„Íslenskt hvað? Heimir hver?“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2024 11:02 Heimir Hallgrímsson stýrir Írlandi í fyrsta sinn síðar í dag. Stephen McCarthy/Getty Images Heimir Hallgrímsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hans bíður erfitt verkefni í Írlandi þar sem A-landslið karla í knattspyrnu hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Í grein á The Guardian er farið yfir þann skrípaleik sem hefur átt sér stað innan írska knattspyrnusambandsins undanfarin misseri. Þar er farið yfir hvernig var búist var við að John O‘Shea myndi fá starfið frekar en Heimir eftir að hafa staðið sig ágætlega í kjölfar þess að Stephen Kenny var látinn fara. Í greininni segir einnig að hið almenna írska stuðningsfólk hefði hreinlega aldrei heyrt um Heimi Hallgrímsson þegar hann var ráðinn til starfa. Tannlæknir frá Íslandi? Það hljómaði eins og enn ein skelfileg ákvörðun sambands sem hafði vart tekið rétta ákvörðun í meira en fimm ár. Nöfn á borð við Gus Poyet, Roy Keane, Neil lennon og Steve Bruce komu ef til vill aldrei til greina en talið var að Írlandi hafi verið á eftir Willy Sagnol eða Lee Carsley en sá síðarnefndi mun stýra Englandi gegn Írlandi síðar í dag. Að því sögðu þá telur The Guardian að írska sambandið, sem hefur farið í gengum fimm framkvæmdastjóra á jafn mörgum árum, hafi mögulega loksins tekið rétta ákvörðun. Heimir var fljótur að ráða O´Shea sem aðstoðarmann sinn og hann hefur reynslu þegar kemur að því að ná sem mestu úr duglegum leikmannahóp sem skortir ofurstjörnu. Let's tar and feather Heimir Hallgrímsson unless he sings a word perfect rendition of Amhran na bhFiann in fluent Irish this afternoon, while waving a knobbly stick and holding a pig under one armhttps://t.co/aXbasRoOnu— Barry Glendenning (@bglendenning) September 7, 2024 Stuðningsfólk Írlands þarf nauðsynlega á upplyftingu að halda og gæti reynsla Heimis úr svipuðum aðstæðum verið svarið við óskum stuðningsfólksins. Nú er bara að bíða og sjá. Leikur Írlands og Englands í Þjóðadeild UEFA hefst klukkan 16.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Í grein á The Guardian er farið yfir þann skrípaleik sem hefur átt sér stað innan írska knattspyrnusambandsins undanfarin misseri. Þar er farið yfir hvernig var búist var við að John O‘Shea myndi fá starfið frekar en Heimir eftir að hafa staðið sig ágætlega í kjölfar þess að Stephen Kenny var látinn fara. Í greininni segir einnig að hið almenna írska stuðningsfólk hefði hreinlega aldrei heyrt um Heimi Hallgrímsson þegar hann var ráðinn til starfa. Tannlæknir frá Íslandi? Það hljómaði eins og enn ein skelfileg ákvörðun sambands sem hafði vart tekið rétta ákvörðun í meira en fimm ár. Nöfn á borð við Gus Poyet, Roy Keane, Neil lennon og Steve Bruce komu ef til vill aldrei til greina en talið var að Írlandi hafi verið á eftir Willy Sagnol eða Lee Carsley en sá síðarnefndi mun stýra Englandi gegn Írlandi síðar í dag. Að því sögðu þá telur The Guardian að írska sambandið, sem hefur farið í gengum fimm framkvæmdastjóra á jafn mörgum árum, hafi mögulega loksins tekið rétta ákvörðun. Heimir var fljótur að ráða O´Shea sem aðstoðarmann sinn og hann hefur reynslu þegar kemur að því að ná sem mestu úr duglegum leikmannahóp sem skortir ofurstjörnu. Let's tar and feather Heimir Hallgrímsson unless he sings a word perfect rendition of Amhran na bhFiann in fluent Irish this afternoon, while waving a knobbly stick and holding a pig under one armhttps://t.co/aXbasRoOnu— Barry Glendenning (@bglendenning) September 7, 2024 Stuðningsfólk Írlands þarf nauðsynlega á upplyftingu að halda og gæti reynsla Heimis úr svipuðum aðstæðum verið svarið við óskum stuðningsfólksins. Nú er bara að bíða og sjá. Leikur Írlands og Englands í Þjóðadeild UEFA hefst klukkan 16.00 og er sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira