Magnaður Messi mætti aftur með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2024 09:31 Lionel Messi fagnar öðru marka sinni í endurkomunni í lið Inter Miami í nótt. Getty/Megan Briggs Lionel Messi lék sinn fyrsta leik í tvo mánuði í nótt þegar hann leiddi Inter Miami til sigurs í MLS deildinni í fótbolta. Messi skoraði tvö mörk og átti síðan stoðsendinguna á góðvin sinn í þriðja markinu. Hann lék líka allar níutíu mínútur leiksins þegar Inter vann 3-1 heimasigur á Philadelphia Union. Messi hafði ekki spilað fótbolta síðan að hann meiddist í úrslita Suðurameríkukeppninnar í sumar sem var 14. júlí síðastliðinn. Messi meiddist illa á ökkla í þeim leik. Það var miklu lengra síðan að hann spilaði síðast með bandaríska félaginu sínu en það var 1. júní eða fyrir meira en þremur mánuðum síðan. A dream return for Messi!Two goals in the space of a few minutes & Miami are flying. 💥💥 pic.twitter.com/9yQonEwrIL— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Þetta byrjaði þó ekki vel því Mikkel Uhre kom Philadelphia Union í 1-0 strax á 2. mínútu leiksins. Messi skoraði mörkin sína á 26. og 30. mínútu og í bæði skiptin fékk hann stoðsendinguna frá Jordi Alba. Messi lagði síðan upp mark fyrir Luis Suarez í uppbótatíma. „Ég svo lítið þeyttur enda hjálpar hitinn og rakinn í Miami ekki mikið. Ég vildi koma til baka og ég fékk mikinn tíma á vellinum,“ sagði Messi við Apple TV eftir leik. „Smá saman þá fann ég mig betur og betur með liðinu, leið vel og þess vegna ákváðum við að ég myndi byrja þennan leik. Ég er mjög ánægður,“ sagði Messi. LIKE HE NEVER LEFT.Leo Messi finds the equalizer for @InterMiamiCF in style. pic.twitter.com/sC08aAVGWI— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Messi varð með þessu fljótasti maðurinn í sögu MLS til að ná fimmtán mörkum og fimmtán stoðsendingum en það afrekaði hann í aðeins nítján leikjum. Sebastian Giovinco náði því í 29 leikjum og Messi bætti það því um tíu leiki. Inter Miami er á toppnum í Austurdeildinni með 62 stig úr 28 leikjum. Liðið á enn möguleika á því að bæta stigametið. Messi er þrátt fyrir fjarveruna fimmti markahæstur í deildinni með 14 mörk. Hann er líka í þriðja sæti í stoðsendingum með fimmtán slíkar. Ólík úrslit hjá Íslendingunum Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn þegar Orlando City vann 3-0 sigur á New England Revolution. Orlando liðið er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu þegar St. Louis City tapaði 3-1 á heimavelli á móti Minnesota United. St. Louis liðið er í þrettánda sæti Vesturdeildarinnar af fjórtán liðum. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Messi skoraði tvö mörk og átti síðan stoðsendinguna á góðvin sinn í þriðja markinu. Hann lék líka allar níutíu mínútur leiksins þegar Inter vann 3-1 heimasigur á Philadelphia Union. Messi hafði ekki spilað fótbolta síðan að hann meiddist í úrslita Suðurameríkukeppninnar í sumar sem var 14. júlí síðastliðinn. Messi meiddist illa á ökkla í þeim leik. Það var miklu lengra síðan að hann spilaði síðast með bandaríska félaginu sínu en það var 1. júní eða fyrir meira en þremur mánuðum síðan. A dream return for Messi!Two goals in the space of a few minutes & Miami are flying. 💥💥 pic.twitter.com/9yQonEwrIL— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Þetta byrjaði þó ekki vel því Mikkel Uhre kom Philadelphia Union í 1-0 strax á 2. mínútu leiksins. Messi skoraði mörkin sína á 26. og 30. mínútu og í bæði skiptin fékk hann stoðsendinguna frá Jordi Alba. Messi lagði síðan upp mark fyrir Luis Suarez í uppbótatíma. „Ég svo lítið þeyttur enda hjálpar hitinn og rakinn í Miami ekki mikið. Ég vildi koma til baka og ég fékk mikinn tíma á vellinum,“ sagði Messi við Apple TV eftir leik. „Smá saman þá fann ég mig betur og betur með liðinu, leið vel og þess vegna ákváðum við að ég myndi byrja þennan leik. Ég er mjög ánægður,“ sagði Messi. LIKE HE NEVER LEFT.Leo Messi finds the equalizer for @InterMiamiCF in style. pic.twitter.com/sC08aAVGWI— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Messi varð með þessu fljótasti maðurinn í sögu MLS til að ná fimmtán mörkum og fimmtán stoðsendingum en það afrekaði hann í aðeins nítján leikjum. Sebastian Giovinco náði því í 29 leikjum og Messi bætti það því um tíu leiki. Inter Miami er á toppnum í Austurdeildinni með 62 stig úr 28 leikjum. Liðið á enn möguleika á því að bæta stigametið. Messi er þrátt fyrir fjarveruna fimmti markahæstur í deildinni með 14 mörk. Hann er líka í þriðja sæti í stoðsendingum með fimmtán slíkar. Ólík úrslit hjá Íslendingunum Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn þegar Orlando City vann 3-0 sigur á New England Revolution. Orlando liðið er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu þegar St. Louis City tapaði 3-1 á heimavelli á móti Minnesota United. St. Louis liðið er í þrettánda sæti Vesturdeildarinnar af fjórtán liðum.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira