Að loknum flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins Ragnar Sigurðsson skrifar 14. september 2024 20:31 Nýafstaðinn flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var afar vel heppnaður. Með metþátttöku 370 fulltrúa varð fundurinn sá fjölmennasta frá upphafi. Kraftmikill og uppbyggilegur, þar sem fundarmenn fengu tækifæri til að ræða forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni, auk þess sem horft var til komandi kosninga. Á fundinum var skerpt á mikilvægustu málefnum sem flokkurinn mun leggja áherslu á, bæði innan ríkisstjórnar og í kosningabaráttunni. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar væri að stuðla að lægri verðbólgu og lækkun vaxta. Það yrði einungis gert með aðhaldi í opinberum fjármálum, hóflegum kjarasamningum á vinnumarkaði og meira jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisstefnan sameinar Auðvitað tókust menn hart á um menn og málefni. Slakt fylgi í könnunum ýtti þar undir. En það vakti sérstaka athygli mína er sú eining sem ríkir um grunnstefnu flokksins. Þrátt fyrir margvíslegan málefnaágreining var enginn að draga í efa grunnstef sjálfstæðisstefnunnar um mikilvægi einstaklingsfrelsi, eignarréttar, jafnra tækifæra og velferðar fyrir alla. Flokkurinn stendur enn sem öflug máttarstoð fyrir kjósendur með skýra stefnu og staðfestu um virðingu fyrir lögum og rétti, bæði innanlands og í samskiptum við önnur ríki. Árið 2024 markar 80 ára afmæli lýðveldisins, og Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun þess verið leiðandi afl í íslensku samfélagi. Við höfum verið leiðandi í að byggja eitt mesta velferðarsamfélag jarðar. Við höfum verið lykilþáttur í mótun gróskumikils samfélags þar sem atvinnulíf, nýsköpun, menntun og menning blómstra. Efnahagslegur stöðugleiki hefur verið tryggður, heilbrigðisþjónustan efld og félagslegt öryggi borgara verið eitt af megináherslumálum okkar. Þéttum raðirnar Stefna flokksins er skýr og á sér hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Við sjáum mikilvægi þess að nýta síðasta ár kjörtímabilsins vel, þétta raðirnar og tryggja að hægri stjórn verði áfram leiðandi í stjórnmálum landsins. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins sýndi að hann stendur enn sterkur og reiðubúinn til að leiða áfram. Við eigum enn sterkt erindi við kjósendur með skýra stefnu um frelsi, ábyrgð og velferð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Sigurðsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýafstaðinn flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins var afar vel heppnaður. Með metþátttöku 370 fulltrúa varð fundurinn sá fjölmennasta frá upphafi. Kraftmikill og uppbyggilegur, þar sem fundarmenn fengu tækifæri til að ræða forgangsmál Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni, auk þess sem horft var til komandi kosninga. Á fundinum var skerpt á mikilvægustu málefnum sem flokkurinn mun leggja áherslu á, bæði innan ríkisstjórnar og í kosningabaráttunni. Forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar væri að stuðla að lægri verðbólgu og lækkun vaxta. Það yrði einungis gert með aðhaldi í opinberum fjármálum, hóflegum kjarasamningum á vinnumarkaði og meira jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sjálfstæðisstefnan sameinar Auðvitað tókust menn hart á um menn og málefni. Slakt fylgi í könnunum ýtti þar undir. En það vakti sérstaka athygli mína er sú eining sem ríkir um grunnstefnu flokksins. Þrátt fyrir margvíslegan málefnaágreining var enginn að draga í efa grunnstef sjálfstæðisstefnunnar um mikilvægi einstaklingsfrelsi, eignarréttar, jafnra tækifæra og velferðar fyrir alla. Flokkurinn stendur enn sem öflug máttarstoð fyrir kjósendur með skýra stefnu og staðfestu um virðingu fyrir lögum og rétti, bæði innanlands og í samskiptum við önnur ríki. Árið 2024 markar 80 ára afmæli lýðveldisins, og Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun þess verið leiðandi afl í íslensku samfélagi. Við höfum verið leiðandi í að byggja eitt mesta velferðarsamfélag jarðar. Við höfum verið lykilþáttur í mótun gróskumikils samfélags þar sem atvinnulíf, nýsköpun, menntun og menning blómstra. Efnahagslegur stöðugleiki hefur verið tryggður, heilbrigðisþjónustan efld og félagslegt öryggi borgara verið eitt af megináherslumálum okkar. Þéttum raðirnar Stefna flokksins er skýr og á sér hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Við sjáum mikilvægi þess að nýta síðasta ár kjörtímabilsins vel, þétta raðirnar og tryggja að hægri stjórn verði áfram leiðandi í stjórnmálum landsins. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins sýndi að hann stendur enn sterkur og reiðubúinn til að leiða áfram. Við eigum enn sterkt erindi við kjósendur með skýra stefnu um frelsi, ábyrgð og velferð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar