Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Árni Sæberg skrifar 17. september 2024 16:59 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Vísir/Sigurjón Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. Heimferða- og fylgdadeildin hefur talsvert verið í fréttum síðustu tvo daga vegna máls Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. Deildin hafði flutt fjölskylduna með valdi á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti henni til Spánar, þegar boð bárust frá dómsmálaráðherra að fresta ætti flutningnum. Fann tvö eldri dæmi Umfjöllun um heimferða- og fylgdadeild kom Eiríki Rögnvaldssyni, uppgjafaprófessors í íslenskri málfræði, spánskt fyrir sjónir, ef marka má aðsenda grein hans hér á Vísi. Hann segist aldrei hafa heyrt af deildinni áður og við leit á netinu hafi hann aðeins fundið tvö dæmi, í frétt síðan í júlí og annarri í ágúst. Nafninu breytt í óðagoti Eiríkur segir að fyrra heiti deildarinnar, stoðdeild, hafi ekki sagt mikið um hlutverk hennar. Frá stofnun árið 2016 hafi hún þó verið orðin vel þekkt og flestum væri væntanlega kunnugt um hlutverk hennar. „Það virðist því vera eitthvað annað en ógagnsæi orðsins stoðdeild sem hefur rekið Ríkislögreglustjóra til að breyta heiti deildarinnar sem hefur greinilega verið gert nýlega í allnokkrum flýti – eða kannski væri nær að segja óðagoti. Hvergi kemur fram hver ástæðan hafi verið fyrir nafnbreytingunni – vitanlega má segja að Heimferða- og fylgdadeild sé mjög gagnsætt heiti á yfirborðinu, en gagnsætt heiti er því aðeins gagnlegt að það gefi ekki rangar eða villandi hugmyndir um merkinguna, eins og það gerir í þessu tilviki.“ Fólk upplifi ekki að það sé að fara heim Hanns segir að í mörgum tilvikum sé hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim til sín. Orðið fylgd sé í Íslenskri orðabók skýrt ʻþað að fylgja, leiðsögn, samfylgdʼ en í tilviki deildarinnar sé oftast fremur um að ræða þvingaðan flutning undir eftirliti – nauðungarflutning – en vinsamlega samfylgd. Þar að auki sé oftast ekki verið að senda fólk heim til sín enda eigi það yfirleitt ekkert heimili utan Íslands, heldur iðulega til lands þar sem það hefur af einhverjum ástæðum fengið tímabundið dvalarleyfi en á engar rætur eða tengsl, eins og í máli Yazans. Jafnvel þótt fólk sé sent til upprunalands síns sé það einmitt landið sem það flúði frá og líti ekki á sem heimaland sitt lengur og telji sig iðulega vera í hættu komi það þangað aftur. Ekki í þágu gagnsæis Þannig sé breyting á nafni deildarinnar því ekki í þágu gagnsæis heldur þvert á móti. Hins vegar leiki varla nokkur vafi á því að henni hafi verið ætlað að skapa jákvæðari ímynd af deildinni og verkefnum hennar í huga almennings. Bæði fylgd og heimferð séu orð sem hafa á sér jákvæðan og notalegan blæ. „Heimferða- og fylgdadeild bætist því í hóp veigrunarorða eða skrauthvarfa eins og rafvarnarvopn, afbrotavarnir, lokað búsetuúrræði og fleiri sem stungið hafa upp kollinum á undanförnum misserum og eru notuð í sama tilgangi. Óháð því hvaða skoðun fólk hefur á umsækjendum um alþjóðlega vernd og brottvísunum þeirra er hagræðing dómsmálayfirvalda á tungumálinu til að hafa áhrif á almenningsálitið stóralvarlegt mál og mikið áhyggjuefni.“ Mál Yazans Lögreglan Íslensk tunga Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Heimferða- og fylgdadeildin hefur talsvert verið í fréttum síðustu tvo daga vegna máls Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. Deildin hafði flutt fjölskylduna með valdi á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti henni til Spánar, þegar boð bárust frá dómsmálaráðherra að fresta ætti flutningnum. Fann tvö eldri dæmi Umfjöllun um heimferða- og fylgdadeild kom Eiríki Rögnvaldssyni, uppgjafaprófessors í íslenskri málfræði, spánskt fyrir sjónir, ef marka má aðsenda grein hans hér á Vísi. Hann segist aldrei hafa heyrt af deildinni áður og við leit á netinu hafi hann aðeins fundið tvö dæmi, í frétt síðan í júlí og annarri í ágúst. Nafninu breytt í óðagoti Eiríkur segir að fyrra heiti deildarinnar, stoðdeild, hafi ekki sagt mikið um hlutverk hennar. Frá stofnun árið 2016 hafi hún þó verið orðin vel þekkt og flestum væri væntanlega kunnugt um hlutverk hennar. „Það virðist því vera eitthvað annað en ógagnsæi orðsins stoðdeild sem hefur rekið Ríkislögreglustjóra til að breyta heiti deildarinnar sem hefur greinilega verið gert nýlega í allnokkrum flýti – eða kannski væri nær að segja óðagoti. Hvergi kemur fram hver ástæðan hafi verið fyrir nafnbreytingunni – vitanlega má segja að Heimferða- og fylgdadeild sé mjög gagnsætt heiti á yfirborðinu, en gagnsætt heiti er því aðeins gagnlegt að það gefi ekki rangar eða villandi hugmyndir um merkinguna, eins og það gerir í þessu tilviki.“ Fólk upplifi ekki að það sé að fara heim Hanns segir að í mörgum tilvikum sé hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim til sín. Orðið fylgd sé í Íslenskri orðabók skýrt ʻþað að fylgja, leiðsögn, samfylgdʼ en í tilviki deildarinnar sé oftast fremur um að ræða þvingaðan flutning undir eftirliti – nauðungarflutning – en vinsamlega samfylgd. Þar að auki sé oftast ekki verið að senda fólk heim til sín enda eigi það yfirleitt ekkert heimili utan Íslands, heldur iðulega til lands þar sem það hefur af einhverjum ástæðum fengið tímabundið dvalarleyfi en á engar rætur eða tengsl, eins og í máli Yazans. Jafnvel þótt fólk sé sent til upprunalands síns sé það einmitt landið sem það flúði frá og líti ekki á sem heimaland sitt lengur og telji sig iðulega vera í hættu komi það þangað aftur. Ekki í þágu gagnsæis Þannig sé breyting á nafni deildarinnar því ekki í þágu gagnsæis heldur þvert á móti. Hins vegar leiki varla nokkur vafi á því að henni hafi verið ætlað að skapa jákvæðari ímynd af deildinni og verkefnum hennar í huga almennings. Bæði fylgd og heimferð séu orð sem hafa á sér jákvæðan og notalegan blæ. „Heimferða- og fylgdadeild bætist því í hóp veigrunarorða eða skrauthvarfa eins og rafvarnarvopn, afbrotavarnir, lokað búsetuúrræði og fleiri sem stungið hafa upp kollinum á undanförnum misserum og eru notuð í sama tilgangi. Óháð því hvaða skoðun fólk hefur á umsækjendum um alþjóðlega vernd og brottvísunum þeirra er hagræðing dómsmálayfirvalda á tungumálinu til að hafa áhrif á almenningsálitið stóralvarlegt mál og mikið áhyggjuefni.“
Mál Yazans Lögreglan Íslensk tunga Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira