Í orði en ekki á borði Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 11. september 2024 12:33 Borgarfulltrúar mynda stjórn borgarinnar og búa yfir miklu valdi sem vandmeðfarið er. Sjálf tel ég það ákveðið ábyrgðarleysi af hálfu Velferðarráðs að skipa rétt rúmlega tvítuga konu sem jafnframt er yngsti borgarfulltrúi sögunnar yfir nefnd sem tekur á jafn viðkvæmum og flóknum málum sem Áfrýjunarnefnd Velferðarráðs gerir í viku hverri. Ástæðan fyrir að ég nefni þetta er vegna þess að ég er einstæð langveik kona sem á von á mínu fyrsta barni. Í gegnum félagsráðgjafa minn í þjónustumiðstöðinni var sótt um næturstuðning við ófæddu dóttur mína til eins mánaðar og kom það okkur satt að segja mikið á óvart að fá synjun á nauðsynlegum stuðningi hjá þessari nefnd. Í ljósi þess hversu stutt er í fæðinguna neyddist ég til að halda áfram baráttu í leit að stuðningi fyrir sjálfa mig og ófædda barnið mitt jafnvel þótt að ég væri komin með hjartsláttarvanda vegna langvarandi streitu, of háan púls, alltof háan blóðþrýsting, kvíða og langtíma svefnvanda. Samt vissi ég að það besta fyrir mig og heilsu okkar mæðgna væri að ná góðri hvíld í aðdraganda fæðingarinnar. Það var ekki fyrr en læknir minn fyrirskipaði mér að taka því rólega vegna hættu á meðgöngueitrun að ég ákvað að setja heilsuna í forgang og sleppti að mestu tökum á áhyggjum mínum og reyndi að hugsa ekki um allar hindranarnir sem ég hafði þurft að mæta á sjálfri meðgöngunni, sem margar hverjar voru enn óleystar. Mér skilst að þegar mál mitt var tekið fyrir á fundinum hjá áfrýjunarnefndinni hafi einungis Magnea Gná, formaður nefndarinnar setið fundinn, ásamt deildarstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Því veit ég að ef þessi tiltekni borgarfulltrúi hefði kynnt sér málið betur og tekið upplýstari ákvörðun útfrá innsæi sínu, hefði ég ekki þurft í kjölfarið að fara í gegnum dagana á eftir á hnefanum og taka upp baráttuanda aðgerðarsinnans til að geta búið mér og barni mínu gott líf fyrst um sinn. Ég undirstrika það ég er ekki einungis að gagnrýna ungan aldur viðkomandi borgarfulltrúa heldur einnig reynsluleysi hennar þegar kemur að þessum málaflokki. Þessi borgarfulltrúi Framsóknar lét birta pistil eftir sig um liðna helgi þar sem hún skrifaði um mikilvægi stuðnings við barnafjölskyldur í Reykjavík. Eftir að ég las skrifin fylltist ég reiði, eitthvað sem gerist í raun sárasjaldan. Mér fannst ótækt að manneskja í forréttindastöðu líkt og hún hefði það í sér að birta skrif um málefni ungra barna þegar hún er greinilega er orðin of samdauna kerfinu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um málefni borgarbúa í Reykjavík sem jafnframt búa við jaðarsetningu vegna stöðu sinnar líkt og á við í mínu tilfelli. Þessa dagana er ég í innlögn á Landspítala og einungis tímaspurnsmál hvenær kemur að fæðingunni. Í kringum mig er hópur af fagfólki að reyna að redda hinu og þessu svo að allt gangi upp að lokum. Á meðan reyni ég að sýna æðruleysi, sem er ekki auðvelt þegar maður upplifir sig vanmáttuga gagnvart kerfum sem eiga að grípa mann en gera gjarnan hið þveröfuga. Það sem hefur hjálpað mér að undanförnu er hversu góða ég á að, bæði fjölskyldu og vini sem sýnt hafa mér mikinn stuðning. Vonandi get ég fengið að njóta þess að verða móðir þegar dóttir mín kemur í heiminn og sloppið við það að mestu að vera algjör kvíðahrúga eins og mér hefur liðið undanfarna mánuði. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Höfundur er fulltrúi ÖBÍ í Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúar mynda stjórn borgarinnar og búa yfir miklu valdi sem vandmeðfarið er. Sjálf tel ég það ákveðið ábyrgðarleysi af hálfu Velferðarráðs að skipa rétt rúmlega tvítuga konu sem jafnframt er yngsti borgarfulltrúi sögunnar yfir nefnd sem tekur á jafn viðkvæmum og flóknum málum sem Áfrýjunarnefnd Velferðarráðs gerir í viku hverri. Ástæðan fyrir að ég nefni þetta er vegna þess að ég er einstæð langveik kona sem á von á mínu fyrsta barni. Í gegnum félagsráðgjafa minn í þjónustumiðstöðinni var sótt um næturstuðning við ófæddu dóttur mína til eins mánaðar og kom það okkur satt að segja mikið á óvart að fá synjun á nauðsynlegum stuðningi hjá þessari nefnd. Í ljósi þess hversu stutt er í fæðinguna neyddist ég til að halda áfram baráttu í leit að stuðningi fyrir sjálfa mig og ófædda barnið mitt jafnvel þótt að ég væri komin með hjartsláttarvanda vegna langvarandi streitu, of háan púls, alltof háan blóðþrýsting, kvíða og langtíma svefnvanda. Samt vissi ég að það besta fyrir mig og heilsu okkar mæðgna væri að ná góðri hvíld í aðdraganda fæðingarinnar. Það var ekki fyrr en læknir minn fyrirskipaði mér að taka því rólega vegna hættu á meðgöngueitrun að ég ákvað að setja heilsuna í forgang og sleppti að mestu tökum á áhyggjum mínum og reyndi að hugsa ekki um allar hindranarnir sem ég hafði þurft að mæta á sjálfri meðgöngunni, sem margar hverjar voru enn óleystar. Mér skilst að þegar mál mitt var tekið fyrir á fundinum hjá áfrýjunarnefndinni hafi einungis Magnea Gná, formaður nefndarinnar setið fundinn, ásamt deildarstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Því veit ég að ef þessi tiltekni borgarfulltrúi hefði kynnt sér málið betur og tekið upplýstari ákvörðun útfrá innsæi sínu, hefði ég ekki þurft í kjölfarið að fara í gegnum dagana á eftir á hnefanum og taka upp baráttuanda aðgerðarsinnans til að geta búið mér og barni mínu gott líf fyrst um sinn. Ég undirstrika það ég er ekki einungis að gagnrýna ungan aldur viðkomandi borgarfulltrúa heldur einnig reynsluleysi hennar þegar kemur að þessum málaflokki. Þessi borgarfulltrúi Framsóknar lét birta pistil eftir sig um liðna helgi þar sem hún skrifaði um mikilvægi stuðnings við barnafjölskyldur í Reykjavík. Eftir að ég las skrifin fylltist ég reiði, eitthvað sem gerist í raun sárasjaldan. Mér fannst ótækt að manneskja í forréttindastöðu líkt og hún hefði það í sér að birta skrif um málefni ungra barna þegar hún er greinilega er orðin of samdauna kerfinu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir um málefni borgarbúa í Reykjavík sem jafnframt búa við jaðarsetningu vegna stöðu sinnar líkt og á við í mínu tilfelli. Þessa dagana er ég í innlögn á Landspítala og einungis tímaspurnsmál hvenær kemur að fæðingunni. Í kringum mig er hópur af fagfólki að reyna að redda hinu og þessu svo að allt gangi upp að lokum. Á meðan reyni ég að sýna æðruleysi, sem er ekki auðvelt þegar maður upplifir sig vanmáttuga gagnvart kerfum sem eiga að grípa mann en gera gjarnan hið þveröfuga. Það sem hefur hjálpað mér að undanförnu er hversu góða ég á að, bæði fjölskyldu og vini sem sýnt hafa mér mikinn stuðning. Vonandi get ég fengið að njóta þess að verða móðir þegar dóttir mín kemur í heiminn og sloppið við það að mestu að vera algjör kvíðahrúga eins og mér hefur liðið undanfarna mánuði. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Höfundur er fulltrúi ÖBÍ í Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun