Í orði en ekki á borði Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 11. september 2024 12:33 Borgarfulltrúar mynda stjórn borgarinnar og búa yfir miklu valdi sem vandmeðfarið er. Sjálf tel ég það ákveðið ábyrgðarleysi af hálfu Velferðarráðs að skipa rétt rúmlega tvítuga konu sem jafnframt er yngsti borgarfulltrúi sögunnar yfir nefnd sem tekur á jafn viðkvæmum og flóknum málum sem Áfrýjunarnefnd Velferðarráðs gerir í viku hverri. Ástæðan fyrir að ég nefni þetta er vegna þess að ég er einstæð langveik kona sem á von á mínu fyrsta barni. Í gegnum félagsráðgjafa minn í þjónustumiðstöðinni var sótt um næturstuðning við ófæddu dóttur mína til eins mánaðar og kom það okkur satt að segja mikið á óvart að fá synjun á nauðsynlegum stuðningi hjá þessari nefnd. Í ljósi þess hversu stutt er í fæðinguna neyddist ég til að halda áfram baráttu í leit að stuðningi fyrir sjálfa mig og ófædda barnið mitt jafnvel þótt að ég væri komin með hjartsláttarvanda vegna langvarandi streitu, of háan púls, alltof háan blóðþrýsting, kvíða og langtíma svefnvanda. Samt vissi ég að það besta fyrir mig og heilsu okkar mæðgna væri að ná góðri hvíld í aðdraganda fæðingarinnar. Það var ekki fyrr en læknir minn fyrirskipaði mér að taka því rólega vegna hættu á meðgöngueitrun að ég ákvað að setja heilsuna í forgang og sleppti að mestu tökum á áhyggjum mínum og reyndi að hugsa ekki um allar hindranarnir sem ég hafði þurft að mæta á sjálfri meðgöngunni, sem margar hverjar voru enn óleystar. Mér skilst að þegar mál mitt var tekið fyrir á fundinum hjá áfrýjunarnefndinni hafi einungis Magnea Gná, formaður nefndarinnar setið fundinn, ásamt deildarstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Því veit ég að ef þessi tiltekni borgarfulltrúi hefði kynnt sér málið betur og tekið upplýstari ákvörðun útfrá innsæi sínu, hefði ég ekki þurft í kjölfarið að fara í gegnum dagana á eftir á hnefanum og taka upp baráttuanda aðgerðarsinnans til að geta búið mér og barni mínu gott líf fyrst um sinn. Ég undirstrika það ég er ekki einungis að gagnrýna ungan aldur viðkomandi borgarfulltrúa heldur einnig reynsluleysi hennar þegar kemur að þessum málaflokki. Þessi borgarfulltrúi Framsóknar lét birta pistil eftir sig um liðna helgi þar sem hún skrifaði um mikilvægi stuðnings við barnafjölskyldur í Reykjavík. Eftir að ég las skrifin fylltist ég reiði, eitthvað sem gerist í raun sárasjaldan. Mér fannst ótækt að manneskja í forréttindastöðu líkt og hún hefði það í sér að birta skrif um málefni ungra barna þegar hún er greinilega er orðin of samdauna kerfinu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um málefni borgarbúa í Reykjavík sem jafnframt búa við jaðarsetningu vegna stöðu sinnar líkt og á við í mínu tilfelli. Þessa dagana er ég í innlögn á Landspítala og einungis tímaspurnsmál hvenær kemur að fæðingunni. Í kringum mig er hópur af fagfólki að reyna að redda hinu og þessu svo að allt gangi upp að lokum. Á meðan reyni ég að sýna æðruleysi, sem er ekki auðvelt þegar maður upplifir sig vanmáttuga gagnvart kerfum sem eiga að grípa mann en gera gjarnan hið þveröfuga. Það sem hefur hjálpað mér að undanförnu er hversu góða ég á að, bæði fjölskyldu og vini sem sýnt hafa mér mikinn stuðning. Vonandi get ég fengið að njóta þess að verða móðir þegar dóttir mín kemur í heiminn og sloppið við það að mestu að vera algjör kvíðahrúga eins og mér hefur liðið undanfarna mánuði. