Hin 26 ára gamla Bonmatí var bæði valin best af Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA sem og hún vann Gullknöttinn á síðasta ári. Jafnframt var hún valin best á HM 2023 þar sem Spánn stóð uppi sem sigurvegari.
Ofan á það hefur hún verið í lykilhlutverki hjá Barcelona sem hefur orðið spænskur meistari undanfarin fjögur ár ásamt því að félagið hefur þrívegis orðið Evrópumeistari á þeim tíma.
Hún hefur verið hjá Barcelona allan sinn feril en hafði áður sagt í viðtali að „aldrei segja aldrei.“ Bonmatí var ekki endilega að íhuga að yfirgefa Katalóníu en bæði Chelsea og Lyon renndu hýru auga til miðjumannsins knáa í sumar.
275 games. 96 goals. 23 trophies.
— Attacking Third (@AttackingThird) September 16, 2024
The best is yet to come for @AitanaBonmati & @FCBfemeni, with Bonmatí signing through 2028 🤩
📸 @FCBfemeni pic.twitter.com/ltwJ10uxjk
Barcelona var ekki lengi að stökkva til og hefur nú framlengt samning hennar til ársins 2028. Þó það komi hvergi fram hversu mikla launahækkun Bonmatí fær með nýjum samning þá eru miðlar á borð við Forbes handvissir um að samningurinn geri heimsmeistarann þá launahæstu í heimi.
Barcelona hefur byrjað tímabilið á Spáni með tveimur sigrum í tveimur leikjum en er sem stendur á eftir Real Madríd á markatölu.