„Þurfum að þora að sýna að við eigum að vera betra liðið“ Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 09:31 Willum Þór Willumsson kom til Birmingham í sumar og hefur verið að festa sig í sessi í liðinu. Getty/Malcolm Couzens Willum Þór Willumsson hefur stimplað sig vel inn með Birmingham á Englandi og mætir fullur sjálfstrausts í leikina við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni í fótbolta. Leikur Íslands og Svartfjallalands er á Laugardalsvelli á morgun klukkan 18:45, og leikurinn við Tyrkland á mánudag, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Þetta eru tveir flottir leikir og við byrjum á heimavelli, sem er mjög gaman. Það er kominn smátími síðan við spiluðum síðast [á Laugardalsvelli] og það er alltaf gaman að spila hér. Þetta er mjög spennandi,“ segir Willum sem ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í gær. „Við viljum byrja sterkt, byrja á þremur stigum. Við byrjum heima og eigum flotta möguleika á að byrja þetta vel. Síðan er það Tyrkland úti, sem verður erfiður leikur, en ég tel að við eigum fína möguleika þar líka,“ segir Willum en viðtal Stefáns Árna Pálssonar við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Willum klár í slagin við Svartfellinga En hvað þarf íslenska liðið að gera gegn Svartfellingum, eina liði riðilsins sem er fyrir neðan Íslands á heimslista FIFA (Ísland er í 71. sæti og Svartfjallaland í 73. sæti)? „Við þurfum bara að spila okkar leik og þora að sýna að við eigum að vera betra liðið. Þora að spila, og þá held ég að við ættum að vera sigurstranglegri.“ Willum var keyptur til enska C-deildarfélagsins Birmingham í sumar, fyrir fjórar milljónir evra, frá hollenska félaginu Go Ahead Eagles. „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Við erum búnir að vinna þrjá leiki í röð og ég er svona búinn að festa mig aðeins inni í liðinu. Ég kem því á fínu „rönni“ og líður vel. Ég lenti í smámeiðslum rétt fyrir fyrsta leik í deildinni en síðan er ég búinn að ná fjórum leikjum í röð og spilaði tvo níutíu mínútna leiki í síðustu viku, svo ég er í mjög góðu standi.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 08:30 Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02 Hákon dregur sig út úr landsliðshópnum Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrstu leikjum liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. 4. september 2024 20:32 „Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. 4. september 2024 08:02 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Leikur Íslands og Svartfjallalands er á Laugardalsvelli á morgun klukkan 18:45, og leikurinn við Tyrkland á mánudag, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Þetta eru tveir flottir leikir og við byrjum á heimavelli, sem er mjög gaman. Það er kominn smátími síðan við spiluðum síðast [á Laugardalsvelli] og það er alltaf gaman að spila hér. Þetta er mjög spennandi,“ segir Willum sem ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í gær. „Við viljum byrja sterkt, byrja á þremur stigum. Við byrjum heima og eigum flotta möguleika á að byrja þetta vel. Síðan er það Tyrkland úti, sem verður erfiður leikur, en ég tel að við eigum fína möguleika þar líka,“ segir Willum en viðtal Stefáns Árna Pálssonar við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Willum klár í slagin við Svartfellinga En hvað þarf íslenska liðið að gera gegn Svartfellingum, eina liði riðilsins sem er fyrir neðan Íslands á heimslista FIFA (Ísland er í 71. sæti og Svartfjallaland í 73. sæti)? „Við þurfum bara að spila okkar leik og þora að sýna að við eigum að vera betra liðið. Þora að spila, og þá held ég að við ættum að vera sigurstranglegri.“ Willum var keyptur til enska C-deildarfélagsins Birmingham í sumar, fyrir fjórar milljónir evra, frá hollenska félaginu Go Ahead Eagles. „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Við erum búnir að vinna þrjá leiki í röð og ég er svona búinn að festa mig aðeins inni í liðinu. Ég kem því á fínu „rönni“ og líður vel. Ég lenti í smámeiðslum rétt fyrir fyrsta leik í deildinni en síðan er ég búinn að ná fjórum leikjum í röð og spilaði tvo níutíu mínútna leiki í síðustu viku, svo ég er í mjög góðu standi.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 08:30 Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02 Hákon dregur sig út úr landsliðshópnum Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrstu leikjum liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. 4. september 2024 20:32 „Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. 4. september 2024 08:02 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. 5. september 2024 08:30
Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02
Hákon dregur sig út úr landsliðshópnum Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í fyrstu leikjum liðsins í nýrri Þjóðadeild UEFA. 4. september 2024 20:32
„Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. 4. september 2024 08:02