Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Kristján Már Unnarsson skrifar 12. september 2024 20:10 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Arnar Halldórsson Uppsagnir eru hafnar í verktakageiranum vegna verkefnaskorts í jarðvinnu. Ekkert stórt verk hefur verið boðið út hjá Vegagerðinni í heilt ár. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að frá því þverun tveggja fjarða á Vestfjarðavegi í Gufudalssveit var boðin út í byrjun september í fyrra hafi ekkert stórt útboð verið auglýst hjá Vegagerðinni. „Vegagerðin boðaði framkvæmdir upp á 32 milljarða í ár. En hins vegar hafa engin stór verkefni á þeirra vegum verið boðin út síðan haustið 2023,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Fyrri áfangi í þverun í Gufufjarðar og Djúpafjarðar var síðasta stóra útboðsverk Vegagerðarinnar. Sjálf brúasmíðin er í salti.Egill Aðalsteinsson Verktakar sem sátu útboðsþing í byrjun ársins væntu mikils þegar þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, þuldi upp stórverkin sem átti að fara í á þessu ári. Hann nefndi breikkun Kjalarnesvegar að Hvalfjarðargöngum, áframhaldandi endurbyggingu Vestfjarðavegar, bæði að halda áfram á Dynjandisheiði og hefja brúasmíði yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, og loks nefndi ráðherrann Norðausturveg um Brekknaheiði. Ekkert þessara verka er farið í útboð. Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins þann 30. janúar síðastliðinn.Sigurjón Ólason Samtök iðnaðarins segja samdráttinn farinn að bitna á jarðvinnu- og malbiksverktökum. Þar séu uppsagnir hafnar. „Við erum að sjá dæmi, bara til dæmis á Vestfjörðum, þar sem á þriðja tug starfsmanna var sagt upp vegna verkefnastöðu. Og þannig held ég að þetta geti orðið um allt land, ef ekkert verður að gert,“ segir Sigurður Hannesson. Hann segir að verktakar gætu misst fólk sem búi yfir reynslu og þekkingu sem samfélagið þurfi á að halda við að byggja upp innviði landsins. „Og þetta auðvitað gerist á sama tíma og uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu er í kringum tvöhundruð milljarða,” segir talsmaður iðnaðarins. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvenær útboð stórra verka hefjast á ný hjá Vegagerðinni.Arnar Halldórsson Vegamálastjóri hafnaði ósk um viðtal í dag um það hvenær mætti vænta þess að útboð stærri verka hæfust á ný. Sagði aðeins að engar ákvarðanir hefðu verið teknar. En hefur framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skilning á því hjá ríkinu að það hafi bara ekki fjármuni eða vilji slá á þenslu? „Það eru auðvitað margar leiðir til að slá á þenslu. Við megum ekki gleyma því að ástand vega er víða bágborið, þannig að eftir margra ára skeið þar sem viðhaldi hefur ekki verið sinnt sem skyldi, þá er ekki annað í boði heldur en að fjárfesta og ráðast í úrbætur,“ segir Sigurður Hannesson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um þessa fáheyrðu stöðu í verkútboðum Vegagerðarinnar í þessari frétt Stöðvar 2 í júnímánuði: Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Umferðaröryggi Vinnumarkaður Byggingariðnaður Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Verktakar sjá fram á metár í útboðum Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum. 30. janúar 2024 20:20 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að frá því þverun tveggja fjarða á Vestfjarðavegi í Gufudalssveit var boðin út í byrjun september í fyrra hafi ekkert stórt útboð verið auglýst hjá Vegagerðinni. „Vegagerðin boðaði framkvæmdir upp á 32 milljarða í ár. En hins vegar hafa engin stór verkefni á þeirra vegum verið boðin út síðan haustið 2023,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Fyrri áfangi í þverun í Gufufjarðar og Djúpafjarðar var síðasta stóra útboðsverk Vegagerðarinnar. Sjálf brúasmíðin er í salti.Egill Aðalsteinsson Verktakar sem sátu útboðsþing í byrjun ársins væntu mikils þegar þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, þuldi upp stórverkin sem átti að fara í á þessu ári. Hann nefndi breikkun Kjalarnesvegar að Hvalfjarðargöngum, áframhaldandi endurbyggingu Vestfjarðavegar, bæði að halda áfram á Dynjandisheiði og hefja brúasmíði yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, og loks nefndi ráðherrann Norðausturveg um Brekknaheiði. Ekkert þessara verka er farið í útboð. Frá Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins þann 30. janúar síðastliðinn.Sigurjón Ólason Samtök iðnaðarins segja samdráttinn farinn að bitna á jarðvinnu- og malbiksverktökum. Þar séu uppsagnir hafnar. „Við erum að sjá dæmi, bara til dæmis á Vestfjörðum, þar sem á þriðja tug starfsmanna var sagt upp vegna verkefnastöðu. Og þannig held ég að þetta geti orðið um allt land, ef ekkert verður að gert,“ segir Sigurður Hannesson. Hann segir að verktakar gætu misst fólk sem búi yfir reynslu og þekkingu sem samfélagið þurfi á að halda við að byggja upp innviði landsins. „Og þetta auðvitað gerist á sama tíma og uppsöfnuð viðhaldsþörf í vegakerfinu er í kringum tvöhundruð milljarða,” segir talsmaður iðnaðarins. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvenær útboð stórra verka hefjast á ný hjá Vegagerðinni.Arnar Halldórsson Vegamálastjóri hafnaði ósk um viðtal í dag um það hvenær mætti vænta þess að útboð stærri verka hæfust á ný. Sagði aðeins að engar ákvarðanir hefðu verið teknar. En hefur framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins skilning á því hjá ríkinu að það hafi bara ekki fjármuni eða vilji slá á þenslu? „Það eru auðvitað margar leiðir til að slá á þenslu. Við megum ekki gleyma því að ástand vega er víða bágborið, þannig að eftir margra ára skeið þar sem viðhaldi hefur ekki verið sinnt sem skyldi, þá er ekki annað í boði heldur en að fjárfesta og ráðast í úrbætur,“ segir Sigurður Hannesson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um þessa fáheyrðu stöðu í verkútboðum Vegagerðarinnar í þessari frétt Stöðvar 2 í júnímánuði:
Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Umferðaröryggi Vinnumarkaður Byggingariðnaður Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Verktakar sjá fram á metár í útboðum Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum. 30. janúar 2024 20:20 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00
Verktakar sjá fram á metár í útboðum Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum. 30. janúar 2024 20:20