Talinn hafa svipt barn frelsi sem hann grunaði um að stela veipi Jón Þór Stefánsson skrifar 12. september 2024 08:45 Maðurinn grunaði drenginn um að stela veip-pennum. Vísir/Einar Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að ráðast á barn og svipta það frelsi. Maðurinn sem var starfsmaður verslunar grunaði barnið um að hafa stolið „veip-pennum“ eða rafrettum sem voru til sölu í versluninni. Atvikið sem málið varðar átti sér stað á ótilgreindum sunnudegi árið 2022. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi hlaupið á eftir dreng úr versluninni að gatnamótum þar sem hann handsamaði drenginn. Honum er gefið að sök að hafa tekið drenginn hálstaki og ganga með það á undan sér aftur að versluninni. Þá segir að maðurinn hafi ekki sleppt takinu þrátt fyrir að drengurinn hefði streist á móti og gert manninum ljóst að hann vildi ekki fara með honum. Losnaði ekki fyrr en lögregla skarst í leikinn Þegar þeir komu inn í verslunina hafi maðurinn lokað hurðinni og meinað drengnum að yfirgefa hana nema hann myndi skila veip-pennum sem hann vildi meina að drengurinn hefði tekið ófrjálsri hendi ásamt tveimur öðrum. Í ákæru segir að drengurinn hafi ekki komist úr versluninni fyrr en um það bil 27 mínútum eftir að hann var handsamaður. Það gerðist í kjölfar þess að lögregla kom á vettvang en bróðir drengsins og annað barn höfðu hringt á neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu við að losa drenginn úr höndum mannsins. Fyrir vikið segir að drengurinn hafi hlotið áverka á hálsi, nokkrar rauðar skrámur. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn er ákærður fyrir frelsisviptingu, líkamsárás og barnaverndarlagabrot, og til vara ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot. Hann er sagður hafa sýnt af sér yfirgang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Foreldri drengsins krefst þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn verði dæmdur til að greiða eina milljón krónur í miskabætur. Dómsmál Rafrettur Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað á ótilgreindum sunnudegi árið 2022. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi hlaupið á eftir dreng úr versluninni að gatnamótum þar sem hann handsamaði drenginn. Honum er gefið að sök að hafa tekið drenginn hálstaki og ganga með það á undan sér aftur að versluninni. Þá segir að maðurinn hafi ekki sleppt takinu þrátt fyrir að drengurinn hefði streist á móti og gert manninum ljóst að hann vildi ekki fara með honum. Losnaði ekki fyrr en lögregla skarst í leikinn Þegar þeir komu inn í verslunina hafi maðurinn lokað hurðinni og meinað drengnum að yfirgefa hana nema hann myndi skila veip-pennum sem hann vildi meina að drengurinn hefði tekið ófrjálsri hendi ásamt tveimur öðrum. Í ákæru segir að drengurinn hafi ekki komist úr versluninni fyrr en um það bil 27 mínútum eftir að hann var handsamaður. Það gerðist í kjölfar þess að lögregla kom á vettvang en bróðir drengsins og annað barn höfðu hringt á neyðarlínuna og óskað eftir aðstoð lögreglu við að losa drenginn úr höndum mannsins. Fyrir vikið segir að drengurinn hafi hlotið áverka á hálsi, nokkrar rauðar skrámur. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Maðurinn er ákærður fyrir frelsisviptingu, líkamsárás og barnaverndarlagabrot, og til vara ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot. Hann er sagður hafa sýnt af sér yfirgang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Foreldri drengsins krefst þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn verði dæmdur til að greiða eina milljón krónur í miskabætur.
Dómsmál Rafrettur Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira