1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. september 2024 00:02 Diddy, sem réttu nafni heitir Sean Combs, er 54 ára. Jordan Strauss/Invision/AP Bandaríski rapparinn Sean „Diddy“ Combs var í dag dæmdur til þess að greiða meintum brotaþola 100 milljónir dala, um 1,4 milljarða króna, vegna kynferðisbrots fyrir 27 árum síðan. Sú er niðurstaða dómstóls í Michigan-ríki í Bandaríkjunum þar sem að Diddy mætti ekki fyrir réttinn. Í yfirlýsingu frá lögmanni hans segir að Diddy kannist ekki við manninn Derrick Lee Cardello-Smith sem hefur sakað hann um að brjóta á sér í teiti í Detroit árið 1997. Diddy „hlakki til að sjá málinu vísað frá dómi í snatri“ á áfrýjunarstigi. Cardello-Smith afplánar dóm í fangelsi í Michigan og í yfirlýsingu lögmanns er ýmislegt tínt til að varpa rýrð á hann og hans ásakanir. Cardello-Smith heldur því fram að Diddy hafi þegar boðið honum um tvær milljónir bandaríkjadala til að hætta við lögsóknina. Samkvæmt lögum Michigan-ríkis eru kröfur sækjanda teknar til greina ef verjandi sækir ekki þingfestingu máls. Í umfjöllun Detroit Metro Times kemur fram að Cardello-Smith haldi því fram að þeir Diddy hafi kynnst þegar sá fyrrnefndi vann á veitingastað í nágrenni Detroit. Diddy hafi boðið honum fyrrgreint sáttarboð en Cardello-Smith hafnað því. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diddy kemst í kast við lögin vegna kynferðisbrota eða gruns um slíkt. Fyrr á þessu ári birti CNN upptökur þar sem Diddy sést veitast að þáverandi kærustu sinni. Diddy hafði alla tíð neitað öllum ásökunum en greiddi kærustunni fyrrverandi ótilgreinda summu á fyrsta degi réttarhalda gegn honum. Myndbandið varpaði nýju ljósi á yfirlýsingar hans um sakleysi og í kjölfarið birti Diddy myndband þar sem hann biðst afsökunar á gjörðum sínum. Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. 23. maí 2024 23:26 Gerðu húsleit hjá Diddy í Los Angeles og Miami Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í dag húsleit í fasteignum tónlistarmannsins Diddy. Diddy var í nóvember kærður fyrir kynferðisbrot og hefur verið sakaður um aðild að mansali og sölu og dreifingu fíkniefna. 25. mars 2024 22:32 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Sú er niðurstaða dómstóls í Michigan-ríki í Bandaríkjunum þar sem að Diddy mætti ekki fyrir réttinn. Í yfirlýsingu frá lögmanni hans segir að Diddy kannist ekki við manninn Derrick Lee Cardello-Smith sem hefur sakað hann um að brjóta á sér í teiti í Detroit árið 1997. Diddy „hlakki til að sjá málinu vísað frá dómi í snatri“ á áfrýjunarstigi. Cardello-Smith afplánar dóm í fangelsi í Michigan og í yfirlýsingu lögmanns er ýmislegt tínt til að varpa rýrð á hann og hans ásakanir. Cardello-Smith heldur því fram að Diddy hafi þegar boðið honum um tvær milljónir bandaríkjadala til að hætta við lögsóknina. Samkvæmt lögum Michigan-ríkis eru kröfur sækjanda teknar til greina ef verjandi sækir ekki þingfestingu máls. Í umfjöllun Detroit Metro Times kemur fram að Cardello-Smith haldi því fram að þeir Diddy hafi kynnst þegar sá fyrrnefndi vann á veitingastað í nágrenni Detroit. Diddy hafi boðið honum fyrrgreint sáttarboð en Cardello-Smith hafnað því. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diddy kemst í kast við lögin vegna kynferðisbrota eða gruns um slíkt. Fyrr á þessu ári birti CNN upptökur þar sem Diddy sést veitast að þáverandi kærustu sinni. Diddy hafði alla tíð neitað öllum ásökunum en greiddi kærustunni fyrrverandi ótilgreinda summu á fyrsta degi réttarhalda gegn honum. Myndbandið varpaði nýju ljósi á yfirlýsingar hans um sakleysi og í kjölfarið birti Diddy myndband þar sem hann biðst afsökunar á gjörðum sínum.
Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. 23. maí 2024 23:26 Gerðu húsleit hjá Diddy í Los Angeles og Miami Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í dag húsleit í fasteignum tónlistarmannsins Diddy. Diddy var í nóvember kærður fyrir kynferðisbrot og hefur verið sakaður um aðild að mansali og sölu og dreifingu fíkniefna. 25. mars 2024 22:32 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09
Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. 23. maí 2024 23:26
Gerðu húsleit hjá Diddy í Los Angeles og Miami Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í dag húsleit í fasteignum tónlistarmannsins Diddy. Diddy var í nóvember kærður fyrir kynferðisbrot og hefur verið sakaður um aðild að mansali og sölu og dreifingu fíkniefna. 25. mars 2024 22:32
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila