Gat varla gengið en hljóp hálfmaraþon Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. september 2024 09:54 Dagur tók á honum stóra sínum um helgina. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson forseti borgarráðs segist hafa komið sjálfum sér og öðrum á óvart um helgina þegar hann hljóp hálfmaraþon. Hann segir það stóran áfanga, hann hafi ekki verið viss um að hann gæti þetta, enda séu ekki mörg ár síðan hann gat varla gengið vegna gigtar og þurfti að styðjast við staf vetrarlangt. Dagur leysir frá skjóðunni í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar segist hann hafa tekið þátt í hlaupi í Englandi sem ber heitið The Great Northern Run en með honum í för var meðal annars Guðmundur Steingrímsson fyrrverandi þingmaður. Dagur segist hafa látið til leiðast þar sem um góðgerðarhlaup hafi verið að ræða og segist hann hafa hlaupið fyrir Bergið, headspace. „Ég var satt að segja ekki viss um að ég gæti þetta - en viti menn - ég bar gæfu til að fara á mínum hraða, leið vel allan tímann og kom brosandi í mark, án þess að hafa þurft að grípa til þess ráðs að ganga eða hægja á mér þessa 21 kílómetra sem hlaupið stóð,“ segir Dagur. Hann þakkar sérstaklega tónlistinni fyrir að hafa komist svona langt og þakkar þó nokkrum tónlistarmönnum fyrir. „Fyrir mér var þetta satt best að segja býsna stór áfangi. Það eru auðvitað ekki mörg ár síðan ég gat varla gengið og þurfti að styðjast við staf vetrarlangt vegna gigtarinnar. Nú hefur mér tekist að vera lyfjalaus sl. tvö ár með hjálp míns frábæra gigtarlæknis og líður framúrskarandi vel. Já, ég hef sannarlega margt til að vera þakklátur fyrir - meðal annars frábæra vini sem draga mann út í svona vitleysu!“ Dagur greindist fyrst með gigt árið 2018 og ræddi hana meðal annars í opinskáu viðtali í Fréttablaðinu. Þar sagðist hann fyrst hafa haldið að hann væri fótbrotinn þegar einkenni gigtarinnar komu upp. Síðar hafi afneitun fylgt á eftir áður en hann hóf meðferð gegn sjúkdómnum. Hlaup Bretland Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Dagur leysir frá skjóðunni í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar segist hann hafa tekið þátt í hlaupi í Englandi sem ber heitið The Great Northern Run en með honum í för var meðal annars Guðmundur Steingrímsson fyrrverandi þingmaður. Dagur segist hafa látið til leiðast þar sem um góðgerðarhlaup hafi verið að ræða og segist hann hafa hlaupið fyrir Bergið, headspace. „Ég var satt að segja ekki viss um að ég gæti þetta - en viti menn - ég bar gæfu til að fara á mínum hraða, leið vel allan tímann og kom brosandi í mark, án þess að hafa þurft að grípa til þess ráðs að ganga eða hægja á mér þessa 21 kílómetra sem hlaupið stóð,“ segir Dagur. Hann þakkar sérstaklega tónlistinni fyrir að hafa komist svona langt og þakkar þó nokkrum tónlistarmönnum fyrir. „Fyrir mér var þetta satt best að segja býsna stór áfangi. Það eru auðvitað ekki mörg ár síðan ég gat varla gengið og þurfti að styðjast við staf vetrarlangt vegna gigtarinnar. Nú hefur mér tekist að vera lyfjalaus sl. tvö ár með hjálp míns frábæra gigtarlæknis og líður framúrskarandi vel. Já, ég hef sannarlega margt til að vera þakklátur fyrir - meðal annars frábæra vini sem draga mann út í svona vitleysu!“ Dagur greindist fyrst með gigt árið 2018 og ræddi hana meðal annars í opinskáu viðtali í Fréttablaðinu. Þar sagðist hann fyrst hafa haldið að hann væri fótbrotinn þegar einkenni gigtarinnar komu upp. Síðar hafi afneitun fylgt á eftir áður en hann hóf meðferð gegn sjúkdómnum.
Hlaup Bretland Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein