Þjóðverjar herða tökin á landamærum Árni Sæberg skrifar 9. september 2024 17:00 Staða Olafs Scholz er ekki góð. Maryam Majd/Getty Ríkisstjórn Þýskalands tilkynnti í dag að tímabundið landamæraeftirlit verði tekið upp til þess að stemma stigu við fólksflutningum til landsins og hryðjuverkaógn. Í tilkynningu innanríkisráðuneytisins segir að eftirlitið muni hefjast þann 16. september næstkomandi og vara í sex mánuði til að byrja með. „Við erum að efla innra öryggi og halda áfram baráttu okkar gegn óeðlilegum fólksflutningum,“ er haft eftir Nancy Faeser innanríkisráðherra. Öfgahægrið græðir á vandanum Í frétt Reuters segir að Þjóðverjar hafi tekið upp harðari stefnu í innflytjendamálum undanfarin ár og að frjálslynd ríkisstjórn Olafs Scholz eigi í mestu erfiðleikum með málaflokkinn á meðan hægrimenn í Valkosti fyrir Þýskaland, AfD, stórgræða á honum. AfD varð á dögunum fyrsti flokkurinn lengst á hægri ásnum til þess að vinna kosningar í sambandslandi í Þýskalandi frá seinna stríði. Þá vann flokkurinn stórsigur í Þýsingalandi undir stjórn hins umdeilda Björns Höcke. Fjöldi landa undir Tilkynning ríkisstjórnarinnar vekur athygli, ekki síst vegna þess að kosningar fara fram víða í sambandlöndum Þýskalands þessa dagana og staða Sósíalistaflokks Scholz er ekki góð. Þá er ekki langt um liðið frá því að hryðjuverkaárás var framin í borginni Solingen. Þrír létust árásinni og átta særðust. Sýrlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa framið árásina og Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á henni. Talið er að ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem er ekki síst tekin í ljósi hryðjuverkaógnar, geti haft áhrif á evrópskt samstarf, sem hefur átt undir högg að sækja undanfarið. Þannig hefur innanríkisráðherra Austurríkis, Gerhard Karner, þegar tilkynnt að Austurríkismenn muni ekki taka á móti neinum sem Þýskaland hleypir ekki yfir landamæri sín. Þýskaland á landamæri að Danmörku, Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Frakklandi, Sviss, Austurríki, Tékklandi og Póllandi. Þýskaland Flóttamenn Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Í tilkynningu innanríkisráðuneytisins segir að eftirlitið muni hefjast þann 16. september næstkomandi og vara í sex mánuði til að byrja með. „Við erum að efla innra öryggi og halda áfram baráttu okkar gegn óeðlilegum fólksflutningum,“ er haft eftir Nancy Faeser innanríkisráðherra. Öfgahægrið græðir á vandanum Í frétt Reuters segir að Þjóðverjar hafi tekið upp harðari stefnu í innflytjendamálum undanfarin ár og að frjálslynd ríkisstjórn Olafs Scholz eigi í mestu erfiðleikum með málaflokkinn á meðan hægrimenn í Valkosti fyrir Þýskaland, AfD, stórgræða á honum. AfD varð á dögunum fyrsti flokkurinn lengst á hægri ásnum til þess að vinna kosningar í sambandslandi í Þýskalandi frá seinna stríði. Þá vann flokkurinn stórsigur í Þýsingalandi undir stjórn hins umdeilda Björns Höcke. Fjöldi landa undir Tilkynning ríkisstjórnarinnar vekur athygli, ekki síst vegna þess að kosningar fara fram víða í sambandlöndum Þýskalands þessa dagana og staða Sósíalistaflokks Scholz er ekki góð. Þá er ekki langt um liðið frá því að hryðjuverkaárás var framin í borginni Solingen. Þrír létust árásinni og átta særðust. Sýrlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa framið árásina og Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á henni. Talið er að ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem er ekki síst tekin í ljósi hryðjuverkaógnar, geti haft áhrif á evrópskt samstarf, sem hefur átt undir högg að sækja undanfarið. Þannig hefur innanríkisráðherra Austurríkis, Gerhard Karner, þegar tilkynnt að Austurríkismenn muni ekki taka á móti neinum sem Þýskaland hleypir ekki yfir landamæri sín. Þýskaland á landamæri að Danmörku, Hollandi, Belgíu, Lúxemborg, Frakklandi, Sviss, Austurríki, Tékklandi og Póllandi.
Þýskaland Flóttamenn Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira