Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2024 12:17 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis á von á átökum í pólitíkinni framundan. Vísir/Vilhelm Það er viðbúið að átakavetur sé framundan í stjórnmálum að sögn forseta Alþingis, sem vonar þó að þingstörf fari fram með skikkanlegum hætti. Síðasti þingvetur fyrir alþingiskosningar hefst í dag þegar þing verður sett síðdegis. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá. Þingsetning hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö í dag og þá heldur dagskráin áfram í Alþingishúsinu upp úr klukkan tvö. „Þar flytur forseti íslands ávarp og síðan ég sem forseti þingsins. Að því búnu verður gert hlé fram til klukkan fjögur og í hléinu verður gestum athafnarinnar boðið til kaffisamsætis í nýja húsinu okkar Smiðju,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Þetta verður fyrsta setningarathöfn Alþingis sem nýr forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og nýr biskup, Guðrún Karls Helgudóttir, taka þátt í. „Það eru tímamót af mörgu tagi,“ segir Birgir. Hægt verður að fylgjast með þingsetningunni í beinu streymi á Vísi. Klukkan fjögur hefst þingfundur að nýju þar sem fjárlagafrumvarpi verður meðal annars dreift, og þingmönnum úthlutuð ný sæti í þingsal. „Þingmenn draga númer þar sem vísar til þess hvar þeir sitja þannig þingmenn skipta um sæti á hverju einasta hausti,“ segir Birgir. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli þegar þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur. „Fólk hefur rétt á að mótmæla en við hins vegar látum það ekki trufla starf þingsins.“ Flokkarnir byrjaðir að hita upp fyrir kosningar Þá flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana annað kvöld. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefur verið dreift á Alþingi og á eftir að koma í ljós hve mörg þeirra mun takast að afgreiða. „Það er auðvitað þannig að síðasta þing fyrir kosningar er auðvitað oft átaka þing. Bæði er það þannig að ríkisstjórn leggur auðvitað kapp á að klára ákveðin mál sem að hún hefur á sinni stefnuskrá. Svo er það auðvitað þannig að stjórnmálaflokkarnir, hver fyrir sig, þeir eru byrjaðir að hita sig upp fyrir kosningar og ég á alveg von á því að það komi til með að koma fram í þingstörfunum. Ég vonast hins vegar til að við getum alla veganna lokið þeim málum sem nauðsynleg eru með skikkanlegum hætti,“ segir Birgir. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
Þingsetning hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö í dag og þá heldur dagskráin áfram í Alþingishúsinu upp úr klukkan tvö. „Þar flytur forseti íslands ávarp og síðan ég sem forseti þingsins. Að því búnu verður gert hlé fram til klukkan fjögur og í hléinu verður gestum athafnarinnar boðið til kaffisamsætis í nýja húsinu okkar Smiðju,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Þetta verður fyrsta setningarathöfn Alþingis sem nýr forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og nýr biskup, Guðrún Karls Helgudóttir, taka þátt í. „Það eru tímamót af mörgu tagi,“ segir Birgir. Hægt verður að fylgjast með þingsetningunni í beinu streymi á Vísi. Klukkan fjögur hefst þingfundur að nýju þar sem fjárlagafrumvarpi verður meðal annars dreift, og þingmönnum úthlutuð ný sæti í þingsal. „Þingmenn draga númer þar sem vísar til þess hvar þeir sitja þannig þingmenn skipta um sæti á hverju einasta hausti,“ segir Birgir. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli þegar þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur. „Fólk hefur rétt á að mótmæla en við hins vegar látum það ekki trufla starf þingsins.“ Flokkarnir byrjaðir að hita upp fyrir kosningar Þá flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana annað kvöld. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefur verið dreift á Alþingi og á eftir að koma í ljós hve mörg þeirra mun takast að afgreiða. „Það er auðvitað þannig að síðasta þing fyrir kosningar er auðvitað oft átaka þing. Bæði er það þannig að ríkisstjórn leggur auðvitað kapp á að klára ákveðin mál sem að hún hefur á sinni stefnuskrá. Svo er það auðvitað þannig að stjórnmálaflokkarnir, hver fyrir sig, þeir eru byrjaðir að hita sig upp fyrir kosningar og ég á alveg von á því að það komi til með að koma fram í þingstörfunum. Ég vonast hins vegar til að við getum alla veganna lokið þeim málum sem nauðsynleg eru með skikkanlegum hætti,“ segir Birgir.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira