Þegar ómennskan vitnar í lög Bubbi Morthens skrifar 17. september 2024 15:01 Í gegnum söguna hafa allskonar óhæfuverk verið framin af ríkisstjórnum sem réttlæta slíkt með því að vitna í lög. Þegar ráðherra vitnar í lög til þess að réttlæta það að flytja barn með ólæknandi sjúkdóm úr landi, útí óvissuna, og fjölskyldu hans með, þá getur hann um leið slökkt á samvisku sinni og sagt: Ég er bara að fylgja lögum. Með því er hinu mannlega ýtt burt og hann fer að sofa, ónæmur fyrir botnlausri skelfingu barnsins. Þegar læknir metur barn ferðafært og embættismenn vitna í það, þá má minna á að nóg dæmi eru til um að læknar hafi verið notaðir í gegnum söguna til þess að ljá óhæfuverkum trúverðugleika. Og þó að fjölfatlað barn, sem á ekki mörg ár eftir af lífinu, geti farið um borð í flugvél segir það ekkert um andlega skelfingu þess við þá upplifun. En það segir allt um andlegt ástand þeirra sem framkvæma aðförina að því. Lögreglumaðurinn segir: ekki benda á mig, ég er bara að gera það sem mér er skipað. Læknirinn segir: ég er bara að gera það sem ég var beðinn um. Ráðherrann segir: ég er bara að fylgja lögum. Það er svo mjó lína á milli þess að henda langveiku barni úr landi og að handtaka fólk útaf pólitískum skoðunum eða fyrir það að fæðast samkynhneigður eða fylgja ekki leiðtoganum. Þegar menn vitna í lög til þess að réttlæta óhæfuverk og níðingshátt þá þarf fólk að vera á verði. Því það gæti auðveldlega sjálft orðið fórnlamb þeirra sem vitna í lög sem sett voru meðan frelsið svaf á verðinum. Þjóðfélag sem réttlætir slíka meðferð á veiku barni er ekki í góðu standi og það vitum við öll. En þegar ráðherra blikkar ekki auga og segir að óréttlæti sé í raun réttlæti þá fer um mann hrollur. Og þegar hann endurtekur: við erum að fylgja lögum, þá vakna draugar sögunnar sem voru fluttir úr landi vegna þess að þeir voru ekki velkomnir en voru síðan sendir í búðir dauðans. Að fylgja lögum segir ekkert um mennsku eða kærleika, mildi né velvild. Engin lög sem eru til höfuðs fólki í neyð eiga rúm fyrir slíkt. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bubbi Morthens Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í gegnum söguna hafa allskonar óhæfuverk verið framin af ríkisstjórnum sem réttlæta slíkt með því að vitna í lög. Þegar ráðherra vitnar í lög til þess að réttlæta það að flytja barn með ólæknandi sjúkdóm úr landi, útí óvissuna, og fjölskyldu hans með, þá getur hann um leið slökkt á samvisku sinni og sagt: Ég er bara að fylgja lögum. Með því er hinu mannlega ýtt burt og hann fer að sofa, ónæmur fyrir botnlausri skelfingu barnsins. Þegar læknir metur barn ferðafært og embættismenn vitna í það, þá má minna á að nóg dæmi eru til um að læknar hafi verið notaðir í gegnum söguna til þess að ljá óhæfuverkum trúverðugleika. Og þó að fjölfatlað barn, sem á ekki mörg ár eftir af lífinu, geti farið um borð í flugvél segir það ekkert um andlega skelfingu þess við þá upplifun. En það segir allt um andlegt ástand þeirra sem framkvæma aðförina að því. Lögreglumaðurinn segir: ekki benda á mig, ég er bara að gera það sem mér er skipað. Læknirinn segir: ég er bara að gera það sem ég var beðinn um. Ráðherrann segir: ég er bara að fylgja lögum. Það er svo mjó lína á milli þess að henda langveiku barni úr landi og að handtaka fólk útaf pólitískum skoðunum eða fyrir það að fæðast samkynhneigður eða fylgja ekki leiðtoganum. Þegar menn vitna í lög til þess að réttlæta óhæfuverk og níðingshátt þá þarf fólk að vera á verði. Því það gæti auðveldlega sjálft orðið fórnlamb þeirra sem vitna í lög sem sett voru meðan frelsið svaf á verðinum. Þjóðfélag sem réttlætir slíka meðferð á veiku barni er ekki í góðu standi og það vitum við öll. En þegar ráðherra blikkar ekki auga og segir að óréttlæti sé í raun réttlæti þá fer um mann hrollur. Og þegar hann endurtekur: við erum að fylgja lögum, þá vakna draugar sögunnar sem voru fluttir úr landi vegna þess að þeir voru ekki velkomnir en voru síðan sendir í búðir dauðans. Að fylgja lögum segir ekkert um mennsku eða kærleika, mildi né velvild. Engin lög sem eru til höfuðs fólki í neyð eiga rúm fyrir slíkt. Höfundur er tónlistarmaður.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun