Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. september 2024 15:07 Frá vettvangi í Krýsuvík í dag. Vísir/Bjarni Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér vegna málsins, en greindi frá því í tilkynningu að stúlkan sem lést hefði verið á grunnskólaaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stúlkan íslensk og maðurinn sem var handtekinn faðir stúlkunnar. Yngsta barnið sex ára Í janúar á þessu ári var kona handtekin á Nýbýlavegi fyrir að hafa orðið sex ára syni sínum að bana og að hafa einnig reynt að bana eldri syni sínum. Aðalmeðferð yfir konunni hófst í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjaness. Móðirin var búsett í Kópavogi með sonum sínum tveimur, sex og ellefu ára. Faðir drengjanna er einnig búsettur hér á landi en þó ekki á sama stað. Fólkið hefur búið á Íslandi í nokkur ár undir alþjóðlegri vernd. Þann 24. ágúst síðastliðinn, á Menningarnótt, var hin 17 ára Bryndís Klara Birgisdóttir stungin til bana við Skúlagötu. Hún lést af sárum sínum tæpri viku eftir stunguárásina, þar sem tvö önnur ungmenni voru einnig stungin. Sá sem grunaður er um árásina er einnig barn, en hann er í sérstöku gæsluvarðhaldsúrræði. Áður hafði hann dvalið á Stuðlum, en vegna líflátshótana var ákveðið að færa hann í fangelsið á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans. Bryndís Klara var borin til grafar frá Hallgrímskirkju á föstudaginn. Fjórir fullorðnir látnir í þremur málum Í apríl voru fjórir litáískir karlmenn handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna andláts þess fimmta á vinnusvæði í Kiðjabergi. Tveimur þeirra var sleppt úr haldi tveimur dögum síðar og voru þeir þá lausir allra mála. Annar mannanna afplánar nú eldri fangelsisdóm en hinn er í farbanni. Sjá einnig: Hlutur sakborninga mismikill Í sama mánuði var karlmaður á sjötugsaldri handtekinn, grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni og barnsmóður um fimmtugt að bana, á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri. Í ágúst var hann ákærður fyrir manndráp, en einnig fyrir stórfellt heimilisofbeldi gegn konunni á sama stað, tveimur mánuðum fyrr. Í síðasta mánuði var karlmaður handtekinn í Reykjavík, grunaður um að hafa orðið hjónum að bana á Neskaupstað. Í þarsíðustu viku var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í nóvember. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Andlát barns á Nýbýlavegi Stunguárás við Skúlagötu Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér vegna málsins, en greindi frá því í tilkynningu að stúlkan sem lést hefði verið á grunnskólaaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stúlkan íslensk og maðurinn sem var handtekinn faðir stúlkunnar. Yngsta barnið sex ára Í janúar á þessu ári var kona handtekin á Nýbýlavegi fyrir að hafa orðið sex ára syni sínum að bana og að hafa einnig reynt að bana eldri syni sínum. Aðalmeðferð yfir konunni hófst í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjaness. Móðirin var búsett í Kópavogi með sonum sínum tveimur, sex og ellefu ára. Faðir drengjanna er einnig búsettur hér á landi en þó ekki á sama stað. Fólkið hefur búið á Íslandi í nokkur ár undir alþjóðlegri vernd. Þann 24. ágúst síðastliðinn, á Menningarnótt, var hin 17 ára Bryndís Klara Birgisdóttir stungin til bana við Skúlagötu. Hún lést af sárum sínum tæpri viku eftir stunguárásina, þar sem tvö önnur ungmenni voru einnig stungin. Sá sem grunaður er um árásina er einnig barn, en hann er í sérstöku gæsluvarðhaldsúrræði. Áður hafði hann dvalið á Stuðlum, en vegna líflátshótana var ákveðið að færa hann í fangelsið á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans. Bryndís Klara var borin til grafar frá Hallgrímskirkju á föstudaginn. Fjórir fullorðnir látnir í þremur málum Í apríl voru fjórir litáískir karlmenn handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna andláts þess fimmta á vinnusvæði í Kiðjabergi. Tveimur þeirra var sleppt úr haldi tveimur dögum síðar og voru þeir þá lausir allra mála. Annar mannanna afplánar nú eldri fangelsisdóm en hinn er í farbanni. Sjá einnig: Hlutur sakborninga mismikill Í sama mánuði var karlmaður á sjötugsaldri handtekinn, grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni og barnsmóður um fimmtugt að bana, á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri. Í ágúst var hann ákærður fyrir manndráp, en einnig fyrir stórfellt heimilisofbeldi gegn konunni á sama stað, tveimur mánuðum fyrr. Í síðasta mánuði var karlmaður handtekinn í Reykjavík, grunaður um að hafa orðið hjónum að bana á Neskaupstað. Í þarsíðustu viku var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í nóvember.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Andlát barns á Nýbýlavegi Stunguárás við Skúlagötu Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Sjá meira
Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52