Það er stundum sagt að það þurfi þorp til að ala upp barn, en á það við öll börn? Davíð Bergmann skrifar 5. september 2024 09:31 Maður hlýtur að spyrja sig að þessu þegar framkvæmdastjóri Geðhjálpar kemur fram í fjölmiðlum og segir að við stöndum í skuld við kynslóðir barna vegna þess að við höfum engan veginn staðið okkur og ekki sinnt þeim nægilega vel í gegnum áratugina sem eiga við geðsjúkdóma að etja. Eins það að við skulum eiga það vafasama met miðað við höfðatöluna frægu að börnin okkar eigi heimsmet í geðlyfjaáti og er það met sem við viljum eigna okkur til framtíðar. Eins hef ég verið hugsi þegar það voru 3000 ungmenni hvorki í skóla né vinnu á höfuðborgarsvæðinu í desember 2022, 45-50% drengja sem geta ekki lesið sér til gagns, og hvað verður um þá í fjórðu iðnbyltingunni og þeirri vélvæðingu sem er fram undan? Eru það einstaklingar sem við tökum inn í jöfnuna þegar við tölum um nýsköpun og þegar við tölum um samkeppnishæfni okkar við önnur lönd þegar kemur að tækniframförum? Eru það einstaklingar sem geta keppt á vinnumarkaði til framtíðar eða verða það lífeyrisþegar ungir að árum. Er þetta boðlegt Þegar við bjóðum börnunum okkar upp á skólastofur sem eru gámar eða hafa einhver önnur nöfn til að slá ryki í augun okkar, eins og það að kalla þetta smáhýsi eða eitthvað álíka, þá erum við komin á skrýtinn stað. Ég sæi ekki þingmennina okkar fyrir mér í slíkum húskynnum þegar þeir fara til vinnu sinnar eða borgarfulltrúana en við bjóðum börnunum okkar upp á þetta. Eða sú staðreynd að börn sem koma til meðferðar á meðferðarheimilið Stuðla stundi engar tómstundir. Ég man að það var líka þannig þegar ég vann þar í nærri 17 ár en ég man það líka að þau höfðu öll einhvern tímann á lífsleiðinni stundað tómstundir en voru búin að detta út af margvíslegum ástæðum. Er hugsanlegt að tómstundir séu ekki fyrir alla af einhverjum sökum eða séu ekki nógu aðlagandi eða uppfylli ekki þarfir allra barna. Þegar ungmenni sem brjóta alvarlega af sér snúa sér í myndavélina þegar það næst mynd af þeim í dómssal og sýna okkur FUCK-merki þá hlýtur að vera eitthvað mikið að í okkar samfélagi. Og hvað ætlum við að gera í því? Hvað með að fjármagna úrræði að fullu eins og fjölsmiðjur landsins sem gætu hugsanlega sinnt einhverjum af þessum 3000 einstaklingum sem eru hvorki í skóla né vinnu? Það að það sé þannig að þær þurfi að berjast í bökkum til að fjármagna sig að einhverju leyti til að starfsemin gangi með því að selja út þjónustu sína eða þurfa að selja hluti til að hún geti rekið sig tel ég ekki vera bjóðandi í dag. Svona staðir eiga ekki að þurfa að vera í þessari stöðu ekki frekar en skólar og ef smiðjurnar geta aflað sér tekna ættu þeir peningar að renna beint í innra starf krakkanna, hvort heldur til að styrkja þá félagslega eða í enn frekari nýsköpun og til að þróa starfið enn frekar til framtíðar. Here We Go Again En nei, við ætlum að berja okkur á brjóst núna og fá alla sérfræðinga landsins til að fara í átak gegn hnífaburði ungmenna og hverjir eru það? Eru menn eins og fyrrverandi deildarstjóri Stuðla sem hefur unnið á þessum vettvangi síðan 1992? Nei, hann er ekki þarna. Maður sem er án vafa okkar langbesti ráðgjafi og meðferðaraðili á landinu til áratuga þegar kemur að ungmennum sem eiga í alvarlegum vanda, maður sem er laus við allt sem heitir menntahroki og lætur verkin tala. Ég er ekki þarna en samt með 30 ára reynslu af vinnu með einstaklingum sem við myndum kalla olnbogabörn skólakerfisins vann í Útideildinni sem var á vegum unglingadeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Unglingaráðgjafi í hverfi 2 í Reykjavík, sem skóla- og unglingaráðgjafi við utanverðan Eyjafjörð á meðferðarheimilinu Stuðlum í 17 ár og að síðustu 6 ár í fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu. Að auki rak ég sjálfur á mínum eigin vegum hópstarf fyrir drengi sem voru komnir á hættulegar brautir. En ég hef ekki háskólagráðu og þar af leiðandi ekki marktakandi held ég. Eins átti ég bókina sem minn versta óvin í minni æsku og var engan veginn fær um að lesa mér til gagns. Hættum þessu átakabulli, tökum á þessu sem viðfangsefni hvers tíma fyrir sig, nýtum mannauðinn, náttúruna og úrræði á borð við fjölsmiðjur, listasmiðjur og mótorsmiðjur svo eitthvað sé nefnt, nálgumst þetta af yfirvegun og gerum þetta einu sinni rétt. Að lokum gleymum því ekki á þessari samfélagsöld að hugsanlega er þetta djúpstæðari vandi en bara hnífaburður því yfir 40% heimila landsins eiga í erfiðleikum með að ná endum saman. Kannski væri ráð að fara í átak þar til að við stéttskiptum ekki samfélaginu okkar meira en það er í dag Höfundur telur sig engan sérfræðing en hann hefur áhuga á að bæta samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Geðheilbrigði Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Maður hlýtur að spyrja sig að þessu þegar framkvæmdastjóri Geðhjálpar kemur fram í fjölmiðlum og segir að við stöndum í skuld við kynslóðir barna vegna þess að við höfum engan veginn staðið okkur og ekki sinnt þeim nægilega vel í gegnum áratugina sem eiga við geðsjúkdóma að etja. Eins það að við skulum eiga það vafasama met miðað við höfðatöluna frægu að börnin okkar eigi heimsmet í geðlyfjaáti og er það met sem við viljum eigna okkur til framtíðar. Eins hef ég verið hugsi þegar það voru 3000 ungmenni hvorki í skóla né vinnu á höfuðborgarsvæðinu í desember 2022, 45-50% drengja sem geta ekki lesið sér til gagns, og hvað verður um þá í fjórðu iðnbyltingunni og þeirri vélvæðingu sem er fram undan? Eru það einstaklingar sem við tökum inn í jöfnuna þegar við tölum um nýsköpun og þegar við tölum um samkeppnishæfni okkar við önnur lönd þegar kemur að tækniframförum? Eru það einstaklingar sem geta keppt á vinnumarkaði til framtíðar eða verða það lífeyrisþegar ungir að árum. Er þetta boðlegt Þegar við bjóðum börnunum okkar upp á skólastofur sem eru gámar eða hafa einhver önnur nöfn til að slá ryki í augun okkar, eins og það að kalla þetta smáhýsi eða eitthvað álíka, þá erum við komin á skrýtinn stað. Ég sæi ekki þingmennina okkar fyrir mér í slíkum húskynnum þegar þeir fara til vinnu sinnar eða borgarfulltrúana en við bjóðum börnunum okkar upp á þetta. Eða sú staðreynd að börn sem koma til meðferðar á meðferðarheimilið Stuðla stundi engar tómstundir. Ég man að það var líka þannig þegar ég vann þar í nærri 17 ár en ég man það líka að þau höfðu öll einhvern tímann á lífsleiðinni stundað tómstundir en voru búin að detta út af margvíslegum ástæðum. Er hugsanlegt að tómstundir séu ekki fyrir alla af einhverjum sökum eða séu ekki nógu aðlagandi eða uppfylli ekki þarfir allra barna. Þegar ungmenni sem brjóta alvarlega af sér snúa sér í myndavélina þegar það næst mynd af þeim í dómssal og sýna okkur FUCK-merki þá hlýtur að vera eitthvað mikið að í okkar samfélagi. Og hvað ætlum við að gera í því? Hvað með að fjármagna úrræði að fullu eins og fjölsmiðjur landsins sem gætu hugsanlega sinnt einhverjum af þessum 3000 einstaklingum sem eru hvorki í skóla né vinnu? Það að það sé þannig að þær þurfi að berjast í bökkum til að fjármagna sig að einhverju leyti til að starfsemin gangi með því að selja út þjónustu sína eða þurfa að selja hluti til að hún geti rekið sig tel ég ekki vera bjóðandi í dag. Svona staðir eiga ekki að þurfa að vera í þessari stöðu ekki frekar en skólar og ef smiðjurnar geta aflað sér tekna ættu þeir peningar að renna beint í innra starf krakkanna, hvort heldur til að styrkja þá félagslega eða í enn frekari nýsköpun og til að þróa starfið enn frekar til framtíðar. Here We Go Again En nei, við ætlum að berja okkur á brjóst núna og fá alla sérfræðinga landsins til að fara í átak gegn hnífaburði ungmenna og hverjir eru það? Eru menn eins og fyrrverandi deildarstjóri Stuðla sem hefur unnið á þessum vettvangi síðan 1992? Nei, hann er ekki þarna. Maður sem er án vafa okkar langbesti ráðgjafi og meðferðaraðili á landinu til áratuga þegar kemur að ungmennum sem eiga í alvarlegum vanda, maður sem er laus við allt sem heitir menntahroki og lætur verkin tala. Ég er ekki þarna en samt með 30 ára reynslu af vinnu með einstaklingum sem við myndum kalla olnbogabörn skólakerfisins vann í Útideildinni sem var á vegum unglingadeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Unglingaráðgjafi í hverfi 2 í Reykjavík, sem skóla- og unglingaráðgjafi við utanverðan Eyjafjörð á meðferðarheimilinu Stuðlum í 17 ár og að síðustu 6 ár í fjölsmiðjunni á höfuðborgarsvæðinu. Að auki rak ég sjálfur á mínum eigin vegum hópstarf fyrir drengi sem voru komnir á hættulegar brautir. En ég hef ekki háskólagráðu og þar af leiðandi ekki marktakandi held ég. Eins átti ég bókina sem minn versta óvin í minni æsku og var engan veginn fær um að lesa mér til gagns. Hættum þessu átakabulli, tökum á þessu sem viðfangsefni hvers tíma fyrir sig, nýtum mannauðinn, náttúruna og úrræði á borð við fjölsmiðjur, listasmiðjur og mótorsmiðjur svo eitthvað sé nefnt, nálgumst þetta af yfirvegun og gerum þetta einu sinni rétt. Að lokum gleymum því ekki á þessari samfélagsöld að hugsanlega er þetta djúpstæðari vandi en bara hnífaburður því yfir 40% heimila landsins eiga í erfiðleikum með að ná endum saman. Kannski væri ráð að fara í átak þar til að við stéttskiptum ekki samfélaginu okkar meira en það er í dag Höfundur telur sig engan sérfræðing en hann hefur áhuga á að bæta samfélagið.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun