Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar 17. september 2024 12:01 Um svipað leyti og fréttir bárust af endurkomu bókunar 35 til Alþingis birti Evrópusambandið þykka skýrslu sem það fékk frá Mario Draghi, sem einu sinni stjórnaði seðlabanka fyrir sambandið. Bókun 35 fjallar um tilfærslu á slatta af löggjafarvaldi frá Íslendingum til Evrópusambandsins. Hversu stór sá slatti er verður látið liggja milli hluta í þetta sinn, þó að því sögðu að slattinn er nógu mikill til að hann stangast á við stjórnarskrána. Í skýrslu Draghi, sem sagt var frá í fréttum á Íslandi, er fjallað um erfiðleika í efnahag Evrópusambandsins og afleita stöðu þess miðað við aðra, sem það kýs að bera sig saman við. Embættismennirnir sem skrifa leggja til að aðildarríki Evrópusambandsins taki himinhátt lán til að borga fyrir verkefni sem munu laga stöðuna. Við fyrstu sýn virðist ekki vera svo að EES-ríkin, þar á meðal Ísland, borgi fyrir þetta, en fullvíst má telja að menn í sölum Evrópusambandsins séu nú að leita logandi ljósi að leið til að senda Íslendingum og Norðmönnum sanngjarnan hlut af reikningnum. Ef leitin skilaði árangri mætti búast við að Íslendingar og Norðmenn fengju líka sanngjarnan hlut af kökunni. Við mat á sanngirni er lítill vafi á því að margir munu vilja líta til þeirrar staðreyndar að þjóðartekjur á Íslandi og í Noregi eru háar, að atvinnuleysi á Íslandi er innan við helmingur af meðalatvinnuleysi í Evrópusambandinu og laun margfalt hærri en í fátækari hluta sambandsins. Sanngjarn hlutur gæti því hæglega orðið hár hluti af reikningnum, en ekki neitt af kökunni. Spyrja má þá hvort Íslendingum sé of gott að gefa fátækum. Spyrja má þá á móti hvort ekki sé betra að gefa þeim fátækustu, sem sannarlega þurfa á hjálp að halda, en næstríkasta hópi jarðarbúa, þótt þeir séu ekki sérlega ríkir miðað við þá ríkustu. Eflaust þarf fleiri högg en bókun 35 til að koma fyrrgreindum reikningi yfir á Íslendinga. En það verða fleiri reikningar og ekkert sem bendir til annars en að Evrópusambandið muni halda áfram að sækja vald til EES-ríkjanna í litlum bitum, þar til ekkert sem máli skiptir verður eftir. Löngu áður en það gerist verður farið að innheimta allt mögulegt hjá Íslendingum. Það er nú reyndar þegar byrjað. Þessa viðstöðulausu tilfærslu á valdi til gömlu nýlenduveldanna á meginlandi Evrópu þarf að stöðva og hefjast handa við að sækja aftur heim það vald sem hefur tapast. Höfundur er formaður Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Um svipað leyti og fréttir bárust af endurkomu bókunar 35 til Alþingis birti Evrópusambandið þykka skýrslu sem það fékk frá Mario Draghi, sem einu sinni stjórnaði seðlabanka fyrir sambandið. Bókun 35 fjallar um tilfærslu á slatta af löggjafarvaldi frá Íslendingum til Evrópusambandsins. Hversu stór sá slatti er verður látið liggja milli hluta í þetta sinn, þó að því sögðu að slattinn er nógu mikill til að hann stangast á við stjórnarskrána. Í skýrslu Draghi, sem sagt var frá í fréttum á Íslandi, er fjallað um erfiðleika í efnahag Evrópusambandsins og afleita stöðu þess miðað við aðra, sem það kýs að bera sig saman við. Embættismennirnir sem skrifa leggja til að aðildarríki Evrópusambandsins taki himinhátt lán til að borga fyrir verkefni sem munu laga stöðuna. Við fyrstu sýn virðist ekki vera svo að EES-ríkin, þar á meðal Ísland, borgi fyrir þetta, en fullvíst má telja að menn í sölum Evrópusambandsins séu nú að leita logandi ljósi að leið til að senda Íslendingum og Norðmönnum sanngjarnan hlut af reikningnum. Ef leitin skilaði árangri mætti búast við að Íslendingar og Norðmenn fengju líka sanngjarnan hlut af kökunni. Við mat á sanngirni er lítill vafi á því að margir munu vilja líta til þeirrar staðreyndar að þjóðartekjur á Íslandi og í Noregi eru háar, að atvinnuleysi á Íslandi er innan við helmingur af meðalatvinnuleysi í Evrópusambandinu og laun margfalt hærri en í fátækari hluta sambandsins. Sanngjarn hlutur gæti því hæglega orðið hár hluti af reikningnum, en ekki neitt af kökunni. Spyrja má þá hvort Íslendingum sé of gott að gefa fátækum. Spyrja má þá á móti hvort ekki sé betra að gefa þeim fátækustu, sem sannarlega þurfa á hjálp að halda, en næstríkasta hópi jarðarbúa, þótt þeir séu ekki sérlega ríkir miðað við þá ríkustu. Eflaust þarf fleiri högg en bókun 35 til að koma fyrrgreindum reikningi yfir á Íslendinga. En það verða fleiri reikningar og ekkert sem bendir til annars en að Evrópusambandið muni halda áfram að sækja vald til EES-ríkjanna í litlum bitum, þar til ekkert sem máli skiptir verður eftir. Löngu áður en það gerist verður farið að innheimta allt mögulegt hjá Íslendingum. Það er nú reyndar þegar byrjað. Þessa viðstöðulausu tilfærslu á valdi til gömlu nýlenduveldanna á meginlandi Evrópu þarf að stöðva og hefjast handa við að sækja aftur heim það vald sem hefur tapast. Höfundur er formaður Heimssýnar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun