Spenntur fyrir haustinu eftir strembið sumar Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 13:01 Andri Fannar Baldursson. Vísir/Arnar Gengið hefur á ýmsu hjá fótboltamanninum Andra Fannari Baldurssyni síðustu misseri og hefur hann verið á flakki um Evrópu. Hann er á leið í spennandi verkefni í haust og mun skoða sín mál í janúar. Andri Fannar leikur með Elfsborg í Svíþjóð sem rétt missti af sænska meistaratitlinum í fyrra en er nú á leið í Evrópudeildina þar sem liðsins bíða meðal annars leikir við stórliðin Tottenham frá Englandi, Nice frá Frakklandi, tyrkneska liðið Galatasaray og Athletic Bilbao frá Spáni. „Það voru vonbrigði í fyrra að hafa ekki unnið deildina en núna erum við komnir í Evrópu. Við fengum rosalega leiki þannig að það er mjög spennandi verkefni og bara mjög gaman,“ segir Andri Fannar. Kostir og gallar við flakkið Andri var nýorðinn 18 ára þegar hann þreytti frumraun sína með Bologna í ítölsku A-deildinni árið 2020 en töluvert flakk hefur verið á honum síðan. Hann hefur verið á lánssamningi hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku, NEC í Hollandi og nú með Elfsborg í Svíþjóð. En tekur ekki á fyrir hann að vera sífellt á flakki og geta ekki fest niður rætur? „Já og nei. Þetta eru mörg ævintýri líka og gaman að kynnast öðruvísi löndum og kúltúr. Auðvitað er þetta líka smá erfitt. Svona er fótboltinn, það getur allt breyst á einni nóttu,“ segir Andri Fannar. Reikistefna í sumar Það gekk á ýmsu í sumar þegar Elfsborg vildi kaupa hann alfarið frá Bologna en varð ekki erindi sem erfiði. Lendingin varð sú að lánssamningur hans var framlengdur út tímabilið í Svíþjóð, sem klárast í lok árs. „Þetta var svolítið brösuglegt í sumar. Ég átti ekki að vera áfram í Elfsborg en það einhvern veginn breyttist. Ég var með nokkur tilboð í sumar og var aðeins að skoða mig um en á endanum ákvað ég að klára tímabilið með Elfsborg og taka svo stöðuna í sumar,“ segir Andri. „Það komu nokkur kauptilboð en Bologna sagði nei við öllu. Það segir mér að þeir vilji ennþá eitthvað með mig hafa því þeir hefðu léttilega getað losað mig en geðru það ekki,“ bætir hann við. En sér Andri þá framtíð sína hjá Bologna? „Klárlega. Þetta er náttúrulega minn klúbbur og mig langar að spila fyrir þá. Hvort það gerist eða ekki verður að koma í ljós. En ég er til í það og ef það gerist ekki er ég til í að skoða eitthvað annað.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Sænski boltinn Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum Sjá meira
Andri Fannar leikur með Elfsborg í Svíþjóð sem rétt missti af sænska meistaratitlinum í fyrra en er nú á leið í Evrópudeildina þar sem liðsins bíða meðal annars leikir við stórliðin Tottenham frá Englandi, Nice frá Frakklandi, tyrkneska liðið Galatasaray og Athletic Bilbao frá Spáni. „Það voru vonbrigði í fyrra að hafa ekki unnið deildina en núna erum við komnir í Evrópu. Við fengum rosalega leiki þannig að það er mjög spennandi verkefni og bara mjög gaman,“ segir Andri Fannar. Kostir og gallar við flakkið Andri var nýorðinn 18 ára þegar hann þreytti frumraun sína með Bologna í ítölsku A-deildinni árið 2020 en töluvert flakk hefur verið á honum síðan. Hann hefur verið á lánssamningi hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku, NEC í Hollandi og nú með Elfsborg í Svíþjóð. En tekur ekki á fyrir hann að vera sífellt á flakki og geta ekki fest niður rætur? „Já og nei. Þetta eru mörg ævintýri líka og gaman að kynnast öðruvísi löndum og kúltúr. Auðvitað er þetta líka smá erfitt. Svona er fótboltinn, það getur allt breyst á einni nóttu,“ segir Andri Fannar. Reikistefna í sumar Það gekk á ýmsu í sumar þegar Elfsborg vildi kaupa hann alfarið frá Bologna en varð ekki erindi sem erfiði. Lendingin varð sú að lánssamningur hans var framlengdur út tímabilið í Svíþjóð, sem klárast í lok árs. „Þetta var svolítið brösuglegt í sumar. Ég átti ekki að vera áfram í Elfsborg en það einhvern veginn breyttist. Ég var með nokkur tilboð í sumar og var aðeins að skoða mig um en á endanum ákvað ég að klára tímabilið með Elfsborg og taka svo stöðuna í sumar,“ segir Andri. „Það komu nokkur kauptilboð en Bologna sagði nei við öllu. Það segir mér að þeir vilji ennþá eitthvað með mig hafa því þeir hefðu léttilega getað losað mig en geðru það ekki,“ bætir hann við. En sér Andri þá framtíð sína hjá Bologna? „Klárlega. Þetta er náttúrulega minn klúbbur og mig langar að spila fyrir þá. Hvort það gerist eða ekki verður að koma í ljós. En ég er til í það og ef það gerist ekki er ég til í að skoða eitthvað annað.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski boltinn Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum Sjá meira