Keyrði niður körfuboltamann sem lést Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 06:30 Ilkan Karaman þegar hann var leikmaður Fenerbahce í Euroleague deildinni. Getty/Salih Zeki Sayar Tyrkneski körfuboltamaðurinn Ilkan Karaman lést um helgina eftir eftir slys í heimalandi sínu. Karaman var aðeins 34 ára gamall en hann spilaði á sínum tíma fyrir tyrknesku stórliðin Fenerbache og Besiktas sem og fyrir tyrkneska landsliðið. Karaman var staddur í Datca í Tyrklandi. Bíllinn hans varð bensínlaus og hann stóð við vegakantinn á meðan vinur hans sótti bensín á næstu bensínstöð. Ökumaður kom þá aðvífandi og keyrði hann niður. Karaman lést af sárum sínum. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum. Bílstjórinn missti stjórn á bíl sínum og keyrði út fyrir veginn og yfir Karaman. Karaman var 205 sentimetrar á hæð og spilaði sem kraftframherji. Karaman varð tyrkneskur bikarmeistari 2013 og varð meistari með Fenerbahce árið 2014. Hann spilaði fyrir yngri landslið Tyrklands og var með A-landsliðinu í undankeppni Eurobasket 2013 þar sem hann var með 10,5 stig og 5,8 að meðaltali í átta leikjum. Brooklyn Nets valdi Karaman í nýliðavalinu 2012 og notaði í það valrétt númer 57. Hann spilaði þó aldrei í NBA-deildinni. Réttinum að honum var þó skipt tvisvar sinnum á milli félaga. Fyrst til Cleveland Cavaliers árið 2014 og svo til Milwaukee Bucks árið 2020. Karaman spilaði með tyrkneska félaginu Cayırova Belediyesi á síðustu leiktíð. A generous smile, a genuine person, a big heart that will be missing as of today. We are heartbroken to hear for the accident that took the life of Ilkan Karaman, one of the beautiful souls that we were privileged to represent. Rest in Peace, you shall be forever remembered! 🙏🙏 pic.twitter.com/hEeDqJFTbz— Octagon Basketball Europe (@OctagonBballEU) September 8, 2024 Körfubolti Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Karaman var aðeins 34 ára gamall en hann spilaði á sínum tíma fyrir tyrknesku stórliðin Fenerbache og Besiktas sem og fyrir tyrkneska landsliðið. Karaman var staddur í Datca í Tyrklandi. Bíllinn hans varð bensínlaus og hann stóð við vegakantinn á meðan vinur hans sótti bensín á næstu bensínstöð. Ökumaður kom þá aðvífandi og keyrði hann niður. Karaman lést af sárum sínum. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum. Bílstjórinn missti stjórn á bíl sínum og keyrði út fyrir veginn og yfir Karaman. Karaman var 205 sentimetrar á hæð og spilaði sem kraftframherji. Karaman varð tyrkneskur bikarmeistari 2013 og varð meistari með Fenerbahce árið 2014. Hann spilaði fyrir yngri landslið Tyrklands og var með A-landsliðinu í undankeppni Eurobasket 2013 þar sem hann var með 10,5 stig og 5,8 að meðaltali í átta leikjum. Brooklyn Nets valdi Karaman í nýliðavalinu 2012 og notaði í það valrétt númer 57. Hann spilaði þó aldrei í NBA-deildinni. Réttinum að honum var þó skipt tvisvar sinnum á milli félaga. Fyrst til Cleveland Cavaliers árið 2014 og svo til Milwaukee Bucks árið 2020. Karaman spilaði með tyrkneska félaginu Cayırova Belediyesi á síðustu leiktíð. A generous smile, a genuine person, a big heart that will be missing as of today. We are heartbroken to hear for the accident that took the life of Ilkan Karaman, one of the beautiful souls that we were privileged to represent. Rest in Peace, you shall be forever remembered! 🙏🙏 pic.twitter.com/hEeDqJFTbz— Octagon Basketball Europe (@OctagonBballEU) September 8, 2024
Körfubolti Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira