Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2024 19:22 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna að loknum fundi í morgun. Stöð 2/HMP Utanríkisráðherra og aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu í dag í Reykjavík um tvíhliða samskipti þjóðanna, stöðu átakanna í Úkraínu og á Gaza. Bandaríski ráðherrann segir stöðuna á Indo-Kyrrhafssvæðinu snerta Evrópubúa þar sem Kína og Norður Kórea styðji stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með beinum hætti. Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna kom við í Reykjavík og á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag í lok funda hans víðs vegar um Evrópu, þar sem aðallega hefur verið fjallað um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Hann átti meðal annars um klukkustundar langan fund með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra í morgun, þar sem staðan í Úkraínu var einnig rædd. Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna fer með málefni Indo_Kyrrahafssvæðisins í ríkisstjórn Joe Biden. Hann segir stöðu mála á því svæði snerta hagsmuni Norður Ameríkum og Evrópu.Stöð 2/Ívar Fannar „Ég vil undirstrika að Bandaríkin eru staðföst í að útvega nauðsynleg vopn og svæðisbundinn stuðning til að tryggja að Úkraínumenn séu í bestri aðstöðu til árangursríkrar baráttu á vígvellinum. Sá tími og einbeiting sem forsetinn og okkar teymi setjum í þetta, ætti ekki að láta nokkurn mann efast um staðfestu okkar með Úkraínu," segir Campbell. Campbell hefur boðið Þórdísi Kolbrúnu til fjölþjóðafundar á Hawai síðar á árinu um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að hafa fundað með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á þessum tímapunkti.Stöð 2/Einar „Þessi tvíhliða fundur okkar var auðvitað um ýmis mál. Tvíhliða málefni á sviði öryggis- og varnarmála. En líka frekari tækifæri til samvinnu á sviði tækni og nýsköpunar sem ég er mjög spennt fyrir. Sömuleiðis ræddum við auðvitað stöðuna í Úkraínu og framgöngu Rússa, ekki bara þar heldur sömuleiðis í öðrum ríkjum. Við ræddum ástandið á Gaza og hvað þessir stóru lykilaðilar geta gert í því,” sagði Þórdís Kolbrún al loknum fundi ráðherranna. Campbell og sendinefnd hans fundaði einnig með utanríkismálanefnd Alþingis, þar sem Bjarni Jónsson varaformaður nefndarinnar tók á móti honum. Hann leggur áherslu á að það sem gerist á Indo-Kyrrahafssvæðinu snerti hagsmuni Norður Ameríku og Evrópuþjóðir. Enda styðji stjórndvöld í Kína og Norður Kóreu stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með beinum hætti. Það hafi gjörbreytt stöðu mála. Kurt Campbell (annar frá hægri) og Bjarni Jónsson (annar frá vinstri) á fundi utanríkismálanefndar í morgun.Stöð 2/HMP „Þetta eru ekki aðskilin mál, þau eru mjög tengd. Og þar sem Íslensk stjórnvöld hafa lýst áhuga á að vera virkur þáttakandi í heiminum og vildu dýpri viðræður um Indo-Kyrrahafssvæðið, erum við reiðubúin að vinna nánar með þeim að þessum málum," sagði Kurt Campbell að loknum fundi með utanríkisráðherra í dag. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Íslandsvinir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna kom við í Reykjavík og á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag í lok funda hans víðs vegar um Evrópu, þar sem aðallega hefur verið fjallað um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Hann átti meðal annars um klukkustundar langan fund með Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra í morgun, þar sem staðan í Úkraínu var einnig rædd. Kurt Campbell aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna fer með málefni Indo_Kyrrahafssvæðisins í ríkisstjórn Joe Biden. Hann segir stöðu mála á því svæði snerta hagsmuni Norður Ameríkum og Evrópu.Stöð 2/Ívar Fannar „Ég vil undirstrika að Bandaríkin eru staðföst í að útvega nauðsynleg vopn og svæðisbundinn stuðning til að tryggja að Úkraínumenn séu í bestri aðstöðu til árangursríkrar baráttu á vígvellinum. Sá tími og einbeiting sem forsetinn og okkar teymi setjum í þetta, ætti ekki að láta nokkurn mann efast um staðfestu okkar með Úkraínu," segir Campbell. Campbell hefur boðið Þórdísi Kolbrúnu til fjölþjóðafundar á Hawai síðar á árinu um málefni Indo-Kyrrahafssvæðisins. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt að hafa fundað með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á þessum tímapunkti.Stöð 2/Einar „Þessi tvíhliða fundur okkar var auðvitað um ýmis mál. Tvíhliða málefni á sviði öryggis- og varnarmála. En líka frekari tækifæri til samvinnu á sviði tækni og nýsköpunar sem ég er mjög spennt fyrir. Sömuleiðis ræddum við auðvitað stöðuna í Úkraínu og framgöngu Rússa, ekki bara þar heldur sömuleiðis í öðrum ríkjum. Við ræddum ástandið á Gaza og hvað þessir stóru lykilaðilar geta gert í því,” sagði Þórdís Kolbrún al loknum fundi ráðherranna. Campbell og sendinefnd hans fundaði einnig með utanríkismálanefnd Alþingis, þar sem Bjarni Jónsson varaformaður nefndarinnar tók á móti honum. Hann leggur áherslu á að það sem gerist á Indo-Kyrrahafssvæðinu snerti hagsmuni Norður Ameríku og Evrópuþjóðir. Enda styðji stjórndvöld í Kína og Norður Kóreu stríðsrekstur Rússa í Úkraínu með beinum hætti. Það hafi gjörbreytt stöðu mála. Kurt Campbell (annar frá hægri) og Bjarni Jónsson (annar frá vinstri) á fundi utanríkismálanefndar í morgun.Stöð 2/HMP „Þetta eru ekki aðskilin mál, þau eru mjög tengd. Og þar sem Íslensk stjórnvöld hafa lýst áhuga á að vera virkur þáttakandi í heiminum og vildu dýpri viðræður um Indo-Kyrrahafssvæðið, erum við reiðubúin að vinna nánar með þeim að þessum málum," sagði Kurt Campbell að loknum fundi með utanríkisráðherra í dag.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Íslandsvinir Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira