Íshella heysteria sófasérfræðinga ríður ekki við einteyming Kristján Logason skrifar 4. september 2024 21:00 Það er furðulegt að ekki sé meira sagt að sjá hvern sófasérfræðinginn á fætur öðrum stíga fram og furða sig á ferðum í íshella að sumarlagi. Þannig skilur fjármálaráðherra ekkert í því að farið sé í ferðir í íshella á sama tíma og fjölskylda hans dælir þangað inn ferðamönnum. Magnús Tumi sérfræðingur fjölmiðla í öllu sem viðkemur Íslandi fullyrðir að íshellar séu hættulegir nema þegar háttsettir aðilar setja ofan í við hann og þá dregur hann í land með íshellinn í Langjökli þó allir sem keyrt hafi þangað upp viti að enginn akstur að íshelli er hættulegri en einmitt sá akstur. Ég vil reyndar meina að enginn íshellir sé hættulegri en aksturinn að þeim íshelli enda verða menn að keyra eftir GPS til þess eins að hverfa ekki í sprungu á leiðinni. Enginn íshellir er eins og því eru allar alhæfingar um íshella rangar. Sumir íshellar geta verið jafn öruggir að fara í að sumri jafnt sem vetri meðan aðrir eru hættulegir jafnt sumar sem vetur. Eðli íshella byggir á því hvar þeir eru í stálinu og ísnum og ástæða þess að ekki hefur að jafnaði verið farið í íshella að sumri er vegna þess að flestir íshellar eins og í Breiðamerkurjökli myndast á mörkum jarðvegs og íss við það að vatnsflaumur að sumri grefur út helli sem hægt er að fara í þegar frystir og vatnselgurinn sjatnar eða hverfur alveg. Til eru aðrir íshellar eins og í Kötlujökli sem eru annarar gerðar og myndast hærra í stálinu en í Breiðamerkurjökli. Vandamálið við slíkan íshelli er ekki vatsflaumurinn að sumri heldur bráðnunin sem á sér stað á jöklinum. Af þeim sökum getur svo farið að íshellir sem aðgengilegur er að vori og fram eftir sumri sé jafnvel horfin síðsumars vegna bráðnunar. Það þýðir ekki endilega að hellirinn sé hættulegur allt sumarið en setur þá kröfu á ferðaþjónustuaðila að fylgjast vel með. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem fara í slíka jökla að sumarlagi fylgjast vel með þróuninni og ef þeir telja að ekki sé öruggt að fara í slíka hella þá gera þeir það ekki, enda er það skelfilegt fyrir fyritæki ef eitthvað kemur fyrir og jafnvel endalok þess. Af þeim sökum einum er það kapp fyrirtækja að gæta sem fylgsta öryggis í hvívetna. Þannig var það með ísboga sem var til staðar í Kötlujökli og menn fóru ekki nálægt honum með viðskiptavini löngu áður en hann hrundi. Hann var þó ekki hættulegri en svo að töluvert eftir að ferðaþjónustuaðilar hættu að fara nælægt honum klifu ofurhugar bogan án þess að hann hrundi. Það breytti þó engu fyrir ferðaþjónustuaðila. Nú þegar fjölmiðlar fara offari í að reyna að spyrða jöklafyrirtæki við glæpsamleg athæfi reynir hver aðilinn á fætur öðrum að slá sér á brjósti og segja ekki ég, ekki ég um leið og þeir spíta því útúr sér að "heimamenn" myndu nú ekki gera svona, í þeirri vona að útlendingar að sunnun láti nú vera að koma með ferðamenn inn á svæði heimamanna sem þeir telja sig eiga skuldlaust. Félag fjallaleiðsögumanna er annað fyrirbæri sem nú reynir sitt ítrasta að ná loksins því markmiði sínu að fá einokun á útskrift jöklaleiðsögumanna um leið og þeir afneita sínum færustu mönnum. Slíkt væri óhæfa enda félagið ekki staðið sig vel í neinu nema í því að hygla forystumönnum þess og sumir kennarar þess aðilar sem ekki ættu að koma nálægt kennslu. Framtíðar kennsla í fjalla og jöklamennsku þarf að vera á höndum fleiri en eins aðila en þar þarf að setja staðla á pari við erlenda ISO staðla og gera kröfur um vottaða kennslu og kennara. Það er alger óhæfa að aðilar með vottað nám frá erlendum fjallaleiðsöguskólum skuli ekki fá viðurkenningu á sínu námi þó það sé margfalt meira en þeirra sjálflærðu sérfræðinga sem setja reglurnar í félagi fjallaleiðsögumanna. Öryggismál eru mikilvæg. Öryggismál þeirra sem fara í eða á jökul þurfa að vera á hreinu og fyrirtæki hafa áður svarað kalli yfirvalda á jákvæðan hátt eins og með Svínafellsjökul þar sem ekkert fyrirtæki fer lengur með fólk eftir beiðni yfirvalda þar um vegna hættu á því að hlíðin við jökulinn hrynji. Það er ekkert að því að yfirvöld setji fram kröfur um þjálfun og vottun þeirra sem stunda fjalla og jöklamennsku en meðan ekki er til ISO vottaður staðall þar um, er erfitt við að eiga og þar þurfa yfirvöld að horfa í eigin barm. Ferðaþjónustan hefur gert sitt besta sjálf í því að fara fram á lágmarkskröfur eins og Hard Ice1 fyrir þá sem fara á jökulinn og ökuleiðsögumenn margir hafa tekið það upp hjá sjálfum sér á eigin kostnað að sækja námskeið í Wilderness first responder og þurfa þar að auki að taka námskeið í skyndihjálp á fimm ára fresti. Þörf á banni eins og Ferðamálastjóri hefur nú ígrundað og fjölmiðlar virðast sækja í að kalla eftir er því ekki til staðar. Meta þarf hvert svæði fyrir sig rétt eins og meta þarf aðstæður hverju sinni enda breytingar á jöklum gríðalegar og töluvert meiri þetta sumarið en mig hefði órað fyrir. Engan gat órað fyrir því sem gerðist á Breiðarmerkurjökli og það er martröð hvers leiðsögumanns að lenda í aðstæðum þar sem slys verður. Það reyna allir sitt besta en slys gera oft ekki boð á undan sér. Bann er ekki besta leiðin. Ef svo væri væri öllum bannað að fara út fyrir málbik og ekki nokkur sála fengi að fara í Reynisfjöru enda hafa þar á undanförnum árum orðið fleiri dauðsföll en á nokkrum öðrum fjölförnum ferðamannastað. Þjálfun leiðsögumanna og fræðsla og svo endurþjálfun og ISO vottun er mun betur til þess fallin að bægja frá hættu en boð og bönn. Með þjálfun og vottun eiga þá líka leiðsögumenn auðveldara með að segja við þá sem þeir starfa fyrir að aðstæður séu of hættulegar og það verður erfiðara fyrir skrifstofuaðila að beita þrýstingi á leiðsögumenn að fara hvurnig sem viðrar og hverjar sem aðstæðurnar eru, nokkuð sem betur fer gerist æ sjaldnar nú en áður. Öryggi fræðsla og vottuð þjálfun er það sem þarf til framtíðar ekki boð og bönn. Höfundur er leiðsögumaður sem oft leggur leið sína inn í jökulinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Það er furðulegt að ekki sé meira sagt að sjá hvern sófasérfræðinginn á fætur öðrum stíga fram og furða sig á ferðum í íshella að sumarlagi. Þannig skilur fjármálaráðherra ekkert í því að farið sé í ferðir í íshella á sama tíma og fjölskylda hans dælir þangað inn ferðamönnum. Magnús Tumi sérfræðingur fjölmiðla í öllu sem viðkemur Íslandi fullyrðir að íshellar séu hættulegir nema þegar háttsettir aðilar setja ofan í við hann og þá dregur hann í land með íshellinn í Langjökli þó allir sem keyrt hafi þangað upp viti að enginn akstur að íshelli er hættulegri en einmitt sá akstur. Ég vil reyndar meina að enginn íshellir sé hættulegri en aksturinn að þeim íshelli enda verða menn að keyra eftir GPS til þess eins að hverfa ekki í sprungu á leiðinni. Enginn íshellir er eins og því eru allar alhæfingar um íshella rangar. Sumir íshellar geta verið jafn öruggir að fara í að sumri jafnt sem vetri meðan aðrir eru hættulegir jafnt sumar sem vetur. Eðli íshella byggir á því hvar þeir eru í stálinu og ísnum og ástæða þess að ekki hefur að jafnaði verið farið í íshella að sumri er vegna þess að flestir íshellar eins og í Breiðamerkurjökli myndast á mörkum jarðvegs og íss við það að vatnsflaumur að sumri grefur út helli sem hægt er að fara í þegar frystir og vatnselgurinn sjatnar eða hverfur alveg. Til eru aðrir íshellar eins og í Kötlujökli sem eru annarar gerðar og myndast hærra í stálinu en í Breiðamerkurjökli. Vandamálið við slíkan íshelli er ekki vatsflaumurinn að sumri heldur bráðnunin sem á sér stað á jöklinum. Af þeim sökum getur svo farið að íshellir sem aðgengilegur er að vori og fram eftir sumri sé jafnvel horfin síðsumars vegna bráðnunar. Það þýðir ekki endilega að hellirinn sé hættulegur allt sumarið en setur þá kröfu á ferðaþjónustuaðila að fylgjast vel með. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem fara í slíka jökla að sumarlagi fylgjast vel með þróuninni og ef þeir telja að ekki sé öruggt að fara í slíka hella þá gera þeir það ekki, enda er það skelfilegt fyrir fyritæki ef eitthvað kemur fyrir og jafnvel endalok þess. Af þeim sökum einum er það kapp fyrirtækja að gæta sem fylgsta öryggis í hvívetna. Þannig var það með ísboga sem var til staðar í Kötlujökli og menn fóru ekki nálægt honum með viðskiptavini löngu áður en hann hrundi. Hann var þó ekki hættulegri en svo að töluvert eftir að ferðaþjónustuaðilar hættu að fara nælægt honum klifu ofurhugar bogan án þess að hann hrundi. Það breytti þó engu fyrir ferðaþjónustuaðila. Nú þegar fjölmiðlar fara offari í að reyna að spyrða jöklafyrirtæki við glæpsamleg athæfi reynir hver aðilinn á fætur öðrum að slá sér á brjósti og segja ekki ég, ekki ég um leið og þeir spíta því útúr sér að "heimamenn" myndu nú ekki gera svona, í þeirri vona að útlendingar að sunnun láti nú vera að koma með ferðamenn inn á svæði heimamanna sem þeir telja sig eiga skuldlaust. Félag fjallaleiðsögumanna er annað fyrirbæri sem nú reynir sitt ítrasta að ná loksins því markmiði sínu að fá einokun á útskrift jöklaleiðsögumanna um leið og þeir afneita sínum færustu mönnum. Slíkt væri óhæfa enda félagið ekki staðið sig vel í neinu nema í því að hygla forystumönnum þess og sumir kennarar þess aðilar sem ekki ættu að koma nálægt kennslu. Framtíðar kennsla í fjalla og jöklamennsku þarf að vera á höndum fleiri en eins aðila en þar þarf að setja staðla á pari við erlenda ISO staðla og gera kröfur um vottaða kennslu og kennara. Það er alger óhæfa að aðilar með vottað nám frá erlendum fjallaleiðsöguskólum skuli ekki fá viðurkenningu á sínu námi þó það sé margfalt meira en þeirra sjálflærðu sérfræðinga sem setja reglurnar í félagi fjallaleiðsögumanna. Öryggismál eru mikilvæg. Öryggismál þeirra sem fara í eða á jökul þurfa að vera á hreinu og fyrirtæki hafa áður svarað kalli yfirvalda á jákvæðan hátt eins og með Svínafellsjökul þar sem ekkert fyrirtæki fer lengur með fólk eftir beiðni yfirvalda þar um vegna hættu á því að hlíðin við jökulinn hrynji. Það er ekkert að því að yfirvöld setji fram kröfur um þjálfun og vottun þeirra sem stunda fjalla og jöklamennsku en meðan ekki er til ISO vottaður staðall þar um, er erfitt við að eiga og þar þurfa yfirvöld að horfa í eigin barm. Ferðaþjónustan hefur gert sitt besta sjálf í því að fara fram á lágmarkskröfur eins og Hard Ice1 fyrir þá sem fara á jökulinn og ökuleiðsögumenn margir hafa tekið það upp hjá sjálfum sér á eigin kostnað að sækja námskeið í Wilderness first responder og þurfa þar að auki að taka námskeið í skyndihjálp á fimm ára fresti. Þörf á banni eins og Ferðamálastjóri hefur nú ígrundað og fjölmiðlar virðast sækja í að kalla eftir er því ekki til staðar. Meta þarf hvert svæði fyrir sig rétt eins og meta þarf aðstæður hverju sinni enda breytingar á jöklum gríðalegar og töluvert meiri þetta sumarið en mig hefði órað fyrir. Engan gat órað fyrir því sem gerðist á Breiðarmerkurjökli og það er martröð hvers leiðsögumanns að lenda í aðstæðum þar sem slys verður. Það reyna allir sitt besta en slys gera oft ekki boð á undan sér. Bann er ekki besta leiðin. Ef svo væri væri öllum bannað að fara út fyrir málbik og ekki nokkur sála fengi að fara í Reynisfjöru enda hafa þar á undanförnum árum orðið fleiri dauðsföll en á nokkrum öðrum fjölförnum ferðamannastað. Þjálfun leiðsögumanna og fræðsla og svo endurþjálfun og ISO vottun er mun betur til þess fallin að bægja frá hættu en boð og bönn. Með þjálfun og vottun eiga þá líka leiðsögumenn auðveldara með að segja við þá sem þeir starfa fyrir að aðstæður séu of hættulegar og það verður erfiðara fyrir skrifstofuaðila að beita þrýstingi á leiðsögumenn að fara hvurnig sem viðrar og hverjar sem aðstæðurnar eru, nokkuð sem betur fer gerist æ sjaldnar nú en áður. Öryggi fræðsla og vottuð þjálfun er það sem þarf til framtíðar ekki boð og bönn. Höfundur er leiðsögumaður sem oft leggur leið sína inn í jökulinn.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun