Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE lokið Lovísa Arnardóttir skrifar 6. september 2024 09:04 Karl Gauti er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Viktor Freyr Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE í Vestmannaeyjum er nú lokið. Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir lögreglu hafa lokið rannsókn sinni nýlega, í lok sumars, og hafi þá sent málið til ákærusviðs. Hann á von á ákvörðun þeirra á næstu vikum. Lögreglan hefur frá því í nóvember í fyrra haft málið til rannsóknar en þá féll akkeri skipsins frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnlögn HS Veitna til Vestmannaeyja skemmdist verulega. Áætlað er að viðgerð muni kosta um einn og hálfan milljarð og geti tekið allt að tvö ár. Fyrst var greint frá lokum rannsóknarinnar í Heimildinni. „Við vorum að rannsaka þetta atvik sem átti sér stað í nóvember í fyrra,“ segir Karl Gauti í samtali við fréttastofu. Til skoðunar hjá lögreglu hafi verið til dæmis myndbandsupptökur úr skipinu. Þá fóru fram sjópróf í janúar sem hann segir hafa verið umfangsmikil. Hann segir það ekki hafa verið efni rannsóknarinnar að athuga hvort að áhöfnin hafi verið allsgáð. „Það er bara þetta atvik, þegar akkerið fer í vatnslögnina. Rannsóknin gengur út á það hvers vegna það gerðist og hvort það sé einhver sök hjá skipverjum, áhöfninni eða stjórnendum skipsins.“ Hann segir skaðabótaábyrgð algjörlega utan þeirra umfjöllunar, það eina sem lögregla hafi skoðað sé refsiábyrgðin. Hafi vanrækt skyldur sínar Bæjaryfirvöld ákváðu í sumar að leggja fram skaðabótakröfu á hendur Vinnslustöðinni. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sagði í desember tvo skipstjórnarmenn hafa vanrækt skyldur sína þegar akkerið féll frá borði. Guðmundur Ingi Guðmundsson og Gylfi Viðar Guðmundsson, skipstjórar sem skiptust á að gegna hlutverki skipstjóra og stýrimanns á túrum Hugins, voru í brúnni þegar akkerið olli skemmdunum. Samið var við þá um starfslok eftir innanhússskoðun Vinnslustöðvarinnar. Sjá einnig: Segir skipstjórana tvo hafa vanrækt skyldur sínar Þrjú hundruð þúsund á hvern íbúa Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar sagði í júlí það hafa verið þung skref, að höfða mál gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Bæjarfulltrúar væru þó ekki að sinna hlutverki sínu ef tekin yrði ákvörðun um að bæjarbúar ættu að greiða fyrir skemmdirnar. „Það er reiknað með að viðgerðin á leiðslunni kosti einn og hálfan milljarð, og það er yfir 300 þúsund á hvern íbúa í Vestmannaeyjum. Við getum náttúrulega aldrei ekki látið á þetta reyna.“ Sigurgeir hefur í viðtölum áður sagt fyrirtækið bera bótaábyrgð í málinu og að það sé tryggt en að samkvæmt siglingalögum sé heimild til að takmarka tjónabæturnar við 360 milljónir. Sjá einnig: „Í mínum huga alveg útilokað“ „Í tjóni sem þessu er það þannig að hámarksbætur eru til staðar. Þetta byggir á alþjóðalögum sem við heyrum undir. Sambærilegt atvik átti sér stað þegar skip sigldi niður brú í Bandaríkjunum, þar átti sama regla við. Bæturnar takmörkuðust við ákveðið hlutfall af verðmæti skipsins. Þannig eru bara reglurnar í þessu og lögin. Tryggingafélagið er annars bara með þetta mál,“ sagði Sigurgfsliteir í viðtali við Vísi í júlí. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð á einum stað að akkerið hefði slitnað. Það gerði það ekki. Það féll frá borði. Leiðrétt klukkan 11:29 þann 6.9.2024. Vestmannaeyjar Orkumál Vatn Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Lögreglumál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Afríka bíður meðan Eyjamenn fá búnað sem tryggir drykkjarvatn Vinnslustöðin hefur fest kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn og má reikna með að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs og hinir tveir í upphafi næsta árs. Þar sem félagið þarf bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum hefur Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ verið boðið að kaupa hina tvo. 8. desember 2023 07:34 Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34 Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Lögreglan hefur frá því í nóvember í fyrra haft málið til rannsóknar en þá féll akkeri skipsins frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnlögn HS Veitna til Vestmannaeyja skemmdist verulega. Áætlað er að viðgerð muni kosta um einn og hálfan milljarð og geti tekið allt að tvö ár. Fyrst var greint frá lokum rannsóknarinnar í Heimildinni. „Við vorum að rannsaka þetta atvik sem átti sér stað í nóvember í fyrra,“ segir Karl Gauti í samtali við fréttastofu. Til skoðunar hjá lögreglu hafi verið til dæmis myndbandsupptökur úr skipinu. Þá fóru fram sjópróf í janúar sem hann segir hafa verið umfangsmikil. Hann segir það ekki hafa verið efni rannsóknarinnar að athuga hvort að áhöfnin hafi verið allsgáð. „Það er bara þetta atvik, þegar akkerið fer í vatnslögnina. Rannsóknin gengur út á það hvers vegna það gerðist og hvort það sé einhver sök hjá skipverjum, áhöfninni eða stjórnendum skipsins.“ Hann segir skaðabótaábyrgð algjörlega utan þeirra umfjöllunar, það eina sem lögregla hafi skoðað sé refsiábyrgðin. Hafi vanrækt skyldur sínar Bæjaryfirvöld ákváðu í sumar að leggja fram skaðabótakröfu á hendur Vinnslustöðinni. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar sagði í desember tvo skipstjórnarmenn hafa vanrækt skyldur sína þegar akkerið féll frá borði. Guðmundur Ingi Guðmundsson og Gylfi Viðar Guðmundsson, skipstjórar sem skiptust á að gegna hlutverki skipstjóra og stýrimanns á túrum Hugins, voru í brúnni þegar akkerið olli skemmdunum. Samið var við þá um starfslok eftir innanhússskoðun Vinnslustöðvarinnar. Sjá einnig: Segir skipstjórana tvo hafa vanrækt skyldur sínar Þrjú hundruð þúsund á hvern íbúa Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar sagði í júlí það hafa verið þung skref, að höfða mál gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Bæjarfulltrúar væru þó ekki að sinna hlutverki sínu ef tekin yrði ákvörðun um að bæjarbúar ættu að greiða fyrir skemmdirnar. „Það er reiknað með að viðgerðin á leiðslunni kosti einn og hálfan milljarð, og það er yfir 300 þúsund á hvern íbúa í Vestmannaeyjum. Við getum náttúrulega aldrei ekki látið á þetta reyna.“ Sigurgeir hefur í viðtölum áður sagt fyrirtækið bera bótaábyrgð í málinu og að það sé tryggt en að samkvæmt siglingalögum sé heimild til að takmarka tjónabæturnar við 360 milljónir. Sjá einnig: „Í mínum huga alveg útilokað“ „Í tjóni sem þessu er það þannig að hámarksbætur eru til staðar. Þetta byggir á alþjóðalögum sem við heyrum undir. Sambærilegt atvik átti sér stað þegar skip sigldi niður brú í Bandaríkjunum, þar átti sama regla við. Bæturnar takmörkuðust við ákveðið hlutfall af verðmæti skipsins. Þannig eru bara reglurnar í þessu og lögin. Tryggingafélagið er annars bara með þetta mál,“ sagði Sigurgfsliteir í viðtali við Vísi í júlí. Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst stóð á einum stað að akkerið hefði slitnað. Það gerði það ekki. Það féll frá borði. Leiðrétt klukkan 11:29 þann 6.9.2024.
Vestmannaeyjar Orkumál Vatn Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Lögreglumál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Afríka bíður meðan Eyjamenn fá búnað sem tryggir drykkjarvatn Vinnslustöðin hefur fest kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn og má reikna með að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs og hinir tveir í upphafi næsta árs. Þar sem félagið þarf bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum hefur Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ verið boðið að kaupa hina tvo. 8. desember 2023 07:34 Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34 Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Afríka bíður meðan Eyjamenn fá búnað sem tryggir drykkjarvatn Vinnslustöðin hefur fest kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn og má reikna með að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs og hinir tveir í upphafi næsta árs. Þar sem félagið þarf bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum hefur Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ verið boðið að kaupa hina tvo. 8. desember 2023 07:34
Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34
Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33