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Höfundur er fulltrúi ÖBÍ í Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúar mynda stjórn borgarinnar og búa yfir miklu valdi sem vandmeðfarið er. Sjálf tel ég það ákveðið ábyrgðarleysi af hálfu Velferðarráðs að skipa rétt rúmlega tvítuga konu sem jafnframt er yngsti borgarfulltrúi sögunnar yfir nefnd sem tekur á jafn viðkvæmum og flóknum málum sem Áfrýjunarnefnd Velferðarráðs gerir í viku hverri. Ástæðan fyrir að ég nefni þetta er vegna þess að ég er einstæð langveik kona sem á von á mínu fyrsta barni. Í gegnum félagsráðgjafa minn í þjónustumiðstöðinni var sótt um næturstuðning við ófæddu dóttur mína til eins mánaðar og kom það okkur satt að segja mikið á óvart að fá synjun á nauðsynlegum stuðningi hjá þessari nefnd. Í ljósi þess hversu stutt er í fæðinguna neyddist ég til að halda áfram baráttu í leit að stuðningi fyrir sjálfa mig og ófædda barnið mitt jafnvel þótt að ég væri komin með hjartsláttarvanda vegna langvarandi streitu, of háan púls, alltof háan blóðþrýsting, kvíða og langtíma svefnvanda. Samt vissi ég að það besta fyrir mig og heilsu okkar mæðgna væri að ná góðri hvíld í aðdraganda fæðingarinnar. Það var ekki fyrr en læknir minn fyrirskipaði mér að taka því rólega vegna hættu á meðgöngueitrun að ég ákvað að setja heilsuna í forgang og sleppti að mestu tökum á áhyggjum mínum og reyndi að hugsa ekki um allar hindranarnir sem ég hafði þurft að mæta á sjálfri meðgöngunni, sem margar hverjar voru enn óleystar. Mér skilst að þegar mál mitt var tekið fyrir á fundinum hjá áfrýjunarnefndinni hafi einungis Magnea Gná, formaður nefndarinnar setið fundinn, ásamt deildarstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Því veit ég að ef þessi tiltekni borgarfulltrúi hefði kynnt sér málið betur og tekið upplýstari ákvörðun útfrá innsæi sínu, hefði ég ekki þurft í kjölfarið að fara í gegnum dagana á eftir á hnefanum og taka upp baráttuanda aðgerðarsinnans til að geta búið mér og barni mínu gott líf fyrst um sinn. Ég undirstrika það ég er ekki einungis að gagnrýna ungan aldur viðkomandi borgarfulltrúa heldur einnig reynsluleysi hennar þegar kemur að þessum málaflokki. Þessi borgarfulltrúi Framsóknar lét birta pistil eftir sig um liðna helgi þar sem hún skrifaði um mikilvægi stuðnings við barnafjölskyldur í Reykjavík. Eftir að ég las skrifin fylltist ég reiði, eitthvað sem gerist í raun sárasjaldan. Mér fannst ótækt að manneskja í forréttindastöðu líkt og hún hefði það í sér að birta skrif um málefni ungra barna þegar hún er greinilega er orðin of samdauna kerfinu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um málefni borgarbúa í Reykjavík sem jafnframt búa við jaðarsetningu vegna stöðu sinnar líkt og á við í mínu tilfelli. Þessa dagana er ég í innlögn á Landspítala og einungis tímaspurnsmál hvenær kemur að fæðingunni. Í kringum mig er hópur af fagfólki að reyna að redda hinu og þessu svo að allt gangi upp að lokum. Á meðan reyni ég að sýna æðruleysi, sem er ekki auðvelt þegar maður upplifir sig vanmáttuga gagnvart kerfum sem eiga að grípa mann en gera gjarnan hið þveröfuga. Það sem hefur hjálpað mér að undanförnu er hversu góða ég á að, bæði fjölskyldu og vini sem sýnt hafa mér mikinn stuðning. Vonandi get ég fengið að njóta þess að verða móðir þegar dóttir mín kemur í heiminn og sloppið við það að mestu að vera algjör kvíðahrúga eins og mér hefur liðið undanfarna mánuði. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Höfundur er fulltrúi ÖBÍ í Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar