„Frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2024 21:11 Stefán Teitur Þórðarson átti góðan leik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stefán Teitur Þórðarson átti góðan leik fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er liðið vann nokkuð öruggan 2-0 sigur gegn Svartfellingum í kvöld. „Mér líður mjög vel. Mér fannst við spila mjög heilsteyptan leik, bæði í fyrri og seinni hálfleik,“ sagði Stefán Teitur í viðtali í leikslok. „Mér fannst við hafa fulla stjórn á leiknum allan tímann og ef annað hvort liðið hefði átt að skora þriðja markið þá fannst mér það eiga að vera við.“ Leikurinn var heldur lengi í gang, en eftir að Orra Steini Óskarssyni tókst að brjóta ísinn fyrir íslenska liðið á 39. mínútu virtist aldrei vera spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. „Mér fannst þetta frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn. Ég á eftir að horfa á þetta aftur og þá kannski sé ég þetta einhvernveginn öðruvísi, en mér leið allavega persónulega mjög vel í leiknum. Mér fannst við byggja þetta mjög vel upp og við spiluðum mjög góðan fótbolta. Svo voru þetta tvö góð föst leikatriði frá Sölva [Geir Ottesen] sem skiluðu þessu í dag.“ Stefán lék inni á miðri miðjunni, aðeins fyrir aftan þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Hann segir sér líða vel í þeirri stöðu. „Mjög vel. Ég hef verið að gera þetta svolítið eftir að ég skipti yfir til Englands, að spila í þessari stöðu. Með mína eiginleika á boltann finnst mér það henta mer mjög vel og ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í dag.“ Þá segir hann sigur kvöldsins gefa liðinu mikið fyrir leik liðsins gegn Tyrkjum í næstu viku. „Já hundrað prósent. Við sýndum góða frammistöðu í dag og það er eitthvað sem við getum byggt á þegar við förum til Tyrklands á mjög erfiðan útivöll. Það er stutt á milli leikja, en það er alltaf betra að vinna leikinn og þá ertu miklu ferskari og það er bara gott,“ sagði Stefán að lokum. Klippa: Stefán Teitur eftir leikinn gegn Svartfjallandi Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Mér fannst við spila mjög heilsteyptan leik, bæði í fyrri og seinni hálfleik,“ sagði Stefán Teitur í viðtali í leikslok. „Mér fannst við hafa fulla stjórn á leiknum allan tímann og ef annað hvort liðið hefði átt að skora þriðja markið þá fannst mér það eiga að vera við.“ Leikurinn var heldur lengi í gang, en eftir að Orra Steini Óskarssyni tókst að brjóta ísinn fyrir íslenska liðið á 39. mínútu virtist aldrei vera spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. „Mér fannst þetta frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn. Ég á eftir að horfa á þetta aftur og þá kannski sé ég þetta einhvernveginn öðruvísi, en mér leið allavega persónulega mjög vel í leiknum. Mér fannst við byggja þetta mjög vel upp og við spiluðum mjög góðan fótbolta. Svo voru þetta tvö góð föst leikatriði frá Sölva [Geir Ottesen] sem skiluðu þessu í dag.“ Stefán lék inni á miðri miðjunni, aðeins fyrir aftan þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Hann segir sér líða vel í þeirri stöðu. „Mjög vel. Ég hef verið að gera þetta svolítið eftir að ég skipti yfir til Englands, að spila í þessari stöðu. Með mína eiginleika á boltann finnst mér það henta mer mjög vel og ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í dag.“ Þá segir hann sigur kvöldsins gefa liðinu mikið fyrir leik liðsins gegn Tyrkjum í næstu viku. „Já hundrað prósent. Við sýndum góða frammistöðu í dag og það er eitthvað sem við getum byggt á þegar við förum til Tyrklands á mjög erfiðan útivöll. Það er stutt á milli leikja, en það er alltaf betra að vinna leikinn og þá ertu miklu ferskari og það er bara gott,“ sagði Stefán að lokum. Klippa: Stefán Teitur eftir leikinn gegn Svartfjallandi
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira