Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Árni Sæberg skrifar 17. september 2024 16:59 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Vísir/Sigurjón Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. Heimferða- og fylgdadeildin hefur talsvert verið í fréttum síðustu tvo daga vegna máls Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. Deildin hafði flutt fjölskylduna með valdi á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti henni til Spánar, þegar boð bárust frá dómsmálaráðherra að fresta ætti flutningnum. Fann tvö eldri dæmi Umfjöllun um heimferða- og fylgdadeild kom Eiríki Rögnvaldssyni, uppgjafaprófessors í íslenskri málfræði, spánskt fyrir sjónir, ef marka má aðsenda grein hans hér á Vísi. Hann segist aldrei hafa heyrt af deildinni áður og við leit á netinu hafi hann aðeins fundið tvö dæmi, í frétt síðan í júlí og annarri í ágúst. Nafninu breytt í óðagoti Eiríkur segir að fyrra heiti deildarinnar, stoðdeild, hafi ekki sagt mikið um hlutverk hennar. Frá stofnun árið 2016 hafi hún þó verið orðin vel þekkt og flestum væri væntanlega kunnugt um hlutverk hennar. „Það virðist því vera eitthvað annað en ógagnsæi orðsins stoðdeild sem hefur rekið Ríkislögreglustjóra til að breyta heiti deildarinnar sem hefur greinilega verið gert nýlega í allnokkrum flýti – eða kannski væri nær að segja óðagoti. Hvergi kemur fram hver ástæðan hafi verið fyrir nafnbreytingunni – vitanlega má segja að Heimferða- og fylgdadeild sé mjög gagnsætt heiti á yfirborðinu, en gagnsætt heiti er því aðeins gagnlegt að það gefi ekki rangar eða villandi hugmyndir um merkinguna, eins og það gerir í þessu tilviki.“ Fólk upplifi ekki að það sé að fara heim Hanns segir að í mörgum tilvikum sé hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim til sín. Orðið fylgd sé í Íslenskri orðabók skýrt ʻþað að fylgja, leiðsögn, samfylgdʼ en í tilviki deildarinnar sé oftast fremur um að ræða þvingaðan flutning undir eftirliti – nauðungarflutning – en vinsamlega samfylgd. Þar að auki sé oftast ekki verið að senda fólk heim til sín enda eigi það yfirleitt ekkert heimili utan Íslands, heldur iðulega til lands þar sem það hefur af einhverjum ástæðum fengið tímabundið dvalarleyfi en á engar rætur eða tengsl, eins og í máli Yazans. Jafnvel þótt fólk sé sent til upprunalands síns sé það einmitt landið sem það flúði frá og líti ekki á sem heimaland sitt lengur og telji sig iðulega vera í hættu komi það þangað aftur. Ekki í þágu gagnsæis Þannig sé breyting á nafni deildarinnar því ekki í þágu gagnsæis heldur þvert á móti. Hins vegar leiki varla nokkur vafi á því að henni hafi verið ætlað að skapa jákvæðari ímynd af deildinni og verkefnum hennar í huga almennings. Bæði fylgd og heimferð séu orð sem hafa á sér jákvæðan og notalegan blæ. „Heimferða- og fylgdadeild bætist því í hóp veigrunarorða eða skrauthvarfa eins og rafvarnarvopn, afbrotavarnir, lokað búsetuúrræði og fleiri sem stungið hafa upp kollinum á undanförnum misserum og eru notuð í sama tilgangi. Óháð því hvaða skoðun fólk hefur á umsækjendum um alþjóðlega vernd og brottvísunum þeirra er hagræðing dómsmálayfirvalda á tungumálinu til að hafa áhrif á almenningsálitið stóralvarlegt mál og mikið áhyggjuefni.“ Mál Yazans Lögreglan Íslensk tunga Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Heimferða- og fylgdadeildin hefur talsvert verið í fréttum síðustu tvo daga vegna máls Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. Deildin hafði flutt fjölskylduna með valdi á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti henni til Spánar, þegar boð bárust frá dómsmálaráðherra að fresta ætti flutningnum. Fann tvö eldri dæmi Umfjöllun um heimferða- og fylgdadeild kom Eiríki Rögnvaldssyni, uppgjafaprófessors í íslenskri málfræði, spánskt fyrir sjónir, ef marka má aðsenda grein hans hér á Vísi. Hann segist aldrei hafa heyrt af deildinni áður og við leit á netinu hafi hann aðeins fundið tvö dæmi, í frétt síðan í júlí og annarri í ágúst. Nafninu breytt í óðagoti Eiríkur segir að fyrra heiti deildarinnar, stoðdeild, hafi ekki sagt mikið um hlutverk hennar. Frá stofnun árið 2016 hafi hún þó verið orðin vel þekkt og flestum væri væntanlega kunnugt um hlutverk hennar. „Það virðist því vera eitthvað annað en ógagnsæi orðsins stoðdeild sem hefur rekið Ríkislögreglustjóra til að breyta heiti deildarinnar sem hefur greinilega verið gert nýlega í allnokkrum flýti – eða kannski væri nær að segja óðagoti. Hvergi kemur fram hver ástæðan hafi verið fyrir nafnbreytingunni – vitanlega má segja að Heimferða- og fylgdadeild sé mjög gagnsætt heiti á yfirborðinu, en gagnsætt heiti er því aðeins gagnlegt að það gefi ekki rangar eða villandi hugmyndir um merkinguna, eins og það gerir í þessu tilviki.“ Fólk upplifi ekki að það sé að fara heim Hanns segir að í mörgum tilvikum sé hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim til sín. Orðið fylgd sé í Íslenskri orðabók skýrt ʻþað að fylgja, leiðsögn, samfylgdʼ en í tilviki deildarinnar sé oftast fremur um að ræða þvingaðan flutning undir eftirliti – nauðungarflutning – en vinsamlega samfylgd. Þar að auki sé oftast ekki verið að senda fólk heim til sín enda eigi það yfirleitt ekkert heimili utan Íslands, heldur iðulega til lands þar sem það hefur af einhverjum ástæðum fengið tímabundið dvalarleyfi en á engar rætur eða tengsl, eins og í máli Yazans. Jafnvel þótt fólk sé sent til upprunalands síns sé það einmitt landið sem það flúði frá og líti ekki á sem heimaland sitt lengur og telji sig iðulega vera í hættu komi það þangað aftur. Ekki í þágu gagnsæis Þannig sé breyting á nafni deildarinnar því ekki í þágu gagnsæis heldur þvert á móti. Hins vegar leiki varla nokkur vafi á því að henni hafi verið ætlað að skapa jákvæðari ímynd af deildinni og verkefnum hennar í huga almennings. Bæði fylgd og heimferð séu orð sem hafa á sér jákvæðan og notalegan blæ. „Heimferða- og fylgdadeild bætist því í hóp veigrunarorða eða skrauthvarfa eins og rafvarnarvopn, afbrotavarnir, lokað búsetuúrræði og fleiri sem stungið hafa upp kollinum á undanförnum misserum og eru notuð í sama tilgangi. Óháð því hvaða skoðun fólk hefur á umsækjendum um alþjóðlega vernd og brottvísunum þeirra er hagræðing dómsmálayfirvalda á tungumálinu til að hafa áhrif á almenningsálitið stóralvarlegt mál og mikið áhyggjuefni.“
Mál Yazans Lögreglan Íslensk tunga Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira