Telur litlar líkur á að Yazan verði vísað úr landi Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. september 2024 14:00 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nauðsynlegt að samspil Barnasáttmálans og útlendingalöggjafarinnar verði skoðað nánar. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir það hans skoðun að líta eigi til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við úrlausn mála eins og í máli Yazans Tamimi. Samspil Barnasáttmálans við aðra löggjöf þurfi að skoða betur og það þurfi að vinna betur. „Nú er þetta mál komið í frestun og litlar líkur á að þessum dreng verði vísað úr landi. Ég er ánægður með það. Ég vil að hann fái hér efnismeðferð,“ sagði Ásmundur Einar við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segir allar líkur á að mál Yazans fari í þann farveg. Næstu skref séu að skoða betur samspil Barnasáttmálans og útlendingalöggjafarinnar. Hvað varðar aðgerðir lögreglunnar í gær, að fara á Rjóðrið að sækja Yazan, segir Ásmundur það vera eitt af því sem hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnarinnar. Ráðherra hafi greint frá því að hafa ekki allar staðreyndir hvað það varðar. Vill að hann fái efnismeðferð Ásmundur segir brottvísunina standa en að ráðherra hafi ákveðið að fresta flutningi hans að svo stöddu. Það séu því allar líkur á því að ekki náist að flytja hann áður en fjölskyldan á rétt á því að mál þeirra fari í efnismeðferð, sem gerist á laugardaginn næsta. „Þá fær hann efnismeðferð, og ég styð það og vil sjá það gerast.“ Hvað varðar stöðu ríkisstjórnarinnar segir Ásmundur að fundurinn hafi klárast í dag og það sé annar boðaður næsta föstudag, að vanda. Ríkisstjórnin haldi því störfum sínum áfram að sinni. Þau séu að vinna að sínum málum og fylgi þeim eftir. Fram kom í viðtali við forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar að ákvörðun stjórnvalda um brottvísun standi. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta hafi aðeins vikið að framfylgd brottvísunarinnar. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Nú er þetta mál komið í frestun og litlar líkur á að þessum dreng verði vísað úr landi. Ég er ánægður með það. Ég vil að hann fái hér efnismeðferð,“ sagði Ásmundur Einar við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Hann segir allar líkur á að mál Yazans fari í þann farveg. Næstu skref séu að skoða betur samspil Barnasáttmálans og útlendingalöggjafarinnar. Hvað varðar aðgerðir lögreglunnar í gær, að fara á Rjóðrið að sækja Yazan, segir Ásmundur það vera eitt af því sem hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnarinnar. Ráðherra hafi greint frá því að hafa ekki allar staðreyndir hvað það varðar. Vill að hann fái efnismeðferð Ásmundur segir brottvísunina standa en að ráðherra hafi ákveðið að fresta flutningi hans að svo stöddu. Það séu því allar líkur á því að ekki náist að flytja hann áður en fjölskyldan á rétt á því að mál þeirra fari í efnismeðferð, sem gerist á laugardaginn næsta. „Þá fær hann efnismeðferð, og ég styð það og vil sjá það gerast.“ Hvað varðar stöðu ríkisstjórnarinnar segir Ásmundur að fundurinn hafi klárast í dag og það sé annar boðaður næsta föstudag, að vanda. Ríkisstjórnin haldi því störfum sínum áfram að sinni. Þau séu að vinna að sínum málum og fylgi þeim eftir. Fram kom í viðtali við forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar að ákvörðun stjórnvalda um brottvísun standi. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta hafi aðeins vikið að framfylgd brottvísunarinnar.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira