Frakkland með sannfærandi sigur á Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2024 20:51 Frakkar fagna. EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Tveir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Frakkland vann góðan 2-0 sigur á Belgíu á meðan Ítalía hefði þá átt að vinna Ísrael með meiri mun í leik sem fór fram á hlutlausum velli í Ungverjalandi. Randal Kolo Muani kom Frakklandi yfir eftir undirbúning Ousmane Dembélé þegar rétt tæpur hálftími var liðinn. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en það var hins vegar hart barist og fóru fjögur gul spjöld á loft. Dembélé sjálfur tvöfaldaði forystuna á 57. mínútu eftir að hinn síduglegi N‘Golo Kanté stakk boltanum inn á vængmanninn sem skoraði með frábæru skoti. Mbappe enjoyed that Ousmane Dembele screamer 🤝💥 pic.twitter.com/gI4WJbdTB0— LiveScore (@livescore) September 9, 2024 Mörkin urðu ekki fleiri og Frakkland vann góðan 2-0 sigur eftir óvænt tap gegn Ítalíu í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Ísrael tók á móti heitu liði Ítalíu í Ungverjalandi. Þar var Ítalía 1-0 yfir í hálfleik þökk sé sjóðandi heitum Davide Frattesi og Federico Dimarco, sá fyrrnefndi með markið og sá síðarnefndi með stoðsendinguna. Davide Frattesi kom Ítalíu yfir.EPA-EFE/Tibor Illyes HUNGARY OUT Eftir rúma klukkustund bætti Moise Kean við öðru marki Ítalíu þegar hann var réttur maður á réttum stað eftir að skot Giacomo Raspadori var varið. Var þetta fyrsta landsliðsmark Kean síðan árið 2021. Sandro Tonali hélt svo að hann hefði bætt við þriðja marki Ítalíu á 76. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mohammed Abu Fani minnkaði muninn fyrir Ísrael undir lok leiks og þar við sat, 2-1 sigur Ítalíu staðreynd. Staðan í riðli 2 í A-deild er því þannig að Ítalía er með sex stig, Frakkland og Belgía eru með þrjú stig á meðan Ísrael er án stiga. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Randal Kolo Muani kom Frakklandi yfir eftir undirbúning Ousmane Dembélé þegar rétt tæpur hálftími var liðinn. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en það var hins vegar hart barist og fóru fjögur gul spjöld á loft. Dembélé sjálfur tvöfaldaði forystuna á 57. mínútu eftir að hinn síduglegi N‘Golo Kanté stakk boltanum inn á vængmanninn sem skoraði með frábæru skoti. Mbappe enjoyed that Ousmane Dembele screamer 🤝💥 pic.twitter.com/gI4WJbdTB0— LiveScore (@livescore) September 9, 2024 Mörkin urðu ekki fleiri og Frakkland vann góðan 2-0 sigur eftir óvænt tap gegn Ítalíu í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Ísrael tók á móti heitu liði Ítalíu í Ungverjalandi. Þar var Ítalía 1-0 yfir í hálfleik þökk sé sjóðandi heitum Davide Frattesi og Federico Dimarco, sá fyrrnefndi með markið og sá síðarnefndi með stoðsendinguna. Davide Frattesi kom Ítalíu yfir.EPA-EFE/Tibor Illyes HUNGARY OUT Eftir rúma klukkustund bætti Moise Kean við öðru marki Ítalíu þegar hann var réttur maður á réttum stað eftir að skot Giacomo Raspadori var varið. Var þetta fyrsta landsliðsmark Kean síðan árið 2021. Sandro Tonali hélt svo að hann hefði bætt við þriðja marki Ítalíu á 76. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mohammed Abu Fani minnkaði muninn fyrir Ísrael undir lok leiks og þar við sat, 2-1 sigur Ítalíu staðreynd. Staðan í riðli 2 í A-deild er því þannig að Ítalía er með sex stig, Frakkland og Belgía eru með þrjú stig á meðan Ísrael er án stiga.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira