Stefnan er skýr - höldum ótrauð áfram Bragi Bjarnason skrifar 6. september 2024 12:31 Í stóru samfélagi er að mörgu að hyggja. Það veldur óneitanlega áhyggjum þegar fréttir af auknum vopnaburði og ofbeldi barna koma í fjölmiðlum. Við þurfum öll að bregðast við með yfirveguðum hætti með það að markmiði að gera samfélagið okkar öruggara. Við foreldrar erum í lykilhlutverki í að fræða börnin okkar um alvarleika ofbeldis og afleiðingar þess. Fagfólk sveitarfélagsins vinnur nú að fræðslu og vitundarvakningu um málefnið með samstarfsaðilum “Öruggara Suðurlands” og innan forvarnarteymis Árborgar. Áfram er það samvinna heimila, skóla og frístundastofnana sem skiptir höfuðmáli í að tryggja velferð barnanna okkar í Árborg. Á góðri leið en ekki komin í mark Rekstur Svf. Árborgar hefur tekið framförum og jákvæðum breytingum á undanförnum mánuðum. Bæjaryfirvöld hafa með einbeittum vilja snúið við neikvæðri rekstrarstöðu sveitarfélagsins, sem hefur verið ríkjandi frá árinu 2019. Þessi árangur er ekki síst merkjanlegur í bættum rekstrarniðurstöðum bæði A- og B hluta. Það sem af er ári er rekstur bæjarsjóðs og stofnana sveitarfélagsins jákvæður um 1300 milljónir króna. Skuldir fara jafnframt lækkandi. Þrátt fyrir að vera enn ekki komin í mark, eru þessar tölur vitnisburður um að við séum á réttri leið. Stefna meirihluta D- og Á lista er skýr, að leggja áfram áherslu á endurskipulagningu og rekstrarúrbætur sem leiða til enn frekari árangurs. Tekjur af sölu byggingarréttar hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja lausafjárstöðuna. Má sem dæmi nefna einskiptistekjur upp á 1200 milljónir króna sem hafa góð áhrif á rekstrarniðurstöðu. Viðbótartekjur sem þessar draga úr þörf fyrir lántöku og aukinni skuldsetningu. Slíkt er mjög mikilvægt skref í átt að sjálfbærni og uppbyggingu innviða. Það er ljóst að með þessum árangri og áframhaldandi áherslu á rekstrarhagkvæmni mun Árborg halda áfram að blómstra sem lifandi og fjölbreytt samfélag. Mynd 1. Rekstrarniðurstaða A- og B hluta hjá Árborg og samþykkt fjárhagsáætlun Sveitarfélagið Árborg hefur því miður, líkt og mynd 1 sýnir, verið rekið með talsverðum halla frá árinu 2019. Slíkt gengur auðvitað ekki við núverandi aðstæður og skýrir áherslur núverandi bæjarstjórnar á endurskipulagningu reksturs. Þetta er vissulega krefjandi verkefni, en er að skila árangri og búast má við að niðurstaða í lok árs verði betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. En betur má ef duga skal. Við höfum ásamt frábæru starfsfólki viðhaldið góðri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins en margir finna eðlilega fyrir aðgerðunum í formi hærri gjalda. Mér finnst rétt og heiðarlegt að benda hér á að framundan er umframálag á útsvar, sem kemur til greiðslu með uppgjöri skattsins 1.júní 2025. Mikilvægt er að íbúar séu meðvitaðir um þessar álögur vegna stöðunnar og geti gert ráð fyrir þeim í sínum áætlunum. Við leggjum áherslu á gagnsæi í okkar starfi og upplýsingum til íbúanna, svo sem með þessum pistli. Fjölbreytt lóðaframboð Sveitarfélagið okkar heldur áfram að vaxa og mikilvægt er að lóðaframboð fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi sé fjölbreytt. Slíkt næst fram með samstarfi sveitarfélagsins við öfluga einkaaðila. Frá sveitarfélaginu eru í auglýsingu lóðir undir einbýlishús í grónum hverfum. Í Víkurheiði eru tilbúnar lóðir undir atvinnustarfsemi. Við sem störfum fyrir bæjarfélagið finnum fyrir áframhaldandi áhuga á uppbyggingu víðsvegar í Árborg. Á næstunni verða því áfram auglýstar íbúðalóðir á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi ásamt atvinnulóð við Norðurhóla á Selfossi. Jafnframt hefur lóðaframboð á vegum einkaaðila haldist stöðugt. Tökum vel á móti hausti Margt jákvætt er að gerast sem styður við samfélagið okkar og eykur lífsgæði. Nú styttist í opnun matvöru- og lyfjaverslunar við Eyraveg, golfvöllurinn hefur stækkað í 14 holur, nýtt verslunar- og þjónustuhúsnæði rís og fleiri íbúar bætast í hópinn. Við skulum taka vel á móti þeim. Sumarið er víst á enda, mörgum sem fannst það líklega aldrei byrja. Ég vona að sem flestir hafi náð góðri samveru með sínum nánustu, sem eru verðmætustu stundirnar þegar horft er til baka. Sumarið var viðburðaríkt í Árborg. Bæjarhátíðir, íþróttamót, leikir og aðrir viðburðir í hverri viku og fjöldi gesta nýtti tækifærið til að heimsækja lifandi samfélag Árborgar. Gamla góða rútínan hefur þó sína kosti núna þegar skóla-, frístunda- og annað vetrarstarf er hafið. Njótum haustsins. Höfundur er bæjarstjóri og foreldri í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Bjarnason Árborg Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í stóru samfélagi er að mörgu að hyggja. Það veldur óneitanlega áhyggjum þegar fréttir af auknum vopnaburði og ofbeldi barna koma í fjölmiðlum. Við þurfum öll að bregðast við með yfirveguðum hætti með það að markmiði að gera samfélagið okkar öruggara. Við foreldrar erum í lykilhlutverki í að fræða börnin okkar um alvarleika ofbeldis og afleiðingar þess. Fagfólk sveitarfélagsins vinnur nú að fræðslu og vitundarvakningu um málefnið með samstarfsaðilum “Öruggara Suðurlands” og innan forvarnarteymis Árborgar. Áfram er það samvinna heimila, skóla og frístundastofnana sem skiptir höfuðmáli í að tryggja velferð barnanna okkar í Árborg. Á góðri leið en ekki komin í mark Rekstur Svf. Árborgar hefur tekið framförum og jákvæðum breytingum á undanförnum mánuðum. Bæjaryfirvöld hafa með einbeittum vilja snúið við neikvæðri rekstrarstöðu sveitarfélagsins, sem hefur verið ríkjandi frá árinu 2019. Þessi árangur er ekki síst merkjanlegur í bættum rekstrarniðurstöðum bæði A- og B hluta. Það sem af er ári er rekstur bæjarsjóðs og stofnana sveitarfélagsins jákvæður um 1300 milljónir króna. Skuldir fara jafnframt lækkandi. Þrátt fyrir að vera enn ekki komin í mark, eru þessar tölur vitnisburður um að við séum á réttri leið. Stefna meirihluta D- og Á lista er skýr, að leggja áfram áherslu á endurskipulagningu og rekstrarúrbætur sem leiða til enn frekari árangurs. Tekjur af sölu byggingarréttar hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja lausafjárstöðuna. Má sem dæmi nefna einskiptistekjur upp á 1200 milljónir króna sem hafa góð áhrif á rekstrarniðurstöðu. Viðbótartekjur sem þessar draga úr þörf fyrir lántöku og aukinni skuldsetningu. Slíkt er mjög mikilvægt skref í átt að sjálfbærni og uppbyggingu innviða. Það er ljóst að með þessum árangri og áframhaldandi áherslu á rekstrarhagkvæmni mun Árborg halda áfram að blómstra sem lifandi og fjölbreytt samfélag. Mynd 1. Rekstrarniðurstaða A- og B hluta hjá Árborg og samþykkt fjárhagsáætlun Sveitarfélagið Árborg hefur því miður, líkt og mynd 1 sýnir, verið rekið með talsverðum halla frá árinu 2019. Slíkt gengur auðvitað ekki við núverandi aðstæður og skýrir áherslur núverandi bæjarstjórnar á endurskipulagningu reksturs. Þetta er vissulega krefjandi verkefni, en er að skila árangri og búast má við að niðurstaða í lok árs verði betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. En betur má ef duga skal. Við höfum ásamt frábæru starfsfólki viðhaldið góðri þjónustu við íbúa sveitarfélagsins en margir finna eðlilega fyrir aðgerðunum í formi hærri gjalda. Mér finnst rétt og heiðarlegt að benda hér á að framundan er umframálag á útsvar, sem kemur til greiðslu með uppgjöri skattsins 1.júní 2025. Mikilvægt er að íbúar séu meðvitaðir um þessar álögur vegna stöðunnar og geti gert ráð fyrir þeim í sínum áætlunum. Við leggjum áherslu á gagnsæi í okkar starfi og upplýsingum til íbúanna, svo sem með þessum pistli. Fjölbreytt lóðaframboð Sveitarfélagið okkar heldur áfram að vaxa og mikilvægt er að lóðaframboð fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi sé fjölbreytt. Slíkt næst fram með samstarfi sveitarfélagsins við öfluga einkaaðila. Frá sveitarfélaginu eru í auglýsingu lóðir undir einbýlishús í grónum hverfum. Í Víkurheiði eru tilbúnar lóðir undir atvinnustarfsemi. Við sem störfum fyrir bæjarfélagið finnum fyrir áframhaldandi áhuga á uppbyggingu víðsvegar í Árborg. Á næstunni verða því áfram auglýstar íbúðalóðir á Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfossi ásamt atvinnulóð við Norðurhóla á Selfossi. Jafnframt hefur lóðaframboð á vegum einkaaðila haldist stöðugt. Tökum vel á móti hausti Margt jákvætt er að gerast sem styður við samfélagið okkar og eykur lífsgæði. Nú styttist í opnun matvöru- og lyfjaverslunar við Eyraveg, golfvöllurinn hefur stækkað í 14 holur, nýtt verslunar- og þjónustuhúsnæði rís og fleiri íbúar bætast í hópinn. Við skulum taka vel á móti þeim. Sumarið er víst á enda, mörgum sem fannst það líklega aldrei byrja. Ég vona að sem flestir hafi náð góðri samveru með sínum nánustu, sem eru verðmætustu stundirnar þegar horft er til baka. Sumarið var viðburðaríkt í Árborg. Bæjarhátíðir, íþróttamót, leikir og aðrir viðburðir í hverri viku og fjöldi gesta nýtti tækifærið til að heimsækja lifandi samfélag Árborgar. Gamla góða rútínan hefur þó sína kosti núna þegar skóla-, frístunda- og annað vetrarstarf er hafið. Njótum haustsins. Höfundur er bæjarstjóri og foreldri í Árborg.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun