Slær Haaland við en trúði ekki símtalinu: „Mamma og pabbi fóru að hlæja“ Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 08:32 Sindre Walle Egeli í leik gegn Íslandi í lokakeppni EM U19-landsliða í fyrrasumar. Getty/Seb Daly Hinn 18 ára gamli Sindre Walle Egeli, sem líkt hefur verið við landa sinn Erling Haaland, er mættur í norska A-landsliðið í fótbolta þó að hann hafi átt erfitt með að trúa því til að byrja með. Walle Egeli, sem leikur með Nordsjælland í Danmörku, hefur vakið athygli með yngri landsliðum Noregs því þar hefur hann skorað samtals 32 mörk í 35 leikjum, eða 0,91 mark að meðaltali í leik. Það er enn meira en Haaland gerði en hann var með 0,65 mörk í leik, eða 30 mörk í 46 U-landsleikjum. Það að fá sæti í norska A-landsliðshópnum var samt ekki eitthvað sem Walle Egeli bjóst við strax: „Við sátum og borðuðum hjá afa og ömmu þegar ég fékk símtal frá Are [Hokstad] hjá norska sambandinu. Það var eiginlega algjört sjokk. Ég hélt fyrst að hann væri að grínast. Svo hringdi Ståle [Solbakken, landsliðsþjálfari] seinna og þá vissi ég að þetta væri raunverulegt,“ sagði Walle Egeli við NRK. „Það var alveg geggjað að vera valinn. Mamma og pabbi fóru að hlæja. Þetta var góð stund,“ bætti hann við. Erfitt að ná Haaland í A-landsliðinu Leikmaðurinn ungi gefur lítið fyrir samanburð við Haaland, sennilega mesta markaskorara heims í dag, en Haaland hefur til að mynda skorað 31 mark í 33 A-landsleikjum. En það er ekki slæmt að hafa slegið Haaland við í yngri landsliðunum, eða hvað? „Það er það ekki en þetta voru yngri landsliðin. Hann hefur nú staðið sig ágætlega með A-landsliðinu. Það verður erfitt fyrir mig að endurtaka það sem hann hefur gert með A-landsliðinu.“ View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Góður stuðningur frá Ödegaard og Solbakken Walle Egeli segir að sér hafi verið afar vel tekið þegar hann hitti nýju félaga sína í A-landsliðinu í fyrsta sinn, og að fyrirliðinn Martin Ödegaard hafi til að mynda stutt vel við hann, sem og þjálfarinn Ståle Solbakken. „Ég hitti Ståle í móttökunni á hótelinu og hann sá að ég var svolítið stressaður. Þá vildi hann bara tryggja að ég gæti sofið vel. Hann tók gott spjall með mér áður en ég fór á koddann. Það hjálpaði mikið,“ sagði Walle Egeli. Noregur mætir Kasakstan á föstudaginn þegar Þjóðadeildin hefst, og svo Austurríki þremur dögum síðar. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
Walle Egeli, sem leikur með Nordsjælland í Danmörku, hefur vakið athygli með yngri landsliðum Noregs því þar hefur hann skorað samtals 32 mörk í 35 leikjum, eða 0,91 mark að meðaltali í leik. Það er enn meira en Haaland gerði en hann var með 0,65 mörk í leik, eða 30 mörk í 46 U-landsleikjum. Það að fá sæti í norska A-landsliðshópnum var samt ekki eitthvað sem Walle Egeli bjóst við strax: „Við sátum og borðuðum hjá afa og ömmu þegar ég fékk símtal frá Are [Hokstad] hjá norska sambandinu. Það var eiginlega algjört sjokk. Ég hélt fyrst að hann væri að grínast. Svo hringdi Ståle [Solbakken, landsliðsþjálfari] seinna og þá vissi ég að þetta væri raunverulegt,“ sagði Walle Egeli við NRK. „Það var alveg geggjað að vera valinn. Mamma og pabbi fóru að hlæja. Þetta var góð stund,“ bætti hann við. Erfitt að ná Haaland í A-landsliðinu Leikmaðurinn ungi gefur lítið fyrir samanburð við Haaland, sennilega mesta markaskorara heims í dag, en Haaland hefur til að mynda skorað 31 mark í 33 A-landsleikjum. En það er ekki slæmt að hafa slegið Haaland við í yngri landsliðunum, eða hvað? „Það er það ekki en þetta voru yngri landsliðin. Hann hefur nú staðið sig ágætlega með A-landsliðinu. Það verður erfitt fyrir mig að endurtaka það sem hann hefur gert með A-landsliðinu.“ View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Góður stuðningur frá Ödegaard og Solbakken Walle Egeli segir að sér hafi verið afar vel tekið þegar hann hitti nýju félaga sína í A-landsliðinu í fyrsta sinn, og að fyrirliðinn Martin Ödegaard hafi til að mynda stutt vel við hann, sem og þjálfarinn Ståle Solbakken. „Ég hitti Ståle í móttökunni á hótelinu og hann sá að ég var svolítið stressaður. Þá vildi hann bara tryggja að ég gæti sofið vel. Hann tók gott spjall með mér áður en ég fór á koddann. Það hjálpaði mikið,“ sagði Walle Egeli. Noregur mætir Kasakstan á föstudaginn þegar Þjóðadeildin hefst, og svo Austurríki þremur dögum síðar.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira