„Hagkvæm nýting skólahúsnæðis“ Dröfn Farestveit skrifar 13. september 2024 13:31 Áskoranir og vaxandi þörf Sveitarfélög á Íslandi standa frammi fyrir verulegum áskorunum vegna ört vaxandi fólksfjölgunar og þéttingu byggðar. Þrátt fyrir mikla uppbyggingu í mörgum sveitarfélögunum þá hefur ekki verið fylgt nægilega vel eftir með uppbyggingu leik- og grunnskóla, sem veldur miklu álagi á núverandi innviði. Fjárhagsleg geta sveitarfélaga til að stækka leik- og grunnskóla hefur verið takmörkuð þar sem ekki hefur verið lögð áhersla á fjárfestingar í málaflokknum. Óhagstætt vaxtaumhverfi gerir það enn erfiðara fyrir sveitarfélögin, sem þurfa því að leita allra leiða til að nýta núverandi innviði sem best og tryggja á sama tíma að hagsmunir barna og starfsfólks séu ávallt í forgrunni. Eru tækifæri í því að greina nýtingu rýma í grunn- og leikskólum landsins? Mikilvægt er leggja mat á húsnæði og skipulag sem er þegar til staðar í leik- og grunnskólum hjá sveitarfélögum og hvernig það er nýtt. Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) fyrir árið 2023 er heildar fermetrafjöldi í grunnskólum landsins um 1.065.798 sem gerir að meðaltali 20 fermetra á nemanda. Leikskólarnir eru með samtals 227.735 fermetra sem er um 10 fermetrar á nemanda. Þrátt fyrir að húsnæðið sé til staðar, er nýting þess mismunandi eftir sveitarfélögum; sumir skólar hafa færri nemendur en skólinn var hannaður fyrir, á meðan aðrir eru yfirfullir. Til að bæta heildarnýtingu húsnæðisins er nauðsynlegt að framkvæma stöðugreiningu og framtíðarspá á nýtingu leik- og grunnskólarýma. Slík greining ætti að vera með hag barna og starfsfólks að leiðarljósi og með það markmið að bæta skipulag og dreifingu nemenda. Þetta felur í sér að meta hvort rýmin séu nýtt á sem hagkvæmastan hátt og að finna lausnir fyrir þá skóla sem eru annaðhvort of stórir eða of litlir miðað við nemendafjölda. Mögulega eru tækifæri fyrir einhver sveitarfélög að fækka fermetrum með sölu eða leigu rýma. Samhliða þarf að leggja mat á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sem þarf að uppfylla kröfur um fjárhagslega sjálfbærni samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Þetta getur verið krefjandi, þar sem fræðslu og uppeldismál eru fjárhagslega þyngsti málaflokkurinn, en til þeirra fara um 53% af skatttekjum sveitarfélaga. Mörg sveitarfélög standa frammi fyrir því að ekki er til fjármagn fyrir umfangsmiklar fjárfestingar eins og stækkun á á leik- og grunnskólum og einnig er vaxtaumhverfi óhagstætt og lántaka því oft ekki ákjósanlegur kostur. Fjárhagsáætlun A-hluta sveitarfélaganna fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir 52 milljarða fjárfestingu í málaflokknum en ekki er ljóst hve mikið af því fer í skólahúsnæði. Samkvæmt upplýsingum úr nýlegum framkvæmdum á vegum sveitarfélaga kostar nýbygging grunnskóla um 5 milljarða króna og leikskóli rúmlega 1 milljarð króna eftir því hve stórir þeir eru. Ráðist sveitarfélagið í frekari fjárfestingu við byggingu leik- og grunnskóla þarf að skoða hvort sú fjárfesting kalli á frekari lántöku hjá sveitarfélaginu og greina áhrifin hennar á helstu lykiltölur til þess að tryggja að farið sé eftir lágmarksviðmiðum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Ef sveitarfélög ætla í uppbyggingu sem krefst mikils fjármagns yfir langan tíma, hvernig er hægt að bregðast við til skamms tíma? Umbótatækifæri og sveigjanleiki í nýtingu rýma Mikilvægt er að leysa úr þessum bráðavanda sem mörg sveitarfélög standa frami fyrir en samhliða því huga að varanlegri lausnum með því að greina stærð árganga og þróun nemendafjölda bæði með tilliti til heimastofa sem og sérgreinastofa í grunnskólum. Til hliðsjónar eru viðmið reglugerða um gerð og búnað skólahúsnæðis nr. 657/2009 notuð þegar lagt er mat á það hvort að rými séu fullnýtt eða undir viðmiðum. Með þessu er hægt að spá fyrir um hvenær sveitarfélagið þarf að fara í frekari fjárfestingu á húsnæðinu miðað við þróun nemendafjölda og notkun rýma, og gera ráð fyrir þeim fjárfestingum í fjárhagsáætlun komandi ára og hver áhrif þeirra er á lykiltölur sveitarfélagsins. Þátttaka starfsfólks og stjórnenda er lykilþáttur í vinnu og greiningunni til þess að innleiða breytingarnar á skilvirkan hátt. Grunnþættir breytingastjórnunar eru hér hafðir að leiðarljósi í virkjun hagaðila, samskiptum, þjálfun og góðum undirbúningi. Með því að fylgja vegvísi breytingarstjórnunar og vinna náið með skólastjórnendum og starfsfólki er hægt að innleiða breytingar á árangursríkan og farsælan hátt og finna í sameiningu skammtímalausnir við vandamálinu. Framtíðarsýn sveitarfélagsins Til að mæta þeim áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir varðandi leik- og grunnskóla er lykilatriði að markviss nýting á núverandi húsnæði og skýr áætlanagerð um framtíðar fjárfestingar sé í takt við íbúaspá. Með því að framkvæma stöðugreiningu, meta fjárhagsstöðu og þróa sveigjanlegar lausnir, er hægt að stuðla að því að húsnæði sveitarfélaganna þjóni sem best þörfum íbúa, bæði til skamms og langs tíma. Sveitarfélögin þurfa því að skoða og greina hvaða húsnæði er til staðar og spá fyrir um framtíðarþarfir til að tryggja fullnægjandi innviði. Með þessu er hægt að tryggja að hagsmunir barna og starfsfólks séu hafðir að leiðarljósi og að sveitarfélögin geti mætt vaxandi þörfum samfélagsins á hagkvæman hátt. Höfundur er sérfræðingur á ráðgjafarsviði KPMG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir og vaxandi þörf Sveitarfélög á Íslandi standa frammi fyrir verulegum áskorunum vegna ört vaxandi fólksfjölgunar og þéttingu byggðar. Þrátt fyrir mikla uppbyggingu í mörgum sveitarfélögunum þá hefur ekki verið fylgt nægilega vel eftir með uppbyggingu leik- og grunnskóla, sem veldur miklu álagi á núverandi innviði. Fjárhagsleg geta sveitarfélaga til að stækka leik- og grunnskóla hefur verið takmörkuð þar sem ekki hefur verið lögð áhersla á fjárfestingar í málaflokknum. Óhagstætt vaxtaumhverfi gerir það enn erfiðara fyrir sveitarfélögin, sem þurfa því að leita allra leiða til að nýta núverandi innviði sem best og tryggja á sama tíma að hagsmunir barna og starfsfólks séu ávallt í forgrunni. Eru tækifæri í því að greina nýtingu rýma í grunn- og leikskólum landsins? Mikilvægt er leggja mat á húsnæði og skipulag sem er þegar til staðar í leik- og grunnskólum hjá sveitarfélögum og hvernig það er nýtt. Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) fyrir árið 2023 er heildar fermetrafjöldi í grunnskólum landsins um 1.065.798 sem gerir að meðaltali 20 fermetra á nemanda. Leikskólarnir eru með samtals 227.735 fermetra sem er um 10 fermetrar á nemanda. Þrátt fyrir að húsnæðið sé til staðar, er nýting þess mismunandi eftir sveitarfélögum; sumir skólar hafa færri nemendur en skólinn var hannaður fyrir, á meðan aðrir eru yfirfullir. Til að bæta heildarnýtingu húsnæðisins er nauðsynlegt að framkvæma stöðugreiningu og framtíðarspá á nýtingu leik- og grunnskólarýma. Slík greining ætti að vera með hag barna og starfsfólks að leiðarljósi og með það markmið að bæta skipulag og dreifingu nemenda. Þetta felur í sér að meta hvort rýmin séu nýtt á sem hagkvæmastan hátt og að finna lausnir fyrir þá skóla sem eru annaðhvort of stórir eða of litlir miðað við nemendafjölda. Mögulega eru tækifæri fyrir einhver sveitarfélög að fækka fermetrum með sölu eða leigu rýma. Samhliða þarf að leggja mat á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins sem þarf að uppfylla kröfur um fjárhagslega sjálfbærni samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Þetta getur verið krefjandi, þar sem fræðslu og uppeldismál eru fjárhagslega þyngsti málaflokkurinn, en til þeirra fara um 53% af skatttekjum sveitarfélaga. Mörg sveitarfélög standa frammi fyrir því að ekki er til fjármagn fyrir umfangsmiklar fjárfestingar eins og stækkun á á leik- og grunnskólum og einnig er vaxtaumhverfi óhagstætt og lántaka því oft ekki ákjósanlegur kostur. Fjárhagsáætlun A-hluta sveitarfélaganna fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir 52 milljarða fjárfestingu í málaflokknum en ekki er ljóst hve mikið af því fer í skólahúsnæði. Samkvæmt upplýsingum úr nýlegum framkvæmdum á vegum sveitarfélaga kostar nýbygging grunnskóla um 5 milljarða króna og leikskóli rúmlega 1 milljarð króna eftir því hve stórir þeir eru. Ráðist sveitarfélagið í frekari fjárfestingu við byggingu leik- og grunnskóla þarf að skoða hvort sú fjárfesting kalli á frekari lántöku hjá sveitarfélaginu og greina áhrifin hennar á helstu lykiltölur til þess að tryggja að farið sé eftir lágmarksviðmiðum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Ef sveitarfélög ætla í uppbyggingu sem krefst mikils fjármagns yfir langan tíma, hvernig er hægt að bregðast við til skamms tíma? Umbótatækifæri og sveigjanleiki í nýtingu rýma Mikilvægt er að leysa úr þessum bráðavanda sem mörg sveitarfélög standa frami fyrir en samhliða því huga að varanlegri lausnum með því að greina stærð árganga og þróun nemendafjölda bæði með tilliti til heimastofa sem og sérgreinastofa í grunnskólum. Til hliðsjónar eru viðmið reglugerða um gerð og búnað skólahúsnæðis nr. 657/2009 notuð þegar lagt er mat á það hvort að rými séu fullnýtt eða undir viðmiðum. Með þessu er hægt að spá fyrir um hvenær sveitarfélagið þarf að fara í frekari fjárfestingu á húsnæðinu miðað við þróun nemendafjölda og notkun rýma, og gera ráð fyrir þeim fjárfestingum í fjárhagsáætlun komandi ára og hver áhrif þeirra er á lykiltölur sveitarfélagsins. Þátttaka starfsfólks og stjórnenda er lykilþáttur í vinnu og greiningunni til þess að innleiða breytingarnar á skilvirkan hátt. Grunnþættir breytingastjórnunar eru hér hafðir að leiðarljósi í virkjun hagaðila, samskiptum, þjálfun og góðum undirbúningi. Með því að fylgja vegvísi breytingarstjórnunar og vinna náið með skólastjórnendum og starfsfólki er hægt að innleiða breytingar á árangursríkan og farsælan hátt og finna í sameiningu skammtímalausnir við vandamálinu. Framtíðarsýn sveitarfélagsins Til að mæta þeim áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir varðandi leik- og grunnskóla er lykilatriði að markviss nýting á núverandi húsnæði og skýr áætlanagerð um framtíðar fjárfestingar sé í takt við íbúaspá. Með því að framkvæma stöðugreiningu, meta fjárhagsstöðu og þróa sveigjanlegar lausnir, er hægt að stuðla að því að húsnæði sveitarfélaganna þjóni sem best þörfum íbúa, bæði til skamms og langs tíma. Sveitarfélögin þurfa því að skoða og greina hvaða húsnæði er til staðar og spá fyrir um framtíðarþarfir til að tryggja fullnægjandi innviði. Með þessu er hægt að tryggja að hagsmunir barna og starfsfólks séu hafðir að leiðarljósi og að sveitarfélögin geti mætt vaxandi þörfum samfélagsins á hagkvæman hátt. Höfundur er sérfræðingur á ráðgjafarsviði KPMG.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun