Að hjóla í manninn! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar 6. september 2024 21:01 Nú get ég ekki orða bundist lengur og sé mig knúinn til að leggja orð í belg, slík er orrahríðin. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps er gæjinn á grillinu hjá ÖLLUM hinum réttlátu, réttsýnu og sanngjörnu. Halli eins og hann er gjarnan kallaður hefur komið með öflugt innlegg fyrir hin „fjársterku“ orkusveitarfélög sem vilja ekki sameinast. Undirritaður er reyndar oddviti orkusveitarfélagsins Húnabyggðar sem er tvísameinað sveitarfélag á síðustu tveimur árum og er nú að lenda í þeirri stöðu að vera beinlínis svikið um það sem því var lofað af ráðherra og embættismönnum í því vinnuferli. Ekki nóg með það heldur áttu að koma miklir fjármunir í héraðið samkvæmt reglum jöfnunarsjóðs, en nei, einhverjir þarna syðra settu allar reiknivélar á fullt og fjármunirnir voru reiknaðir út af svæðinu. Þetta hentar ekki, við breytum bara reglunum, eftirá, fagleg stjórnsýsla það. Valdi fylgir ábyrgð! Hvaða sveitarfélög eru það sem þurfa að lúta 60 ára gamalli reglu sem segir að þau eigi ekki að fá að innheimta að fullu fasteignagjöld eins og önnur sveitarfélög gera, ahh jú það eru víst hin sterk efnuðu orkusveitarfélög. Hvet þá sem vilja kynna sér málið, að bera saman ársreikninga Húnabyggðar og Hvalfjarðarsveitar, hið fyrrnefnda er eins og áður sagði orkusveitarfélag en orkan er notuð í því síðarnefnda. Afhverju þarf að hlunnfæra sum sveitarfélög en ekki önnur, við erum líka íbúar á íslandi. Mér persónulega finnst það svolítið sérstakt þegar ráðamenn hafa áhyggjur af því að eitthvað sveitarfélag verði „sterk efnað“. Ég hefði haldið að það væri kostur að sveitarfélög séu sjálfbær og geti sinnt sínum íbúum vel. Ég get ekki séð að það sé sturlað fjaðrafok yfir þeim sveitarfélögum sem standa vel í dag og það sé verið að vinna aðgerðir til að minnka þeirra tekjur. Það er búið að lofa því að frumvarpið sé að koma, en hvenær? Í haust, mögulega það seint sett fram að það fer ekki í gegn á þessu þingi? Hverjum hentar það? Hver sér um frumvarpið, eru það kannski aðilar sem kjósa að skammta nýlendum á landsbyggðinni úr hnefa, og óar við því að það skuli renna fjármunir til þeirra sem samkvæmt lögum ættu að fá þá? Freistnivandinn umtalaði er nefnilega orðinn ríkisstjórnarinnar og dráttur málsins fram úr hófi. Húnabyggð er jú ríkt samfélag. Við erum rík af mannauð,við erum rík af náttúru og víðernum, við erum rík af allskonar, en við erum líka rík af innviðaskuldum við íbúa okkar og við erum einstaklega rík af afskiptaleysi í samgöngumálum. Ekki gera ekki neitt! Er slagorð sem væntanlega er smíðað af snjöllum lögfræðingum, held að lögfræðingarnir og félagar á hinu háa alþingi ættu tileinka sér það líka. Höfundur er oddviti í sameinaða orkusveitarfélaginu Húnabyggð og oddviti sjálfstæðismanna og óháðra í Húnabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnabyggð Orkumál Vindorka Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú get ég ekki orða bundist lengur og sé mig knúinn til að leggja orð í belg, slík er orrahríðin. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps er gæjinn á grillinu hjá ÖLLUM hinum réttlátu, réttsýnu og sanngjörnu. Halli eins og hann er gjarnan kallaður hefur komið með öflugt innlegg fyrir hin „fjársterku“ orkusveitarfélög sem vilja ekki sameinast. Undirritaður er reyndar oddviti orkusveitarfélagsins Húnabyggðar sem er tvísameinað sveitarfélag á síðustu tveimur árum og er nú að lenda í þeirri stöðu að vera beinlínis svikið um það sem því var lofað af ráðherra og embættismönnum í því vinnuferli. Ekki nóg með það heldur áttu að koma miklir fjármunir í héraðið samkvæmt reglum jöfnunarsjóðs, en nei, einhverjir þarna syðra settu allar reiknivélar á fullt og fjármunirnir voru reiknaðir út af svæðinu. Þetta hentar ekki, við breytum bara reglunum, eftirá, fagleg stjórnsýsla það. Valdi fylgir ábyrgð! Hvaða sveitarfélög eru það sem þurfa að lúta 60 ára gamalli reglu sem segir að þau eigi ekki að fá að innheimta að fullu fasteignagjöld eins og önnur sveitarfélög gera, ahh jú það eru víst hin sterk efnuðu orkusveitarfélög. Hvet þá sem vilja kynna sér málið, að bera saman ársreikninga Húnabyggðar og Hvalfjarðarsveitar, hið fyrrnefnda er eins og áður sagði orkusveitarfélag en orkan er notuð í því síðarnefnda. Afhverju þarf að hlunnfæra sum sveitarfélög en ekki önnur, við erum líka íbúar á íslandi. Mér persónulega finnst það svolítið sérstakt þegar ráðamenn hafa áhyggjur af því að eitthvað sveitarfélag verði „sterk efnað“. Ég hefði haldið að það væri kostur að sveitarfélög séu sjálfbær og geti sinnt sínum íbúum vel. Ég get ekki séð að það sé sturlað fjaðrafok yfir þeim sveitarfélögum sem standa vel í dag og það sé verið að vinna aðgerðir til að minnka þeirra tekjur. Það er búið að lofa því að frumvarpið sé að koma, en hvenær? Í haust, mögulega það seint sett fram að það fer ekki í gegn á þessu þingi? Hverjum hentar það? Hver sér um frumvarpið, eru það kannski aðilar sem kjósa að skammta nýlendum á landsbyggðinni úr hnefa, og óar við því að það skuli renna fjármunir til þeirra sem samkvæmt lögum ættu að fá þá? Freistnivandinn umtalaði er nefnilega orðinn ríkisstjórnarinnar og dráttur málsins fram úr hófi. Húnabyggð er jú ríkt samfélag. Við erum rík af mannauð,við erum rík af náttúru og víðernum, við erum rík af allskonar, en við erum líka rík af innviðaskuldum við íbúa okkar og við erum einstaklega rík af afskiptaleysi í samgöngumálum. Ekki gera ekki neitt! Er slagorð sem væntanlega er smíðað af snjöllum lögfræðingum, held að lögfræðingarnir og félagar á hinu háa alþingi ættu tileinka sér það líka. Höfundur er oddviti í sameinaða orkusveitarfélaginu Húnabyggð og oddviti sjálfstæðismanna og óháðra í Húnabyggð.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun