Ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 10. september 2024 09:33 Samkvæmt könnun neyta Íslendingar miklu minni sykurs heldur en sölutölur benda til. Það er nefnilega þannig að einstaklingar eru tregir til að segja frá raunneyslu sinni eða gleyma að minnast á matvæli sem neytt er milli mála. Ef ég fengi mér einkaþjálfara sem fylgdist gaumgæfilega með matarinntöku minni myndi koma í ljós að ég er alls ekki hætt að borða sykur. Ég borðaði súkkulaðikex eftir hádegismatinn og drakk kók með kvöldmatnum. Svo er sykur orðinn viðbættur í ýmislegt sem manni dettur kannski ekki í hug að innihaldi sykur. Einkaþjálfarinn myndi kannski senda mig út að hlaupa til mótvægis og endurskoða mataræðið. Fylgjast gaumgæfilega með árangri og endurmeta stöðuna. Það er okkur eðlislægt að fegra myndina þegar við gefum skýrslu frá okkur sjálfum. Enda eru margir hlutir, eins og sykurneysla, hlutir sem koma engum öðrum við. Það er hins vegar þegar um er að ræða hluti eins og losun gróðurhúsalofttegunda, rask á náttúru, grunnvatni, loftgæðum eða jarðvegi sem það kemur okkur öllum eiginlega bara mjög mikið við hvort og hversu mikið slíkt athæfi á sér stað yfir höfuð og hvaða mótvægisaðgerðir eru viðhafðar. Samt hefur það viðhafst hjá margvíslegri starfsemi að hafa eftirlit með sjálfri sér. Sjávarútvegurinn semur við sjálfan sig í úrvinnslusjóði og fylgist sjálfur gaumgæfilega með stöðu mála og nær ótrúlegum árangri að eigin sögn. Fiskeldisiðnaðurinn kaupir sjálfur úttektir og skilar til ríkisins um stöðu hafsbotnsins undir kvíunum og öðrum umhverfisáhrifum. Running tide þvertóku fyrir það að nein þörf væri á eftirliti þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafði farið fram á það og fengu með sér ráðherra í lið sem stóðu þétt við bakið á þeim. Endurvinnsluiðnaðurinn skilaði góðum endurvinnslutölum fyrir plast sem fannst svo í stútfullu vöruhúsnæði í Svíþjóð. Og alltaf erum við jafn hissa þegar upp kemur að eitthvað var ekki eins gott og það var látið líta út fyrir að vera. Það er pólitísk sveifla í gangi þar sem talað er um að einfalda leyfisveitingar og létta eða „afhúða“ regluverkið. Þá má ekki gleymast hversu mikils virði það er fyrir almenning að eftirlit sé öflugt. Talsverð stemning var fyrir því að létta á eftirliti í matvælaiðnaðinum þangað til fannst ólöglegur matarlager fullur af rottuskít og upp kom að hollustuháttum var virkilega ábótavant á mörgum matsölustöðum. En það virðist erfitt að koma einhverju skikki á opinbert eftirlit. Sama hversu margir laxar sleppa, margar súlur gera sér hreiður úr plastveiðafærum, afdráttarlausar aðvaranir eru frá Hafró um óvissuþætti kolefnisbindingar í hafi og hversu mörg mál eins og mjólkurfernur brenndar í Lettlandi koma upp. Regluverkið er eins, eftirlitsstofnanir ná ekki að sinna eftirliti sínu og við höldum áfram að spyrja fólk úti á götu hvort það borði nokkuð sykur. Nei, ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur, og kjöt líka. Svo drekk ég bara gvendarbrunnavatn og borða ekkert nema heimaræktað grænmeti og bygg. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun neyta Íslendingar miklu minni sykurs heldur en sölutölur benda til. Það er nefnilega þannig að einstaklingar eru tregir til að segja frá raunneyslu sinni eða gleyma að minnast á matvæli sem neytt er milli mála. Ef ég fengi mér einkaþjálfara sem fylgdist gaumgæfilega með matarinntöku minni myndi koma í ljós að ég er alls ekki hætt að borða sykur. Ég borðaði súkkulaðikex eftir hádegismatinn og drakk kók með kvöldmatnum. Svo er sykur orðinn viðbættur í ýmislegt sem manni dettur kannski ekki í hug að innihaldi sykur. Einkaþjálfarinn myndi kannski senda mig út að hlaupa til mótvægis og endurskoða mataræðið. Fylgjast gaumgæfilega með árangri og endurmeta stöðuna. Það er okkur eðlislægt að fegra myndina þegar við gefum skýrslu frá okkur sjálfum. Enda eru margir hlutir, eins og sykurneysla, hlutir sem koma engum öðrum við. Það er hins vegar þegar um er að ræða hluti eins og losun gróðurhúsalofttegunda, rask á náttúru, grunnvatni, loftgæðum eða jarðvegi sem það kemur okkur öllum eiginlega bara mjög mikið við hvort og hversu mikið slíkt athæfi á sér stað yfir höfuð og hvaða mótvægisaðgerðir eru viðhafðar. Samt hefur það viðhafst hjá margvíslegri starfsemi að hafa eftirlit með sjálfri sér. Sjávarútvegurinn semur við sjálfan sig í úrvinnslusjóði og fylgist sjálfur gaumgæfilega með stöðu mála og nær ótrúlegum árangri að eigin sögn. Fiskeldisiðnaðurinn kaupir sjálfur úttektir og skilar til ríkisins um stöðu hafsbotnsins undir kvíunum og öðrum umhverfisáhrifum. Running tide þvertóku fyrir það að nein þörf væri á eftirliti þrátt fyrir að Umhverfisstofnun hafði farið fram á það og fengu með sér ráðherra í lið sem stóðu þétt við bakið á þeim. Endurvinnsluiðnaðurinn skilaði góðum endurvinnslutölum fyrir plast sem fannst svo í stútfullu vöruhúsnæði í Svíþjóð. Og alltaf erum við jafn hissa þegar upp kemur að eitthvað var ekki eins gott og það var látið líta út fyrir að vera. Það er pólitísk sveifla í gangi þar sem talað er um að einfalda leyfisveitingar og létta eða „afhúða“ regluverkið. Þá má ekki gleymast hversu mikils virði það er fyrir almenning að eftirlit sé öflugt. Talsverð stemning var fyrir því að létta á eftirliti í matvælaiðnaðinum þangað til fannst ólöglegur matarlager fullur af rottuskít og upp kom að hollustuháttum var virkilega ábótavant á mörgum matsölustöðum. En það virðist erfitt að koma einhverju skikki á opinbert eftirlit. Sama hversu margir laxar sleppa, margar súlur gera sér hreiður úr plastveiðafærum, afdráttarlausar aðvaranir eru frá Hafró um óvissuþætti kolefnisbindingar í hafi og hversu mörg mál eins og mjólkurfernur brenndar í Lettlandi koma upp. Regluverkið er eins, eftirlitsstofnanir ná ekki að sinna eftirliti sínu og við höldum áfram að spyrja fólk úti á götu hvort það borði nokkuð sykur. Nei, ég er eiginlega alveg hætt að borða sykur, og kjöt líka. Svo drekk ég bara gvendarbrunnavatn og borða ekkert nema heimaræktað grænmeti og bygg. Höfundur er formaður Landverndar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar