Þaggaði niður í sínum bestu vinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 10:32 Kristall Máni Ingason fagnar einu af þremur mörkum sínum í sigurleiknum á Dönum fyrir helgi. Vísir/Anton Kristall Máni Ingason sló markamet 21 árs landsliðsins þegar hann skoraði þrennu í sigri á Dönum í síðustu viku og hann verður aftur í sviðsljósinu með íslenska 21 árs landsliðinu í dag. Íslensku strákarnir mæta þá Wales í Víkinni í undankeppni EM 2025 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 16.20. Valur Páll Eiríksson hitti Kristal á æfingu íslenska liðsins í gær. Honum leiddist ekkert að skora þrennu á móti Dönum. „Þetta var fjör. Ég get ekki sagt annað. Það var skemmtilegt að vinna þá og skora,“ sagði Kristall. Hann talaði um það fyrir leikinn að hann ætlaði að láta Danina finna fyrir sér en Kristall spilar í dönsku deildinni. Hann stóð við stóru orðin. Stóð við stóru orðin „Ég gat ekki gert annað því ég fékk mikið af skilaboðum um þetta viðtal. Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin,“ sagði Kristall. Hefur síminn hans stoppað eftir leikinn? „Þetta var meira bara fyrir leik. Menn að hlæja að þessum orðum og senda mér fréttina. Svo hlógu menn að þessu eftir á og höfðu gaman af þessu,“ sagði Kristall. Klippa: „Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin“ „Ég þaggaði niðri í nokkrum og sérstaklega mínum bestu vinum. Ég þaggaði aðeins niðri í þeim,“ sagði Kristall. Í okkar höndum Sigurinn á Dönum var gríðarlega mikilvægur og hélt íslenska liðinu á lífi í riðlinum. „Ef við gerum það sem við ætlum okkur á morgun [í dag] þá er þetta í okkar höndum. Ég myndi segja að þetta sé í okkar höndum eins og staðan er núna,“ sagði Kristall. Kristall Máni bætti markamet Emils Atlasonar með 21 árs landsliðinu. Kristall er nú kominn með ellefu mörk i átján leikjum með U21.Vísir/Anton „Þetta er hörku riðlill og það eru fjögur lið að berjast um fyrsta sætið og umspilssætið. Þetta er krefjandi,“ sagði Kristall. Hvernig líst honum á leikinn við Wales? Alltaf markmiðið að hækka töluna „Ég get ekki beðið. Spila annan leik hérna á heimavelli. Wales er með sterkt lið, líkamlega sterkir og öðruvísi en Danirnir. Ég held að þetta verði hörku leikur en við þurfum bara þessa þrjá punkta,“ sagði Kristall. Mun hann bæta við mörkum í dag? „Það er alltaf planið. Það er alltaf markmiðið að hækka þessa tölu,“ sagði Kristall sem hefur skorað 11 mörk í 18 leikjum fyrir íslenska 21 árs landsliðið. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Íslensku strákarnir mæta þá Wales í Víkinni í undankeppni EM 2025 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 16.20. Valur Páll Eiríksson hitti Kristal á æfingu íslenska liðsins í gær. Honum leiddist ekkert að skora þrennu á móti Dönum. „Þetta var fjör. Ég get ekki sagt annað. Það var skemmtilegt að vinna þá og skora,“ sagði Kristall. Hann talaði um það fyrir leikinn að hann ætlaði að láta Danina finna fyrir sér en Kristall spilar í dönsku deildinni. Hann stóð við stóru orðin. Stóð við stóru orðin „Ég gat ekki gert annað því ég fékk mikið af skilaboðum um þetta viðtal. Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin,“ sagði Kristall. Hefur síminn hans stoppað eftir leikinn? „Þetta var meira bara fyrir leik. Menn að hlæja að þessum orðum og senda mér fréttina. Svo hlógu menn að þessu eftir á og höfðu gaman af þessu,“ sagði Kristall. Klippa: „Ég þurfti að gjöra svo vel og standa við stóru orðin“ „Ég þaggaði niðri í nokkrum og sérstaklega mínum bestu vinum. Ég þaggaði aðeins niðri í þeim,“ sagði Kristall. Í okkar höndum Sigurinn á Dönum var gríðarlega mikilvægur og hélt íslenska liðinu á lífi í riðlinum. „Ef við gerum það sem við ætlum okkur á morgun [í dag] þá er þetta í okkar höndum. Ég myndi segja að þetta sé í okkar höndum eins og staðan er núna,“ sagði Kristall. Kristall Máni bætti markamet Emils Atlasonar með 21 árs landsliðinu. Kristall er nú kominn með ellefu mörk i átján leikjum með U21.Vísir/Anton „Þetta er hörku riðlill og það eru fjögur lið að berjast um fyrsta sætið og umspilssætið. Þetta er krefjandi,“ sagði Kristall. Hvernig líst honum á leikinn við Wales? Alltaf markmiðið að hækka töluna „Ég get ekki beðið. Spila annan leik hérna á heimavelli. Wales er með sterkt lið, líkamlega sterkir og öðruvísi en Danirnir. Ég held að þetta verði hörku leikur en við þurfum bara þessa þrjá punkta,“ sagði Kristall. Mun hann bæta við mörkum í dag? „Það er alltaf planið. Það er alltaf markmiðið að hækka þessa tölu,“ sagði Kristall sem hefur skorað 11 mörk í 18 leikjum fyrir íslenska 21 árs landsliðið. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira