Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga Snæbjörn Guðmundsson skrifar 9. september 2024 07:01 „Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ Árið 2011 vitnaði Fréttablaðið með þessum hætti í erindi Harðar Arnarsonar um orkumál. Hann hafði þá setið sem forstjóri Landsvirkjunar í tæp tvö ár og sá fyrir sér síðasta stórvirkjanaskeiðið. Í lok þess væri ekkert bitastætt eftir óvirkjað. Á þessum tíma voru fáir Íslendingar með hugann við orkuskipti, kolefnisjöfnun eða vetnisverksmiðjur til að bjarga heiminum. Hörður var ekki að hugsa um loftslagsmál eða orkuskipti þegar hann sá fyrir sér að orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu. Þarna mátti einfaldlega heyra gamalkunnugt stef sem forgöngumenn orkugeirans hafa sönglað í áratugi. Þeirra takmark er að ganga eins nærri náttúrunni með virkjunum og þeir komast upp með og selja hæstbjóðanda orkuna í þágu tímabundins hagvaxtar, algjörlega burtséð frá áhrifum á lífríki, landslag og samfélög. Sem betur fer tókst Landsvirkjun ekki þetta ætlunarverk sitt enda ekki í nokkurri aðstöðu til að rjúka í ofurframkvæmdir í framhaldi af Kárahnjúkavirkjun. En segjum sem svo að Hörður hefði reynst sannspár og allir vænlegir orkukostir landsins því þegar virkjaðir eða langt komnir núna, árið 2024. Væri staðan í raforkumálum Íslendinga frábrugðin því sem hún er í dag? Nei, hún væri nákvæmlega sú sama. Það væri enn „raforkuskortur“ enda hefði Landsvirkjun að sjálfsögðu selt eða lofað jafnharðan allri raforkunni til stóriðju líkt og hún hefur gert í áratugi. Gagnaver og iðjuver hefðu sprottið upp eins og gorkúlur og þau þanist út sem fyrir voru. Til þess var jú leikurinn gerður þegar Hörður spáði fyrir um „síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð.“ Orkuþorsta virkjanaaflanna verður nefnilega aldrei svalað. Ef orkufíklarnir hefðu fengið frítt spil árið 2011 og væru nú langt komnir með að virkja allt sem talið var vænlegt að virkja, líkt og Hörður sá fyrir sér, væru þeir núna að heimta afganginn – það sem áður átti að þyrma og setja í verndarflokk rammaáætlunar. Í huga orkugeirans skiptir náttúran hvort eð er engu máli og verndun hennar þvælist bara fyrir framförum og hagvexti. Öll umhugsun um náttúruna er rétt svo í orði en hvergi á borði. Sjálft grundvallarhugtakið „náttúruvernd“ er aldrei notað. Árið 2011 taldi forstjóri Landsvirkjunar að náttúruauðlindir landsins yrðu hratt fullnýttar fyrir örlítið meiri hagvöxt – tímabundinn yl fyrir orkufyrirtæki, verkfræðistofur og verktaka, og svo yrði bara allt búið. Þökkum fyrir að þessar gamaldags hugmyndir hafi ekki náð fram að ganga en vörum okkur um leið á síbylju virkjanaforkólfa dagsins í dag um raforkuskort og virkjanir. Áratugum saman hefur orkuiðnaðurinn þrástagast á því að hér þurfi tafarlaust að virkja hitt og þetta og alltaf fundið nýjar og nýjar tylliástæður fyrir áróðrinum. Miðað við höfðatölu framleiða Íslendingar meiri raforku en nokkurt annað ríki í veröldinni. Samt erum við alltaf á vonarvöl. Trúir því einhver að markmið hins eilífa barlóms um nauðsyn virkjanaframkvæmda hafi í raun breyst, þótt hann sé nú klæddur í búning fagurgala um orkuskipti? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ Árið 2011 vitnaði Fréttablaðið með þessum hætti í erindi Harðar Arnarsonar um orkumál. Hann hafði þá setið sem forstjóri Landsvirkjunar í tæp tvö ár og sá fyrir sér síðasta stórvirkjanaskeiðið. Í lok þess væri ekkert bitastætt eftir óvirkjað. Á þessum tíma voru fáir Íslendingar með hugann við orkuskipti, kolefnisjöfnun eða vetnisverksmiðjur til að bjarga heiminum. Hörður var ekki að hugsa um loftslagsmál eða orkuskipti þegar hann sá fyrir sér að orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu. Þarna mátti einfaldlega heyra gamalkunnugt stef sem forgöngumenn orkugeirans hafa sönglað í áratugi. Þeirra takmark er að ganga eins nærri náttúrunni með virkjunum og þeir komast upp með og selja hæstbjóðanda orkuna í þágu tímabundins hagvaxtar, algjörlega burtséð frá áhrifum á lífríki, landslag og samfélög. Sem betur fer tókst Landsvirkjun ekki þetta ætlunarverk sitt enda ekki í nokkurri aðstöðu til að rjúka í ofurframkvæmdir í framhaldi af Kárahnjúkavirkjun. En segjum sem svo að Hörður hefði reynst sannspár og allir vænlegir orkukostir landsins því þegar virkjaðir eða langt komnir núna, árið 2024. Væri staðan í raforkumálum Íslendinga frábrugðin því sem hún er í dag? Nei, hún væri nákvæmlega sú sama. Það væri enn „raforkuskortur“ enda hefði Landsvirkjun að sjálfsögðu selt eða lofað jafnharðan allri raforkunni til stóriðju líkt og hún hefur gert í áratugi. Gagnaver og iðjuver hefðu sprottið upp eins og gorkúlur og þau þanist út sem fyrir voru. Til þess var jú leikurinn gerður þegar Hörður spáði fyrir um „síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð.“ Orkuþorsta virkjanaaflanna verður nefnilega aldrei svalað. Ef orkufíklarnir hefðu fengið frítt spil árið 2011 og væru nú langt komnir með að virkja allt sem talið var vænlegt að virkja, líkt og Hörður sá fyrir sér, væru þeir núna að heimta afganginn – það sem áður átti að þyrma og setja í verndarflokk rammaáætlunar. Í huga orkugeirans skiptir náttúran hvort eð er engu máli og verndun hennar þvælist bara fyrir framförum og hagvexti. Öll umhugsun um náttúruna er rétt svo í orði en hvergi á borði. Sjálft grundvallarhugtakið „náttúruvernd“ er aldrei notað. Árið 2011 taldi forstjóri Landsvirkjunar að náttúruauðlindir landsins yrðu hratt fullnýttar fyrir örlítið meiri hagvöxt – tímabundinn yl fyrir orkufyrirtæki, verkfræðistofur og verktaka, og svo yrði bara allt búið. Þökkum fyrir að þessar gamaldags hugmyndir hafi ekki náð fram að ganga en vörum okkur um leið á síbylju virkjanaforkólfa dagsins í dag um raforkuskort og virkjanir. Áratugum saman hefur orkuiðnaðurinn þrástagast á því að hér þurfi tafarlaust að virkja hitt og þetta og alltaf fundið nýjar og nýjar tylliástæður fyrir áróðrinum. Miðað við höfðatölu framleiða Íslendingar meiri raforku en nokkurt annað ríki í veröldinni. Samt erum við alltaf á vonarvöl. Trúir því einhver að markmið hins eilífa barlóms um nauðsyn virkjanaframkvæmda hafi í raun breyst, þótt hann sé nú klæddur í búning fagurgala um orkuskipti? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar