Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar 17. september 2024 12:01 Um svipað leyti og fréttir bárust af endurkomu bókunar 35 til Alþingis birti Evrópusambandið þykka skýrslu sem það fékk frá Mario Draghi, sem einu sinni stjórnaði seðlabanka fyrir sambandið. Bókun 35 fjallar um tilfærslu á slatta af löggjafarvaldi frá Íslendingum til Evrópusambandsins. Hversu stór sá slatti er verður látið liggja milli hluta í þetta sinn, þó að því sögðu að slattinn er nógu mikill til að hann stangast á við stjórnarskrána. Í skýrslu Draghi, sem sagt var frá í fréttum á Íslandi, er fjallað um erfiðleika í efnahag Evrópusambandsins og afleita stöðu þess miðað við aðra, sem það kýs að bera sig saman við. Embættismennirnir sem skrifa leggja til að aðildarríki Evrópusambandsins taki himinhátt lán til að borga fyrir verkefni sem munu laga stöðuna. Við fyrstu sýn virðist ekki vera svo að EES-ríkin, þar á meðal Ísland, borgi fyrir þetta, en fullvíst má telja að menn í sölum Evrópusambandsins séu nú að leita logandi ljósi að leið til að senda Íslendingum og Norðmönnum sanngjarnan hlut af reikningnum. Ef leitin skilaði árangri mætti búast við að Íslendingar og Norðmenn fengju líka sanngjarnan hlut af kökunni. Við mat á sanngirni er lítill vafi á því að margir munu vilja líta til þeirrar staðreyndar að þjóðartekjur á Íslandi og í Noregi eru háar, að atvinnuleysi á Íslandi er innan við helmingur af meðalatvinnuleysi í Evrópusambandinu og laun margfalt hærri en í fátækari hluta sambandsins. Sanngjarn hlutur gæti því hæglega orðið hár hluti af reikningnum, en ekki neitt af kökunni. Spyrja má þá hvort Íslendingum sé of gott að gefa fátækum. Spyrja má þá á móti hvort ekki sé betra að gefa þeim fátækustu, sem sannarlega þurfa á hjálp að halda, en næstríkasta hópi jarðarbúa, þótt þeir séu ekki sérlega ríkir miðað við þá ríkustu. Eflaust þarf fleiri högg en bókun 35 til að koma fyrrgreindum reikningi yfir á Íslendinga. En það verða fleiri reikningar og ekkert sem bendir til annars en að Evrópusambandið muni halda áfram að sækja vald til EES-ríkjanna í litlum bitum, þar til ekkert sem máli skiptir verður eftir. Löngu áður en það gerist verður farið að innheimta allt mögulegt hjá Íslendingum. Það er nú reyndar þegar byrjað. Þessa viðstöðulausu tilfærslu á valdi til gömlu nýlenduveldanna á meginlandi Evrópu þarf að stöðva og hefjast handa við að sækja aftur heim það vald sem hefur tapast. Höfundur er formaður Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Um svipað leyti og fréttir bárust af endurkomu bókunar 35 til Alþingis birti Evrópusambandið þykka skýrslu sem það fékk frá Mario Draghi, sem einu sinni stjórnaði seðlabanka fyrir sambandið. Bókun 35 fjallar um tilfærslu á slatta af löggjafarvaldi frá Íslendingum til Evrópusambandsins. Hversu stór sá slatti er verður látið liggja milli hluta í þetta sinn, þó að því sögðu að slattinn er nógu mikill til að hann stangast á við stjórnarskrána. Í skýrslu Draghi, sem sagt var frá í fréttum á Íslandi, er fjallað um erfiðleika í efnahag Evrópusambandsins og afleita stöðu þess miðað við aðra, sem það kýs að bera sig saman við. Embættismennirnir sem skrifa leggja til að aðildarríki Evrópusambandsins taki himinhátt lán til að borga fyrir verkefni sem munu laga stöðuna. Við fyrstu sýn virðist ekki vera svo að EES-ríkin, þar á meðal Ísland, borgi fyrir þetta, en fullvíst má telja að menn í sölum Evrópusambandsins séu nú að leita logandi ljósi að leið til að senda Íslendingum og Norðmönnum sanngjarnan hlut af reikningnum. Ef leitin skilaði árangri mætti búast við að Íslendingar og Norðmenn fengju líka sanngjarnan hlut af kökunni. Við mat á sanngirni er lítill vafi á því að margir munu vilja líta til þeirrar staðreyndar að þjóðartekjur á Íslandi og í Noregi eru háar, að atvinnuleysi á Íslandi er innan við helmingur af meðalatvinnuleysi í Evrópusambandinu og laun margfalt hærri en í fátækari hluta sambandsins. Sanngjarn hlutur gæti því hæglega orðið hár hluti af reikningnum, en ekki neitt af kökunni. Spyrja má þá hvort Íslendingum sé of gott að gefa fátækum. Spyrja má þá á móti hvort ekki sé betra að gefa þeim fátækustu, sem sannarlega þurfa á hjálp að halda, en næstríkasta hópi jarðarbúa, þótt þeir séu ekki sérlega ríkir miðað við þá ríkustu. Eflaust þarf fleiri högg en bókun 35 til að koma fyrrgreindum reikningi yfir á Íslendinga. En það verða fleiri reikningar og ekkert sem bendir til annars en að Evrópusambandið muni halda áfram að sækja vald til EES-ríkjanna í litlum bitum, þar til ekkert sem máli skiptir verður eftir. Löngu áður en það gerist verður farið að innheimta allt mögulegt hjá Íslendingum. Það er nú reyndar þegar byrjað. Þessa viðstöðulausu tilfærslu á valdi til gömlu nýlenduveldanna á meginlandi Evrópu þarf að stöðva og hefjast handa við að sækja aftur heim það vald sem hefur tapast. Höfundur er formaður Heimssýnar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun