Glöð og stolt en mætir ekki á Ballon d'Or: „Hélt að þetta væri eitthvað grín fyrst“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 08:00 Glódís Perla Viggósdóttir leiddi Ísland áfram inn á Evrópumótið í Sviss sem fram fer næsta sumar, en Ísland vann frækna sigra gegn Þýskalandi og Austurríki á þessu ári. Getty/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir þakkar liðsfélögum sínum í íslenska landsliðinu og Bayern München, eftir þann gríðarlega heiður að hafa verið tilnefnd fyrst Íslendinga til Gullboltans, eða Ballon d'Or. Hún verður önnum kafin með landsliðinu þegar þetta virtasta hóf fótboltans fer fram. „Ég bara sá þetta á netinu eins og allir aðrir. Þetta var ekkert sem ég vissi af fyrir fram,“ sagði Glódís brosandi um fréttirnar af því að hún hefði verið valin ein af þrjátíu bestu knattspyrnukonum heims. „Þetta var bara gaman. Kærastinn minn sýndi mér þetta og ég hélt að þetta væri eitthvað grín fyrst. Ég var ekki alveg að tengja við að þessar tilnefningar væru núna. Svo sá ég á Instagram að þetta væri í alvöru. Ótrúlega gaman, stolt og mikill heiður. Ég vissi líka ekki að það hefði enginn Íslendingur verið tilnefndur áður þannig að það er ótrúlega gaman að geta verið góður fulltrúi íslenskrar knattspyrnu úti í heimi,“ sagði Glódís en viðtal við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Glódís hefur átt stórkostlegt ár með bæði Bayern München og íslenska landsliðinu, og er fyrirliði beggja liða. Hún varð þýskur meistari og átti stóran þátt í að koma Íslandi beint á EM, meðal annars með frábærum sigri gegn stórveldi Þýskalands. Lærði mikið af því að verða fyrirliði Bayern Glódís er önnur af aðeins tveimur miðvörðum sem tilnefndar eru til Gullboltans og því mögulega besti miðvörður heims í dag. View this post on Instagram A post shared by Ballon d’Or (@ballondorofficial) „Ég held að það sé ekki mitt að ákveða hvort að þetta sé verðskuldað eða ekki. Ég er auðvitað að spila í tveimur frábærum liðum, sem að bæði hafa verið að ná góðum árangri. Ég er ótrúlega þakklát fyrir liðsfélaga mína og umhverfið sem ég er í, því það er umhverfi þar sem ég get bætt mig og haldið áfram að verða betri leikmaður. Auðvitað er gaman að sjá að fólk kann að meta mína vinnu og hvernig ég er sem leikmaður, og ótrúlega gaman að vera tilnefnd til svona stórra verðlauna Ég lærði ótrúlega mikið af því að vera gerð að fyrirliða hjá Bayern, tók á mig extra mikla ábyrgð og þurfti að stíga upp, og gera betur fyrir liðið. Auðvitað fylgdu því áskoranir líka, sem var ekki alltaf auðvelt. En það er kannski það helsta sem breyttist á þessu ári. Að sama skapi áttum við frábært ár með landsliðinu líka, tryggðum okkur beint inn á EM, og það er geggjaður árangur. Hugarfarið í því liði er einstakt og ótrúlega gaman að vera partur af því. Eins að vinna deildina með Bayern ósigraðar. Þetta var því ótrúlega gott ár en samt sem áður eru alltaf erfiðleikar inni á milli og maður lærir mest af því. Það er gaman að geta slúttað þessu ári með svona viðurkenningu,“ segir Glódís en þó að Bayern hafi orðið þýskur meistari þá ætlaði liðið sér lengra í Meistaradeild Evrópu og þá var tapið í bikarúrslitaleik gegn Wolfsburg sárt. Glódís Perla með verðlaunaskjöldinn sem Þýskalandsmeistari með Bayern, þar sem hún er fyrirliði.Getty/Christian Kaspar-Bartke „Maður nær ekki alltaf öllum markmiðum sínum og við fórum í gegnum erfitt tímabil með Bayern um jólin, en náðum að snúa því við og komum sterkari út úr því. Það var ákveðinn lærdómur í því líka fyrir mig persónulega. Þetta var ótrúlega lærdómsríkt ár sem endaði líka ótrúlega vel,“ segir Glódís sem hugsaði sér ekki til hreyfings í sumar og ætlar sér enn stærri hluti með Bayern: „Ég er ótrúlega ánægð þar sem ég er, við erum með skemmtilegt lið og í því ferli að búa til eitthvað nýtt og spennandi hjá Bayern, þá sigurhefð sem að karlaliðið er með. Það er ótrúlega gaman að vera stór partur af því og ég einbeiti mér bara að því,“ segir Glódís. Þakklát fyrir ótrúlega margar kveðjur Fjölmargir hafa óskað Glódísi til hamingju með tilnefninguna til Gullboltans sem verður afhentur í París 28. október. Hún segir þó ljóst að hún verði ekki viðstödd en Ísland leikur tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum 25. og 27. október. „Það hefur ótrúlega margt fólk haft samband og óskað mér til hamingju með þetta, sem er ótrúlega gaman. Ég er þakklát fyrir allar kveðjurnar og að vita af því að svona margir séu ánægðir með þetta. Það sem skiptir mig mestu máli er að fólkið sem stendur næst mér og þekkir mig persónulega viti hvað ég er að gera, og finnist það mikils virði. Bæði liðin mín eiga stóran þátt í þessu.“ „Veit ekki einu sinni hvort mér er boðið“ „Ég veit ekki einu sinni hvort mér er boðið [á hófið]. Ég veit ekkert hvernig þetta virkar. En ég verð í Bandaríkjunum með landsliðinu þannig að það verður ekki vandamál,“ segir Glódís en gagnrýnt hefur verið að hóf á borð við Gullboltann fari fram á tíma sem henti fótboltakörlum mun betur en fótboltakonum: „Það er ekki tekið mikið tillit til þess. Það væri mögulega hægt að setja þetta á annan tíma til að sem flestir kæmust, og ég vona að þeir hugsi til þess á næstu árum. Ég er 99% viss um að annað hvort Aitana Bonmati eða Caroline Graham Hansen vinni. Ég vona að Hansen vinni en báðar eru frábærar og eiga skilið að vinna,“ segir Glódís. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
„Ég bara sá þetta á netinu eins og allir aðrir. Þetta var ekkert sem ég vissi af fyrir fram,“ sagði Glódís brosandi um fréttirnar af því að hún hefði verið valin ein af þrjátíu bestu knattspyrnukonum heims. „Þetta var bara gaman. Kærastinn minn sýndi mér þetta og ég hélt að þetta væri eitthvað grín fyrst. Ég var ekki alveg að tengja við að þessar tilnefningar væru núna. Svo sá ég á Instagram að þetta væri í alvöru. Ótrúlega gaman, stolt og mikill heiður. Ég vissi líka ekki að það hefði enginn Íslendingur verið tilnefndur áður þannig að það er ótrúlega gaman að geta verið góður fulltrúi íslenskrar knattspyrnu úti í heimi,“ sagði Glódís en viðtal við hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Glódís hefur átt stórkostlegt ár með bæði Bayern München og íslenska landsliðinu, og er fyrirliði beggja liða. Hún varð þýskur meistari og átti stóran þátt í að koma Íslandi beint á EM, meðal annars með frábærum sigri gegn stórveldi Þýskalands. Lærði mikið af því að verða fyrirliði Bayern Glódís er önnur af aðeins tveimur miðvörðum sem tilnefndar eru til Gullboltans og því mögulega besti miðvörður heims í dag. View this post on Instagram A post shared by Ballon d’Or (@ballondorofficial) „Ég held að það sé ekki mitt að ákveða hvort að þetta sé verðskuldað eða ekki. Ég er auðvitað að spila í tveimur frábærum liðum, sem að bæði hafa verið að ná góðum árangri. Ég er ótrúlega þakklát fyrir liðsfélaga mína og umhverfið sem ég er í, því það er umhverfi þar sem ég get bætt mig og haldið áfram að verða betri leikmaður. Auðvitað er gaman að sjá að fólk kann að meta mína vinnu og hvernig ég er sem leikmaður, og ótrúlega gaman að vera tilnefnd til svona stórra verðlauna Ég lærði ótrúlega mikið af því að vera gerð að fyrirliða hjá Bayern, tók á mig extra mikla ábyrgð og þurfti að stíga upp, og gera betur fyrir liðið. Auðvitað fylgdu því áskoranir líka, sem var ekki alltaf auðvelt. En það er kannski það helsta sem breyttist á þessu ári. Að sama skapi áttum við frábært ár með landsliðinu líka, tryggðum okkur beint inn á EM, og það er geggjaður árangur. Hugarfarið í því liði er einstakt og ótrúlega gaman að vera partur af því. Eins að vinna deildina með Bayern ósigraðar. Þetta var því ótrúlega gott ár en samt sem áður eru alltaf erfiðleikar inni á milli og maður lærir mest af því. Það er gaman að geta slúttað þessu ári með svona viðurkenningu,“ segir Glódís en þó að Bayern hafi orðið þýskur meistari þá ætlaði liðið sér lengra í Meistaradeild Evrópu og þá var tapið í bikarúrslitaleik gegn Wolfsburg sárt. Glódís Perla með verðlaunaskjöldinn sem Þýskalandsmeistari með Bayern, þar sem hún er fyrirliði.Getty/Christian Kaspar-Bartke „Maður nær ekki alltaf öllum markmiðum sínum og við fórum í gegnum erfitt tímabil með Bayern um jólin, en náðum að snúa því við og komum sterkari út úr því. Það var ákveðinn lærdómur í því líka fyrir mig persónulega. Þetta var ótrúlega lærdómsríkt ár sem endaði líka ótrúlega vel,“ segir Glódís sem hugsaði sér ekki til hreyfings í sumar og ætlar sér enn stærri hluti með Bayern: „Ég er ótrúlega ánægð þar sem ég er, við erum með skemmtilegt lið og í því ferli að búa til eitthvað nýtt og spennandi hjá Bayern, þá sigurhefð sem að karlaliðið er með. Það er ótrúlega gaman að vera stór partur af því og ég einbeiti mér bara að því,“ segir Glódís. Þakklát fyrir ótrúlega margar kveðjur Fjölmargir hafa óskað Glódísi til hamingju með tilnefninguna til Gullboltans sem verður afhentur í París 28. október. Hún segir þó ljóst að hún verði ekki viðstödd en Ísland leikur tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum 25. og 27. október. „Það hefur ótrúlega margt fólk haft samband og óskað mér til hamingju með þetta, sem er ótrúlega gaman. Ég er þakklát fyrir allar kveðjurnar og að vita af því að svona margir séu ánægðir með þetta. Það sem skiptir mig mestu máli er að fólkið sem stendur næst mér og þekkir mig persónulega viti hvað ég er að gera, og finnist það mikils virði. Bæði liðin mín eiga stóran þátt í þessu.“ „Veit ekki einu sinni hvort mér er boðið“ „Ég veit ekki einu sinni hvort mér er boðið [á hófið]. Ég veit ekkert hvernig þetta virkar. En ég verð í Bandaríkjunum með landsliðinu þannig að það verður ekki vandamál,“ segir Glódís en gagnrýnt hefur verið að hóf á borð við Gullboltann fari fram á tíma sem henti fótboltakörlum mun betur en fótboltakonum: „Það er ekki tekið mikið tillit til þess. Það væri mögulega hægt að setja þetta á annan tíma til að sem flestir kæmust, og ég vona að þeir hugsi til þess á næstu árum. Ég er 99% viss um að annað hvort Aitana Bonmati eða Caroline Graham Hansen vinni. Ég vona að Hansen vinni en báðar eru frábærar og eiga skilið að vinna,“ segir Glódís.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira