Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2024 08:33 Það sem af er ári hefur Icelandair flutt 3,2 milljónir farþega, eða átta prósent fleiri en í fyrra. Vísir/Vilhelm Icelandair flutti 601 þúsund farþega í ágúst, eða tíu prósent fleiri en í ágúst 2023. Þar af voru 33 prósent á leið til Íslands, þrettán prósent frá Íslandi, 50 prósent ferðuðust um Ísland og fjögur prósent innan Íslands. Forstjóri félagsins segir félagið finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar sem birt var í morgun. Sætanýting var 86,9 prósent og jókst hún um þrjú prósentustig á milli ára. Stundvísi var 82,8 prósent samanborið við 78,9 prósent í ágúst í fyrra. Það sem af er ári hefur Icelandair flutt 3,2 milljónir farþega, átta prósent fleiri en í fyrra. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Vísir/Sigurjón Finna fyrir milli eftirspurn Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að nýliðinn ágústmánuður sé einn umsvifamesti mánuður Icelandair frá upphafi hvað farþegafjölda varðar. „Við höldum áfram að finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands samanborið við síðasta ár en eins og sjá má á aukinni sætanýtingu höfum við bætt upp fyrir hana með því að leggja aukna áherslu á tengifarþega. Þess má geta að hluti þessara farþega eru ferðamenn til Íslands þar sem 18 þúsund tengifarþegar nýttu sér Stopover vöruna okkar í ágúst, fimm þúsund fleiri en í fyrra. Þessir farþegar höfðu því viðdvöl á Íslandi í einn til sjö daga á leið sinni yfir Atlantshafið og sköpuðu þannig mikilvæg viðskiptatækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það er ánægjulegt að sjá áframhaldandi góða stundvísi og þann frábæra árangur sem við höfum náð með sameiginlegu átaki alls starfsfólks. Við leggjum áherslu á að halda áfram að efla þjónustuna við viðskiptavini okkar og við hlökkum til að bæta Lissabon við okkar öfluga leiðakerfi í október. Þessi nýi áfangastaður fellur vel að áformum okkar um samstarf við portúgalska flugfélagið TAP, sem mun opna spennandi tengingar í gegnum Lissabon,“ segir Bogi Nils. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar sem birt var í morgun. Sætanýting var 86,9 prósent og jókst hún um þrjú prósentustig á milli ára. Stundvísi var 82,8 prósent samanborið við 78,9 prósent í ágúst í fyrra. Það sem af er ári hefur Icelandair flutt 3,2 milljónir farþega, átta prósent fleiri en í fyrra. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.Vísir/Sigurjón Finna fyrir milli eftirspurn Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að nýliðinn ágústmánuður sé einn umsvifamesti mánuður Icelandair frá upphafi hvað farþegafjölda varðar. „Við höldum áfram að finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands samanborið við síðasta ár en eins og sjá má á aukinni sætanýtingu höfum við bætt upp fyrir hana með því að leggja aukna áherslu á tengifarþega. Þess má geta að hluti þessara farþega eru ferðamenn til Íslands þar sem 18 þúsund tengifarþegar nýttu sér Stopover vöruna okkar í ágúst, fimm þúsund fleiri en í fyrra. Þessir farþegar höfðu því viðdvöl á Íslandi í einn til sjö daga á leið sinni yfir Atlantshafið og sköpuðu þannig mikilvæg viðskiptatækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það er ánægjulegt að sjá áframhaldandi góða stundvísi og þann frábæra árangur sem við höfum náð með sameiginlegu átaki alls starfsfólks. Við leggjum áherslu á að halda áfram að efla þjónustuna við viðskiptavini okkar og við hlökkum til að bæta Lissabon við okkar öfluga leiðakerfi í október. Þessi nýi áfangastaður fellur vel að áformum okkar um samstarf við portúgalska flugfélagið TAP, sem mun opna spennandi tengingar í gegnum Lissabon,“ segir Bogi Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira