldur öryggistilfinningu. Margir séu á leið á sitt fyrsta menntaskólaball og hún vonist til að breytingarnar veki upp samtal foreldra við börnin sín.
Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Skóla- og menntamál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. 3. september 2024 15:01 Fundaði með ráðherrum vegna vopnaburðs ungmenna Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að setja aukinn kraft í aðgerðir og forvarnir til að sporna gegn aukinni ofbeldishegðun og vopnaburði barna sem vart hefur orðið við að undanförnu. Sigríður fundaði með ráðherrum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem kynntar voru tillögur að frekari aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. 3. september 2024 13:12 „Við þurfum að læra af öðrum þjóðum“ Hlynur Snorrason, formaður félags yfirlögregluþjóna, segir það ekki of seint að bregðast við ógnvænlegri þróun þar sem ungmenni beita vopnum í auknum mæli og að allt samfélagið þurfi að leggjast á eitt til að sporna gegn þessu. Mikilvægt sé að draga lærdóm frá öðrum þjóðum. 2. september 2024 22:03 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
„Ég ætla ekki að fara með þér niður í bæ ef þú ert með hníf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að skólasamfélag, heimilin og allt samfélagið komi að þjóðarátaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal ungmenna. Jafningjastuðningu sé einnig mikilvægur. Besta forvörnin fyrir ungmennin sé þó alltaf að ganga ekki með vopn á sér. Afleiðingarnar af því geti verið svo alvarlegar. 3. september 2024 15:01
Fundaði með ráðherrum vegna vopnaburðs ungmenna Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að setja aukinn kraft í aðgerðir og forvarnir til að sporna gegn aukinni ofbeldishegðun og vopnaburði barna sem vart hefur orðið við að undanförnu. Sigríður fundaði með ráðherrum ríkisstjórnarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem kynntar voru tillögur að frekari aðgerðum til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. 3. september 2024 13:12
„Við þurfum að læra af öðrum þjóðum“ Hlynur Snorrason, formaður félags yfirlögregluþjóna, segir það ekki of seint að bregðast við ógnvænlegri þróun þar sem ungmenni beita vopnum í auknum mæli og að allt samfélagið þurfi að leggjast á eitt til að sporna gegn þessu. Mikilvægt sé að draga lærdóm frá öðrum þjóðum. 2. september 2024 22:03