Brighton komst 2-0 yfir þökk sé mörkum Carlos Baleba og Simon Adingra. Gestunum tókst þó að minnka muninn, Goncalo Guedes gaf Úlfunum líflínu þegar aðeins ein mínúta var til loka fyrri hálfleiks.
Flippin’ brilliant Baleba. 🤸 pic.twitter.com/xvoX98j7HK
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) September 18, 2024
Þegar fimm mínútur lifðu leiks tryggði Ferdi Kadioglu sigur Brighton. Tommy Doyle minnkaði muninn í uppbótartíma en nær komust Úlfarnir ekki og lokatölur 3-2.
Leikur Coventry og Tottenham var markalaus þangað til í síðari hálfleik. Brandon Thomas-Asante kom heimamönnum yfir og það var ekki fyrr en tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma sem Djed Spence jafnaði metin.
Í uppbótartíma tryggði Brennan Johnson svo gestunum 2-1 sigur og Tottenham komið áfram í næstu umferð.