Slær Haaland við en trúði ekki símtalinu: „Mamma og pabbi fóru að hlæja“ Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 08:32 Sindre Walle Egeli í leik gegn Íslandi í lokakeppni EM U19-landsliða í fyrrasumar. Getty/Seb Daly Hinn 18 ára gamli Sindre Walle Egeli, sem líkt hefur verið við landa sinn Erling Haaland, er mættur í norska A-landsliðið í fótbolta þó að hann hafi átt erfitt með að trúa því til að byrja með. Walle Egeli, sem leikur með Nordsjælland í Danmörku, hefur vakið athygli með yngri landsliðum Noregs því þar hefur hann skorað samtals 32 mörk í 35 leikjum, eða 0,91 mark að meðaltali í leik. Það er enn meira en Haaland gerði en hann var með 0,65 mörk í leik, eða 30 mörk í 46 U-landsleikjum. Það að fá sæti í norska A-landsliðshópnum var samt ekki eitthvað sem Walle Egeli bjóst við strax: „Við sátum og borðuðum hjá afa og ömmu þegar ég fékk símtal frá Are [Hokstad] hjá norska sambandinu. Það var eiginlega algjört sjokk. Ég hélt fyrst að hann væri að grínast. Svo hringdi Ståle [Solbakken, landsliðsþjálfari] seinna og þá vissi ég að þetta væri raunverulegt,“ sagði Walle Egeli við NRK. „Það var alveg geggjað að vera valinn. Mamma og pabbi fóru að hlæja. Þetta var góð stund,“ bætti hann við. Erfitt að ná Haaland í A-landsliðinu Leikmaðurinn ungi gefur lítið fyrir samanburð við Haaland, sennilega mesta markaskorara heims í dag, en Haaland hefur til að mynda skorað 31 mark í 33 A-landsleikjum. En það er ekki slæmt að hafa slegið Haaland við í yngri landsliðunum, eða hvað? „Það er það ekki en þetta voru yngri landsliðin. Hann hefur nú staðið sig ágætlega með A-landsliðinu. Það verður erfitt fyrir mig að endurtaka það sem hann hefur gert með A-landsliðinu.“ View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Góður stuðningur frá Ödegaard og Solbakken Walle Egeli segir að sér hafi verið afar vel tekið þegar hann hitti nýju félaga sína í A-landsliðinu í fyrsta sinn, og að fyrirliðinn Martin Ödegaard hafi til að mynda stutt vel við hann, sem og þjálfarinn Ståle Solbakken. „Ég hitti Ståle í móttökunni á hótelinu og hann sá að ég var svolítið stressaður. Þá vildi hann bara tryggja að ég gæti sofið vel. Hann tók gott spjall með mér áður en ég fór á koddann. Það hjálpaði mikið,“ sagði Walle Egeli. Noregur mætir Kasakstan á föstudaginn þegar Þjóðadeildin hefst, og svo Austurríki þremur dögum síðar. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Sjá meira
Walle Egeli, sem leikur með Nordsjælland í Danmörku, hefur vakið athygli með yngri landsliðum Noregs því þar hefur hann skorað samtals 32 mörk í 35 leikjum, eða 0,91 mark að meðaltali í leik. Það er enn meira en Haaland gerði en hann var með 0,65 mörk í leik, eða 30 mörk í 46 U-landsleikjum. Það að fá sæti í norska A-landsliðshópnum var samt ekki eitthvað sem Walle Egeli bjóst við strax: „Við sátum og borðuðum hjá afa og ömmu þegar ég fékk símtal frá Are [Hokstad] hjá norska sambandinu. Það var eiginlega algjört sjokk. Ég hélt fyrst að hann væri að grínast. Svo hringdi Ståle [Solbakken, landsliðsþjálfari] seinna og þá vissi ég að þetta væri raunverulegt,“ sagði Walle Egeli við NRK. „Það var alveg geggjað að vera valinn. Mamma og pabbi fóru að hlæja. Þetta var góð stund,“ bætti hann við. Erfitt að ná Haaland í A-landsliðinu Leikmaðurinn ungi gefur lítið fyrir samanburð við Haaland, sennilega mesta markaskorara heims í dag, en Haaland hefur til að mynda skorað 31 mark í 33 A-landsleikjum. En það er ekki slæmt að hafa slegið Haaland við í yngri landsliðunum, eða hvað? „Það er það ekki en þetta voru yngri landsliðin. Hann hefur nú staðið sig ágætlega með A-landsliðinu. Það verður erfitt fyrir mig að endurtaka það sem hann hefur gert með A-landsliðinu.“ View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Góður stuðningur frá Ödegaard og Solbakken Walle Egeli segir að sér hafi verið afar vel tekið þegar hann hitti nýju félaga sína í A-landsliðinu í fyrsta sinn, og að fyrirliðinn Martin Ödegaard hafi til að mynda stutt vel við hann, sem og þjálfarinn Ståle Solbakken. „Ég hitti Ståle í móttökunni á hótelinu og hann sá að ég var svolítið stressaður. Þá vildi hann bara tryggja að ég gæti sofið vel. Hann tók gott spjall með mér áður en ég fór á koddann. Það hjálpaði mikið,“ sagði Walle Egeli. Noregur mætir Kasakstan á föstudaginn þegar Þjóðadeildin hefst, og svo Austurríki þremur dögum síðar.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Sjá meira