„Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. september 2024 23:16 Þau Sigmundur og Kristrún, sem hafa starfað saman í stjórnarandstöðunni síðustu þrjú ár, ræddu fjárlagafrumvarpið nýja. Hvorugt þeirra hrifið. stöð 2 Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Með fjárlögunum nýju aukast útgjöld ríkisins um 55 milljarða króna á næsta ári. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Meira um það hér: Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, stærsta þingflokksins samkvæmt skoðanakönnunum, segir ríkisstjórnina hafa brugðist við stjórn efnhagsmála. Það sé ekkert í frumvarpinu sem bendi til þess að það muni breytast. „Við sjáum, ef eitthvað er, afkomuna versna fyrir næst ár miðað við það sem var lagt upp með í vor,“ segir hún. Fjármálaráðherra segist hvorki ætla í skattahækkanir né niðurskurð, en Kristrún segir að líklega þurfi bæði til. „Það þarf að fara í tekjuauka þar sem þensla er í samfélaginu og taka pólitískar ákvarðanir um það. Það þarf líka að fara betur með fé en svo þarf að hætta að keyra hagvöxtinn okkar hér áfram af þessum innviðafreku atvinnugreinum sem eru auðvitað að þenja út markaðinn og skapa fólki erfiðar aðstæður, til að mynda á húsnæðismarkaði.“ Ríkisstjórn sem slær öll met Sigmundur Davíð segir augljóst að frumvarpið muni ekki skila því sem lagt sé upp með. „Í dag voru ekki bara kynnt ný fjárlög. Það var kynnt nýtt slagorð Framsóknarflokksins eða ríkisstjórnarinnar: „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur og vísar til yfirskriftar blaðamannafundar Sigurðar Inga í dag. „En þetta er ekki allt að koma miðað við fjárlögin, því að það sem þau kynna þó sem aðhaldsaðgerðir er ný uppfinning þessarar ríkisstjórnar og gengur nokkurn veginn svona fyrir sig: „aðhald er það sem við hefðum getað hugsað okkur að eyða í umfram efni, en ætlum ekki að gera“.“ Sigmundur er ekki hrifinn. Vísir/Arnar Sigmundur heldur áfram: Staðreyndin er sú að það er enn að reka ríkið með halla, þetta er ríkisstjórn sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum. Og nú er hún að slá enn eitt metið. Þetta allt saman kyndir undir verðbólguna sem er stærsta áhyggjuefni okkar á Íslandi núna, ásamt vöxtunum sem af henni leiðir og áhrifunum á húsnæðismarkaðinn og samfélagið allt. Seðlabankastjóri varaði við vanfjármögnun Kristrún segir útgjöldin, sem aukast um 55 milljarða milli ára, ekki fjármögnuð. Kristrún Frostadóttir skilur að það séu skiptar skoðanir á þéttingu byggðar.Vísir/Arnar „Þetta er meðal annars það sem seðlabankastjóri bentiá, eftirminnilega, á síðasta vaxtaákvörðunarfundi um að kjarasamningsútgjöld hefðu ekki verið fjármögnuð, um að Grindavík hefði ekki verið fjármögnuð. Ef fólk hlustar á kröfur verkalýðshreyfingarinnar, þá eru þær að koma með fjármögnuð útgjöld, því fólk þolir ekki þjónustuniðurskurð.“ Varðandi breytingar á fjárlagafrumvarpi innan fjárlaganefndar segir Sigmundur að nefndin ráði ekki við að breyta miklu. „Þau munu varla ráða við að koma áfram málum sem þau hafa lagt fram, um 216 mál sem þau hafa kynnt núna. Þau verða bara fegin ef þau ná að koma einhverju í gegn. En þetta verður því miður til tjóns þegar við þurfum á því að halda að sýna aðhald og ná tökum á verðbólgunni.“ Alþingi Samfylkingin Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Með fjárlögunum nýju aukast útgjöld ríkisins um 55 milljarða króna á næsta ári. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Meira um það hér: Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, stærsta þingflokksins samkvæmt skoðanakönnunum, segir ríkisstjórnina hafa brugðist við stjórn efnhagsmála. Það sé ekkert í frumvarpinu sem bendi til þess að það muni breytast. „Við sjáum, ef eitthvað er, afkomuna versna fyrir næst ár miðað við það sem var lagt upp með í vor,“ segir hún. Fjármálaráðherra segist hvorki ætla í skattahækkanir né niðurskurð, en Kristrún segir að líklega þurfi bæði til. „Það þarf að fara í tekjuauka þar sem þensla er í samfélaginu og taka pólitískar ákvarðanir um það. Það þarf líka að fara betur með fé en svo þarf að hætta að keyra hagvöxtinn okkar hér áfram af þessum innviðafreku atvinnugreinum sem eru auðvitað að þenja út markaðinn og skapa fólki erfiðar aðstæður, til að mynda á húsnæðismarkaði.“ Ríkisstjórn sem slær öll met Sigmundur Davíð segir augljóst að frumvarpið muni ekki skila því sem lagt sé upp með. „Í dag voru ekki bara kynnt ný fjárlög. Það var kynnt nýtt slagorð Framsóknarflokksins eða ríkisstjórnarinnar: „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur og vísar til yfirskriftar blaðamannafundar Sigurðar Inga í dag. „En þetta er ekki allt að koma miðað við fjárlögin, því að það sem þau kynna þó sem aðhaldsaðgerðir er ný uppfinning þessarar ríkisstjórnar og gengur nokkurn veginn svona fyrir sig: „aðhald er það sem við hefðum getað hugsað okkur að eyða í umfram efni, en ætlum ekki að gera“.“ Sigmundur er ekki hrifinn. Vísir/Arnar Sigmundur heldur áfram: Staðreyndin er sú að það er enn að reka ríkið með halla, þetta er ríkisstjórn sem hefur slegið öll met í ríkisútgjöldum. Og nú er hún að slá enn eitt metið. Þetta allt saman kyndir undir verðbólguna sem er stærsta áhyggjuefni okkar á Íslandi núna, ásamt vöxtunum sem af henni leiðir og áhrifunum á húsnæðismarkaðinn og samfélagið allt. Seðlabankastjóri varaði við vanfjármögnun Kristrún segir útgjöldin, sem aukast um 55 milljarða milli ára, ekki fjármögnuð. Kristrún Frostadóttir skilur að það séu skiptar skoðanir á þéttingu byggðar.Vísir/Arnar „Þetta er meðal annars það sem seðlabankastjóri bentiá, eftirminnilega, á síðasta vaxtaákvörðunarfundi um að kjarasamningsútgjöld hefðu ekki verið fjármögnuð, um að Grindavík hefði ekki verið fjármögnuð. Ef fólk hlustar á kröfur verkalýðshreyfingarinnar, þá eru þær að koma með fjármögnuð útgjöld, því fólk þolir ekki þjónustuniðurskurð.“ Varðandi breytingar á fjárlagafrumvarpi innan fjárlaganefndar segir Sigmundur að nefndin ráði ekki við að breyta miklu. „Þau munu varla ráða við að koma áfram málum sem þau hafa lagt fram, um 216 mál sem þau hafa kynnt núna. Þau verða bara fegin ef þau ná að koma einhverju í gegn. En þetta verður því miður til tjóns þegar við þurfum á því að halda að sýna aðhald og ná tökum á verðbólgunni.“
Alþingi Samfylkingin Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira