Langyngst og eina konan í framboði til forseta IOC Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2024 17:03 Kirsty Coventry er fremsta íþróttakona í sögu Simbabve og er í dag íþróttamálaráðherra þjóðarinnar. Getty/Mark Metcalfe Sjö manns sækjast eftir því að verða næsti forseti Alþjóða ólympíusambandsins, IOC, í mars á næsta ári þegar núverandi forseti, Thomas Bach, lætur af störfum. Í hópnum eru sex karlar og ein kona, Kirsty Coventry, en hún er jafnframt yngsti frambjóðandinn, 41 árs gömul, tuttugu árum yngri en flestir mótframbjóðendur hennar. Þjóðverjinn Bach tilkynnti eftir Ólympíuleikana í París í síðasta mánuði að hann hygðist hætta í mars, eftir að hafa verið forseti frá árinu 2013. Frambjóðendurnir eru: Prinsinn Feisal Al Hussein, 60 ára frá Jórdaníu Prinsinn er formaður jórdönsku ólympíunefndarinnar og hefur setið í framkvæmdastjórn IOC frá árinu 2019. Hann hefur einnig setið í framkvæmdastjórn ólympíunefndar Asíu en er fyrrverandi glímukappi og rallý-ökumaður. Sebastian Coe, 67 ára frá Bretlandi Coe er elsti frambjóðandinn. Hann varð á sínum tíma tvöfaldur Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi og er í dag formaður alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Hann var þingmaður breska Íhaldsflokksins á tíunda áratug síðustu aldar, og leiddi síðar skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í London 2012 og var yfir breska ólympíusambandinu. Kirsty Coventry, 41 árs frá Simbabve Coventry er yngsti frambjóðandinn og eina konan sem býður sig fram. Hún er auk þess eini frambjóðandinn frá Afríku. Hún varð Ólympíumeistari í sundi og er fremsti ólympíufari í sögu sinnar þjóðar. Í dag er hún íþróttamálaráðherra Simbabve. Johan Eliasch, 62 ára frá Bretlandi Vellauðugur frumkvöðull sem fæddist í Svíþjóð og hefur verið formaður alþjóða skíðasambandsins síðan árið 2021. David Lappartient, 51 árs frá Frakklandi Formaður alþjóða hjólreiðasambandsins og yfirmaður rafíþrótta innan IOC. Juan Antonio Samaranch, 64 ára frá Spáni Sonur fyrrverandi forseta IOC, sem gegndi embætti frá 1980 til 2001. Samaranch hefur verið einn af fjórum varaforsetum IOC í sex ár og setið í stjórn í 23 ár. Hann fór fyrir skipulagsnefnd fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking 2022. Morinari Watanabe, 65 ára frá Japan Watanabe hefur verið formaður alþjóða fimleikasambandsins frá árinu 2016. Hann er fyrsti Japaninn sem býður sig fram sem forseti IOC og sat í skipulagsnefnd vegna Ólympíuleikanna í Tókýó. Ólympíuleikar Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Í hópnum eru sex karlar og ein kona, Kirsty Coventry, en hún er jafnframt yngsti frambjóðandinn, 41 árs gömul, tuttugu árum yngri en flestir mótframbjóðendur hennar. Þjóðverjinn Bach tilkynnti eftir Ólympíuleikana í París í síðasta mánuði að hann hygðist hætta í mars, eftir að hafa verið forseti frá árinu 2013. Frambjóðendurnir eru: Prinsinn Feisal Al Hussein, 60 ára frá Jórdaníu Prinsinn er formaður jórdönsku ólympíunefndarinnar og hefur setið í framkvæmdastjórn IOC frá árinu 2019. Hann hefur einnig setið í framkvæmdastjórn ólympíunefndar Asíu en er fyrrverandi glímukappi og rallý-ökumaður. Sebastian Coe, 67 ára frá Bretlandi Coe er elsti frambjóðandinn. Hann varð á sínum tíma tvöfaldur Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi og er í dag formaður alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Hann var þingmaður breska Íhaldsflokksins á tíunda áratug síðustu aldar, og leiddi síðar skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í London 2012 og var yfir breska ólympíusambandinu. Kirsty Coventry, 41 árs frá Simbabve Coventry er yngsti frambjóðandinn og eina konan sem býður sig fram. Hún er auk þess eini frambjóðandinn frá Afríku. Hún varð Ólympíumeistari í sundi og er fremsti ólympíufari í sögu sinnar þjóðar. Í dag er hún íþróttamálaráðherra Simbabve. Johan Eliasch, 62 ára frá Bretlandi Vellauðugur frumkvöðull sem fæddist í Svíþjóð og hefur verið formaður alþjóða skíðasambandsins síðan árið 2021. David Lappartient, 51 árs frá Frakklandi Formaður alþjóða hjólreiðasambandsins og yfirmaður rafíþrótta innan IOC. Juan Antonio Samaranch, 64 ára frá Spáni Sonur fyrrverandi forseta IOC, sem gegndi embætti frá 1980 til 2001. Samaranch hefur verið einn af fjórum varaforsetum IOC í sex ár og setið í stjórn í 23 ár. Hann fór fyrir skipulagsnefnd fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking 2022. Morinari Watanabe, 65 ára frá Japan Watanabe hefur verið formaður alþjóða fimleikasambandsins frá árinu 2016. Hann er fyrsti Japaninn sem býður sig fram sem forseti IOC og sat í skipulagsnefnd vegna Ólympíuleikanna í Tókýó.
Ólympíuleikar Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira